„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. janúar 2024 13:01 Bjarni Benediktsson segir að gagnrýni á sig sem utanríkisráðherra hafi að mestu verið tilefnislaus. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira