Þorrablót Grindvíkinga: „Fólk þurfti þessa kærleiksstund“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2024 14:35 Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson alþingismenn voru báðir himinlifandi eftir þorrablót Grindvíkinga. Vilhjálmur Árnason, þingmaður og Grindvíkingur, segir Þorrablót Grindvíkinga sem haldið var í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi hafa verið kærkomna stund fyrir Grindvíkinga. Mikið hafi verið hlegið og gert grín að flækustiginu á bakvið aðgerðir almannavarna. „Þetta var bara eiginlega bara nauðsynlegt og yndislegt. Þetta var kærkomið fyrir Grindvíkinga, fór vel fram, það lá vel á fólki, vel mætt og fólk þurfti svolítið þessa kærleiksstund til að safna orku fyrir næstu orku í stríðinu gegn náttúruöflunum,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þúsund manns mættu á þorrablótið. Skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannesson fóru með veislustjórn og Bandmenn héldu uppi stuðinu. Múlakaffi sá um veitingar. Vilhjálmur segir dagskrána hafa verið gríðarlega vel heppnaða og allt hafi verið vel fram. „Það voru margir stressaður yfir ölvunarástandi og mögulegu pústri svona miðað við ástandið en það var ekkert svoleiðis, þetta var bara yndislegt og kærleiksríkt,“ segir Vilhjálmur. Hann eys lofi yfir íþróttafélög bæjarins sem standa að þorrablótinu. „Það eru þau sem halda lífi í grindvíska samfélaginu. Það lifir í gegnum íþróttafélögin og forsvarsmenn þeirra eiga mikið hrós skilið fyrir þetta, það er mikil sjálfboðavinna sem fer í þetta og mikil ábyrgð sem er lögð á stjórnarfólkið og þau svöruðu kallinu.“ Eva Ruza deildi færslu eftir þorrablót Grindvíkinga á Facebook í gær. Hún segir að hún og Hjálmar muni aldrei gleyma kvöldinu, svo mikil gleði hafi verið í loftinu. Hægt að hafa húmor fyrir ýmsu Vilhjálmur segir skemmtiaatriðin hafa verið til fyrirmyndar. Þau hafi mikið snúist um það hvernig Grindvíkingar upplifi stefnu almannavarna. „Það var spilað myndband og þar var grínast með upplýsingafundina, veðurfræðingana, bannstefnuna og flækjustigið og allt þetta tekið fyrir við rosalega mikla kátínu.“ Að lokum hafi salnum verið stefnt í hópsöng. Bæjarbúar sungið saman „Grindavíkin okkar“ svo tár voru á hvarmi að sögn Vilhjálms. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og samflokksmaður Vilhjálms var einnig mættur á blótið í gær. Hann deildi myndasyrpu af blótinu á Facebook og sagði ljóst af gleðinni að dæma að Grindvíkingar hefðu þurft á samkomunni að halda. Skynjar gremju út í skipulagið Eins og fram hefur komið fara rúmlega þúsund Grindvíkingar í bæinn í dag í tveimur hollum að sækja verðmæti til síns heima. Vilhjálmur segist sjálfur munu fara á morgun. Hann segir skynja mikla gremju meðal bæjarbúa vegna skipulagsins. „Það er mjög mikiil gremja út af skipulaginu. Þetta er alveg að fara með sálartetrið í fólki þetta flækjustig og stjórnsemin og þessar akstursleiðir, það er algjörlega óskiljanlegt að þurfa að keyra yfir fjallvegi Suðurnesja þegar bærinn er tómur. Af hverju megum við ekki fara norðurljósaleiðina á meðan engir bílar eru inni í bænum?“ Vilhjálmur segir að forðast hefði mátt kraðak í bænum með því að veita fólki þann kost að velja á milli daga til þess að mæta í bæinn. Þannig hefði fólk getað náð í föggur sínar í rólegheitunum. „Núna er verið að rugla með sendibíla, hvaða hólf þetta eru, sumir fara á morgnana og kvöldin, fólk í skóla og vinnu og við höfum svo sem ekkert verið ánægð með Vegagerðina öll þau fjögur ár sem þetta hættuástand hefur verið og það er mikið kvartað undan hálku og að það sé ekki almennilega hálkuvarið og mokað þegar það er verið að senda okkur á svona vonda vegi. Því það reynir ekkert síður á sálartetur fólks að vera að keyra svona hættulega vegi og fólk er ekki í ástandi til að takast á við svona.