Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 11:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14