Réttarríki ríka fólksins? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 12:00 Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun