Svín drekka bjór af bestu lyst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. janúar 2024 20:30 Um 200 gyltur er í Laxárdal, meðal annars þessi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Svínum þykir bjór góður og er hann meðal annars notaður til að örva mjólkurframleiðslu gyltna þegar þær eru með grísi á spena. Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Hér erum við að tala um svínabúið í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi þar sem Björgvin Harðarson og fjölskylda eru með um tvö hundruð gyltur. Eins og stundum gerist þá verða grísirnir móðurlausir eða að mamma þeirra getur ekki hugsað um þá af einhverjum ástæðum, þeir komast til dæmis ekki á spena hjá henni, en þá kemur að ömmugyltunum, sem taka grísina þá að sér líkt og um mömmu þeirra væri að ræða. „Þessi gylta er svokölluð ömmugylta. Hún var sett hér hjá grísum, sem voru móðurlausir og þá kom þessi og mjólkar fyrir þá. Oftast er þetta ekkert mál. Ef þær eru með einhver leiðindi þá gefur maður þeim bara smávegis af bjór og þá slaka þær alveg á. Þannig að það er mjög gott að eiga tvær til þrjár kippur inn í ísskáp til að gefa svínunum,” segir Björgvin hlæjandi. Og bíddu, er þá ekkert mál fyrir hana að framleiða mjólk? „Bjórinn hjálpar til og þær framleiða mjólk í rauninni á meðan grísirnir eru undir þeim,” bætir Björgvin við. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal.Magnús Hlynur Hreiðarsson Björgvin segir að svo þetta gangi allt upp þá megi ömmugylturnar ekki vera gamlar ömmur. „Þær mega vera svona tveggja ára í mesta lagi, hafa gotið kannski tvisvar sjálfar, þá geta þær verið ömmugyltur.” En mælir Björgvin almennt með því að ömmur drekki svolítið af bjór? „Ég hugsa að það sé bara fínt, allavega þessar ömmur,” segir hann og hlær enn meira. Grísir hjá Ömmugyltu, sem er búin að fá smá bjór þannig að hún mjólki örugglega nóg í grísina.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Dýr Áfengi og tóbak Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira