Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2024 15:58 Mótmælt hefur verið á Austurvelli frá því í desemder. Mótmælendur krefjast þess að fjölskyldum þeirra, sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu, verði bjargað frá Gasa. Vísir/Vilhelm Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þá hvetja samtökin einnig stjórnvöld til að taka allar umsóknir Palestínumanna til efnislegrar meðferðar en nú liggja fyrir. „Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því brýnt að hafa hraðar hendur. Það að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða þennan hóp leysir Ísland ekki undan siðferðilegri skyldu til að aðstoða fólk í svo bráðri hættu. Hollensk yfirvöld hafa aðstoðað fjölda einstaklinga við að yfirgefa Gaza á grundvelli fjölskyldusameiningar og Kanada er að vinna að því sama fyrir allt að eitt þúsund einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin sem skrifuðu undir yfirlýsinguna eru Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Biskup Íslands, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, FTA, Geðhjálp, GETA-hjálparsamtök, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Prestar innflytjenda, Rauði krossinn á Íslandi, Réttur barna á flótta, Samtökin 78, Samtök um kvennaathvarf, Siðmennt, Solaris hjálparsamtök, Stígamót, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, W.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum uppruna, Þroskahjálp og ÖBÍ. Í yfirlýsingu samtakanna, sem var send á ráðherra ráðherra nokkurra ráðuneyta fyrir helgi, kemur fram að staðan á Gasa sé fordæmalaus og krefjist því fordæmalausra aðgerða. „Félagasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að bjarga einstaklingum úr bráðum háska sem sannarlega hafa fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi,“ segir enn fremur en hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild sinni hér að neðan. Félagasamtök hvetja stjórnvöld til þess að taka á móti fólki frá Gaza Undirrituð félagasamtök fagna því að um 100 einstaklingum á Gaza hafi verið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza, hvetja samtökin íslensk stjórnvöld til þess að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför þessa hóps frá Gaza til Íslands. Hópurinn samanstendur aðallega af konum og börnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þá hvetja undirrituð félagasamtök stjórnvöld til þess að taka til efnismeðferðar allar þær umsóknir palestínsks fólks sem nú liggja fyrir. Alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök hafa lýst ástandinu á Gaza sem fordæmalausu og fer staða fólks á svæðinu versnandi dag frá degi. Samkvæmt upplýsingum frá OCHA (Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum) hafa minnst 26.637 einstaklingar verið drepnir á Gaza og 65.387 manns særst frá upphafi átakanna þann 7. október. Meirihluti þeirra er konur og börn. Af þeim 36 sjúkrahúsum sem starfandi voru á Gaza fyrir 7. október eru nú aðeins 14 talin að hluta til starfhæf. Um 1,7 milljónir einstaklinga hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín sökum átakanna, það er um 75% íbúa Gaza. Samtökin Læknar án landamæra fullyrða að á Gaza sé nú engan öruggan stað að finna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur Gaza hættulegasta stað í heimi til að vera barn. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að fæðuóöryggi á Gaza sé komið yfir í 5. fasa (e. catastrophic threshold) og segja líkur á hungursneyð aukast dag frá degi. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálpinni eru öll börn á Gaza undir fimm ára aldri vannærð, en hægt er að koma í veg fyrir dauða þeirra fái hjálpargögn að berast óhindrað inn á svæðið. Staðan er grafalvarleg og þó að alþjóðasamfélagið og mannúðarsamtök hafi ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og því að neyðargögn á borð við mat, vatn og lyf fái að berast óhindrað til Gaza, hafa ísraelsk stjórnvöld enn ekki orðið við þeim kröfum. Á meðan halda árásirnar áfram og staða fólks á Gaza versnar. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og örugglega við ákalli Sameinuðu þjóðanna í október um aukin framlög til neyðaraðstoðar á Gaza með 70 milljóna króna framlagi til UNRWA (Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna). Félagasamtökin telja ekki forsvaranlegt að frysta fjármagn til stofnunarinnar að svo stöddu og minna á mikilvægi lífsbjargandi mannúðaraðstoðar til almennra borgara sem enga aðild eiga að átökunum. Sem fyrr segir hafa stjórnvöld þegar samþykkt að veita 100 einstaklingum skjól á Íslandi, á grundvelli fjölskyldusameiningar. Stór hluti þeirra fengu umsókn sína samþykkta eftir að átökin hófust. Ísland hefur um langt skeið sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu. Því ætti að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við fordæmalaust ástand, rétt eins og íslensk stjórnvöld gerðu fyrir íbúa Afganistan þar sem vel var að verki staðið. Við biðlum nú til íslenskra stjórnvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja greiða leið þessa hóps frá Gaza til fjölskyldna sinna á Íslandi. