„Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. janúar 2024 13:01 Bjarni Benediktsson segir að gagnrýni á sig sem utanríkisráðherra hafi að mestu verið tilefnislaus. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrst og fremst vera pólitíska yfirlýsingu. Hann hafi ekki viljað líta fram hjá alvarlegum ásökunum í garð stofnunarinnar. Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Aðspurður um gagnrýni sem hann hafi fengið á skömmum tíma sínum sem utanríkisráðherra segir hann hana fyrst og fremst hafa verið tilefnislausa og innihaldslausa að hans mati. „Mér er alveg sama þó ég sé umdeildur ef ég er ánægður með ákvarðanirnar sem ég er að taka. Þá truflar það mig ekki hvort ákvarðanirnar séu á einhverjum tímapunkti umdeildar.“ sagði Bjarni við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, og bætti við að hann teldi sjálfan sig hafa tekið góðar ákvarðanir í nýja ráðuneytinu. Varðandi greiðslurnar til Flóttamannaaðstoðarinnar segir Bjarni mikilvægt að fá fullnægjandi skýringar á þeim ásökunum sem koma hafa fram í garð hennar. Hann segir ekki valkost að líta hjá ásökununum. Hann bendir á að önnur ríki sem Ísland beri sig saman við hafi tekið sams konar ákvarðanir. Þingflokksformaður Vinstri grænna, Orri Páll Jóhannsson, sagði í gær að honum hefði þótt betra ef Bjarni hefði rætt frystinguna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. Aðspurður út í það sjónarmið segir Bjarni að ákvörðunin muni ekki hafa varanleg áhrif. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta stuðningi við stofnuna,“ segir hann og minnist á að greiðslurnar sem um ræðir hafi átt að berast eftir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Þá segir hann að það megi ekki gerast að dregið verði úr mannúðaraðstoð á svæðinu. Ef það kemur út úr rannsókninni að starfsmenn hafi gerst brotlegir mun þá Ísland draga úr styrk til þessarar stofnunar? „Það fer allt eftir því hvernig á því verður tekið og hvort að mönnum líði eins og komist hafi verið að rót vandans. Það er alls ekkert hægt að tjá sig um það núna. Það er svo margt á huldu um til dæmis eðli ásakannana.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Flóttamenn Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira