Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. febrúar 2024 13:53 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson í Kryddsíldinni. Vísir/hulda margrét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn. Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009. Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem fram fór venju samkvæmt á síðasta degi ársins 2023 voru formenn flokkanna beðnir um að greina frá áramótaheiti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagðist ætla að elda meira. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ætlar að fara í sumarfrí með fjölskyldunni og Sjálfstæðismaðurinn Bjarni Benediktsson ætlar upp á Herðubreið, drottninguna sjálfa, svo eitthvað sé nefnt. Gísli Rafn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Kristrún Frostadóttir hlæja yfir góðu gríni í þættinum.vísir/hulda margrét Miðflokksmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með skýr áramótaheit. „Það er náttúrulega bara þetta hefðbundna, að grennast og verja meiri tíma með fjölskyldunni. Hundurinn má ekki hata bréfbera Þá ljóstraði hann upp um að eiginkona hans og dóttir hefðu óskað eftir nýjum hundi eftir að Emma, gamli hundurinn lést. „Þær vilja nýjan hund. Ég hef sagt að það komi til greina en það verður að vera hundur sem geltir ekki eins mikið og þessi Terrier. Og fer ekki úr hárum. Og helst einhvern sem hatar ekki bréfbera eins og Emma mín gerði.“ „Ef þær eru að fylgjast með þá geta þær sent á mig SMS fyrir klukkan sex í kvöld og þá skal ég samþykkja þennan hund.“ „Nú verður einhver að hringja í þær strax og láta þær vita,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Einhver kjaftað frá á ögurstundu Og viti menn. SMS barst í tæka tíð. „Fresturinn var til klukkan 18:00 en ég fékk SMS frá konunni klukkan 17:36, sem sýndi mér að þær hafi ekki verið að horfa... ég móðgaðist örlítið við því en einhver hafði kjaftað frá á síðustu stundu,“ segir Sigmundur. Hann þarf því að standa við loforðið. Hundurinn sem er líklega væntanlegur í vor verður af annarri tegund en Emma. „Þetta á víst að vera Havanese tegund, sem ég hef ekki mikið vit á en þetta varð fyrir valinu hjá þeim.“ Hefur áður lofað hundi Fimmtán ár eru síðan Sigmundur þurfti að standa við sambærilegt loforð. „Það er þannig tilkomið að ég lofaði konunni því að við myndum fá hund ef ég yrði formaður Framsóknarflokksins enda taldi ég litlar líkur á því að ég þyrfti að standa við það en það verður ekki hjá því komist núna," sagði Sigmundur í viðtali árið 2009.
Kryddsíld Hundar Dýr Gæludýr Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ætlar upp á drottninguna á árinu Formenn þingflokkanna fóru yfir áramótaheit sín fyrir árið 2024 í Kryddsíld á gamlársdag. Þar kenndi ýmissa grasa, loforð um sumarfrí, minna álag og nýjan hund. Áætlanir um að verða öflugri en nokkru sinni fyrr og loforð um minna mas. Utanríkisráðherra ætlar að hætta að grána, hitta vini og klífa drottningu íslenskra fjalla, Herðubreið. 1. janúar 2024 19:35