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því brýnt að hafa hraðar hendur. Það að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða þennan hóp leysir Ísland ekki undan siðferðilegri skyldu til að aðstoða fólk í svo bráðri hættu. Hollensk yfirvöld hafa aðstoðað fjölda einstaklinga við að yfirgefa Gaza á grundvelli fjölskyldusameiningar[1] og Kanada er að vinna að því sama fyrir allt að eitt þúsund einstaklinga.[2] Ísland er lítið land með fáar sendiskrifstofur á erlendum vettvangi, en er ekki of lítið til að hafa áhrif. Valdhafar hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu undirstrika íslensk stjórnvöld virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum, fjölbreytileika, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í sömu stefnu miðar Ísland einnig að því „að bjarga mannslífum og standa vörð um mannlega reisn.“ Nú er einstakt tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að sýna í verki að alvara liggur að baki þessum orðum. Sú staða sem upp er komin á Gaza er fordæmalaus og krefst fordæmalausra aðgerða. Undirrituð hvetja íslensk stjórnvöld til að bjarga einstaklingum úr bráðum háska sem sannarlega hafa fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Með von um skjót viðbrögð. Íslandsdeild Amnesty InternationalBarnaheillBiskup ÍslandsFélag Sameinuðu þjóðanna á ÍslandiFTAGeðhjálpGETA-hjálparsamtökHjálparstarf kirkjunnarHjálpræðisherinn á ÍslandiKvenréttindafélag ÍslandsMannréttindaskrifstofa ÍslandsPrestar innflytjendaRauði krossinn á ÍslandiRéttur barna á flóttaSamtökin 78Samtök um kvennaathvarfSiðmenntSolaris hjálparsamtökStígamótUNICEF á ÍslandiUN Women á ÍslandiW.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum upprunaÞroskahjálpÖBÍ [1] Conflict in Israel and the Palestinian territories: updates from the Ministry of Foreign Affairs | Weblogs | Government.nl [2] Temporary resident pathway opens for Palestinian extended family in Gaza - Canada.ca Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þá hvetja samtökin einnig stjórnvöld til að taka allar umsóknir Palestínumanna til efnislegrar meðferðar en nú liggja fyrir. „Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því brýnt að hafa hraðar hendur. Það að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða þennan hóp leysir Ísland ekki undan siðferðilegri skyldu til að aðstoða fólk í svo bráðri hættu. Hollensk yfirvöld hafa aðstoðað fjölda einstaklinga við að yfirgefa Gaza á grundvelli fjölskyldusameiningar og Kanada er að vinna að því sama fyrir allt að eitt þúsund einstaklinga,“ segir í yfirlýsingunni. Samtökin sem skrifuðu undir yfirlýsinguna eru Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Biskup Íslands, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, FTA, Geðhjálp, GETA-hjálparsamtök, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Prestar innflytjenda, Rauði krossinn á Íslandi, Réttur barna á flótta, Samtökin 78, Samtök um kvennaathvarf, Siðmennt, Solaris hjálparsamtök, Stígamót, UNICEF á Íslandi, UN Women á Íslandi, W.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum uppruna, Þroskahjálp og ÖBÍ. Í yfirlýsingu samtakanna, sem var send á ráðherra ráðherra nokkurra ráðuneyta fyrir helgi, kemur fram að staðan á Gasa sé fordæmalaus og krefjist því fordæmalausra aðgerða. „Félagasamtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að bjarga einstaklingum úr bráðum háska sem sannarlega hafa fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi,“ segir enn fremur en hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild sinni hér að neðan. Félagasamtök hvetja stjórnvöld til þess að taka á móti fólki frá Gaza Undirrituð félagasamtök fagna því að um 100 einstaklingum á Gaza hafi verið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli laga um útlendinga og sameiningu fjölskyldna. Vegna þeirra fordæmalausu aðstæðna sem nú ríkja á Gaza, hvetja samtökin íslensk stjórnvöld til þess að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför þessa hóps frá Gaza til Íslands. Hópurinn samanstendur aðallega af konum og börnum í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þá hvetja undirrituð félagasamtök stjórnvöld til þess að taka til efnismeðferðar allar þær umsóknir palestínsks fólks sem nú liggja fyrir. Alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök hafa lýst ástandinu á Gaza sem fordæmalausu og fer staða fólks á svæðinu versnandi dag frá degi. Samkvæmt upplýsingum frá OCHA (Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum) hafa minnst 26.637 einstaklingar verið drepnir á Gaza og 65.387 manns særst frá upphafi átakanna þann 7. október. Meirihluti þeirra er konur og börn. Af þeim 36 sjúkrahúsum sem starfandi voru á Gaza fyrir 7. október eru nú aðeins 14 talin að hluta til starfhæf. Um 1,7 milljónir einstaklinga hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín sökum átakanna, það er um 75% íbúa Gaza. Samtökin Læknar án landamæra fullyrða að á Gaza sé nú engan öruggan stað að finna og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) telur Gaza hættulegasta stað í heimi til að vera barn. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að fæðuóöryggi á Gaza sé komið yfir í 5. fasa (e. catastrophic threshold) og segja líkur á hungursneyð aukast dag frá degi. Samkvæmt upplýsingum frá Barnahjálpinni eru öll börn á Gaza undir fimm ára aldri vannærð, en hægt er að koma í veg fyrir dauða þeirra fái hjálpargögn að berast óhindrað inn á svæðið. Staðan er grafalvarleg og þó að alþjóðasamfélagið og mannúðarsamtök hafi ítrekað kallað eftir tafarlausu vopnahléi og því að neyðargögn á borð við mat, vatn og lyf fái að berast óhindrað til Gaza, hafa ísraelsk stjórnvöld enn ekki orðið við þeim kröfum. Á meðan halda árásirnar áfram og staða fólks á Gaza versnar. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og örugglega við ákalli Sameinuðu þjóðanna í október um aukin framlög til neyðaraðstoðar á Gaza með 70 milljóna króna framlagi til UNRWA (Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna). Félagasamtökin telja ekki forsvaranlegt að frysta fjármagn til stofnunarinnar að svo stöddu og minna á mikilvægi lífsbjargandi mannúðaraðstoðar til almennra borgara sem enga aðild eiga að átökunum. Sem fyrr segir hafa stjórnvöld þegar samþykkt að veita 100 einstaklingum skjól á Íslandi, á grundvelli fjölskyldusameiningar. Stór hluti þeirra fengu umsókn sína samþykkta eftir að átökin hófust. Ísland hefur um langt skeið sýnt palestínsku þjóðinni samstöðu. Því ætti að fylgja eftir með áframhaldandi stuðningi við fólk sem býr við fordæmalaust ástand, rétt eins og íslensk stjórnvöld gerðu fyrir íbúa Afganistan þar sem vel var að verki staðið. Við biðlum nú til íslenskra stjórnvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja greiða leið þessa hóps frá Gaza til fjölskyldna sinna á Íslandi. Hver dagur sem líður á Gaza ógnar lífi þessara einstaklinga og því brýnt að hafa hraðar hendur. Það að Íslandi beri ekki lagaleg skylda til að aðstoða þennan hóp leysir Ísland ekki undan siðferðilegri skyldu til að aðstoða fólk í svo bráðri hættu. Hollensk yfirvöld hafa aðstoðað fjölda einstaklinga við að yfirgefa Gaza á grundvelli fjölskyldusameiningar[1] og Kanada er að vinna að því sama fyrir allt að eitt þúsund einstaklinga.[2] Ísland er lítið land með fáar sendiskrifstofur á erlendum vettvangi, en er ekki of lítið til að hafa áhrif. Valdhafar hafa fyrir hönd landsmanna, gert Ísland að málsvara mannréttinda og jafnréttis á alþjóðavettvangi. Samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu undirstrika íslensk stjórnvöld virðingu fyrir lýðræði, mannréttindum, fjölbreytileika, umburðarlyndi, réttlæti og samstöðu. Í sömu stefnu miðar Ísland einnig að því „að bjarga mannslífum og standa vörð um mannlega reisn.“ Nú er einstakt tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld að sýna í verki að alvara liggur að baki þessum orðum. Sú staða sem upp er komin á Gaza er fordæmalaus og krefst fordæmalausra aðgerða. Undirrituð hvetja íslensk stjórnvöld til að bjarga einstaklingum úr bráðum háska sem sannarlega hafa fengið viðurkenndan rétt sinn, frá íslenskum stjórnvöldum, til að sameinast fjölskyldum sínum á Íslandi. Með von um skjót viðbrögð. Íslandsdeild Amnesty InternationalBarnaheillBiskup ÍslandsFélag Sameinuðu þjóðanna á ÍslandiFTAGeðhjálpGETA-hjálparsamtökHjálparstarf kirkjunnarHjálpræðisherinn á ÍslandiKvenréttindafélag ÍslandsMannréttindaskrifstofa ÍslandsPrestar innflytjendaRauði krossinn á ÍslandiRéttur barna á flóttaSamtökin 78Samtök um kvennaathvarfSiðmenntSolaris hjálparsamtökStígamótUNICEF á ÍslandiUN Women á ÍslandiW.O.M.E.N Samtök kvenna af erlendum upprunaÞroskahjálpÖBÍ [1] Conflict in Israel and the Palestinian territories: updates from the Ministry of Foreign Affairs | Weblogs | Government.nl [2] Temporary resident pathway opens for Palestinian extended family in Gaza - Canada.ca
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira