Svín drekka bjór af bestu lyst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2024 20:30 Um 200 gyltur er í Laxárdal, meðal annars þessi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena. Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Sjá meira
Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Sjá meira