“ Grindavík Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Þetta var bara eiginlega bara nauðsynlegt og yndislegt. Þetta var kærkomið fyrir Grindvíkinga, fór vel fram, það lá vel á fólki, vel mætt og fólk þurfti svolítið þessa kærleiksstund til að safna orku fyrir næstu orku í stríðinu gegn náttúruöflunum,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Þúsund manns mættu á þorrablótið. Skemmtikraftarnir Eva Ruza og Hjálmar Örn Jóhannesson fóru með veislustjórn og Bandmenn héldu uppi stuðinu. Múlakaffi sá um veitingar. Vilhjálmur segir dagskrána hafa verið gríðarlega vel heppnaða og allt hafi verið vel fram. „Það voru margir stressaður yfir ölvunarástandi og mögulegu pústri svona miðað við ástandið en það var ekkert svoleiðis, þetta var bara yndislegt og kærleiksríkt,“ segir Vilhjálmur. Hann eys lofi yfir íþróttafélög bæjarins sem standa að þorrablótinu. „Það eru þau sem halda lífi í grindvíska samfélaginu. Það lifir í gegnum íþróttafélögin og forsvarsmenn þeirra eiga mikið hrós skilið fyrir þetta, það er mikil sjálfboðavinna sem fer í þetta og mikil ábyrgð sem er lögð á stjórnarfólkið og þau svöruðu kallinu.“ Eva Ruza deildi færslu eftir þorrablót Grindvíkinga á Facebook í gær. Hún segir að hún og Hjálmar muni aldrei gleyma kvöldinu, svo mikil gleði hafi verið í loftinu. Hægt að hafa húmor fyrir ýmsu Vilhjálmur segir skemmtiaatriðin hafa verið til fyrirmyndar. Þau hafi mikið snúist um það hvernig Grindvíkingar upplifi stefnu almannavarna. „Það var spilað myndband og þar var grínast með upplýsingafundina, veðurfræðingana, bannstefnuna og flækjustigið og allt þetta tekið fyrir við rosalega mikla kátínu.“ Að lokum hafi salnum verið stefnt í hópsöng. Bæjarbúar sungið saman „Grindavíkin okkar“ svo tár voru á hvarmi að sögn Vilhjálms. Ásmundur Friðriksson, þingmaður og samflokksmaður Vilhjálms var einnig mættur á blótið í gær. Hann deildi myndasyrpu af blótinu á Facebook og sagði ljóst af gleðinni að dæma að Grindvíkingar hefðu þurft á samkomunni að halda. Skynjar gremju út í skipulagið Eins og fram hefur komið fara rúmlega þúsund Grindvíkingar í bæinn í dag í tveimur hollum að sækja verðmæti til síns heima. Vilhjálmur segist sjálfur munu fara á morgun. Hann segir skynja mikla gremju meðal bæjarbúa vegna skipulagsins. „Það er mjög mikiil gremja út af skipulaginu. Þetta er alveg að fara með sálartetrið í fólki þetta flækjustig og stjórnsemin og þessar akstursleiðir, það er algjörlega óskiljanlegt að þurfa að keyra yfir fjallvegi Suðurnesja þegar bærinn er tómur. Af hverju megum við ekki fara norðurljósaleiðina á meðan engir bílar eru inni í bænum?“ Vilhjálmur segir að forðast hefði mátt kraðak í bænum með því að veita fólki þann kost að velja á milli daga til þess að mæta í bæinn. Þannig hefði fólk getað náð í föggur sínar í rólegheitunum. „Núna er verið að rugla með sendibíla, hvaða hólf þetta eru, sumir fara á morgnana og kvöldin, fólk í skóla og vinnu og við höfum svo sem ekkert verið ánægð með Vegagerðina öll þau fjögur ár sem þetta hættuástand hefur verið og það er mikið kvartað undan hálku og að það sé ekki almennilega hálkuvarið og mokað þegar það er verið að senda okkur á svona vonda vegi. Því það reynir ekkert síður á sálartetur fólks að vera að keyra svona hættulega vegi og fólk er ekki í ástandi til að takast á við svona.“
Grindavík Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira