Tengifarþegar geta nú sjálfir bókað ferð með stuttri viðdvöl á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2024 10:41 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir það mikinn áfanga fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play býður nú tengifarþegum sínum að bóka sjálfir dvöl á Íslandi án aukakostnaðar þegar þeir fljúga á milli Norður Ameríku og Evrópu. Með nýju viðmóti á vef flugfélagsins geta farþegarnir sjálfir klárað slíka bókun og þar með dvalið á Íslandi í allt að tíu daga áður en þeir halda för sinni áfram yfir Atlantshafið. Icelandair hefur lengi boðið tengifarþegum upp á slíka viðdvöl á Íslandi, eða það sem hefur kallast „stopover“ á ensku. Í tilkynningu frá Play segir að félagið leggi mikið upp úr því að bjóða samkeppnishæf verð á sínum mörkuðum og með þessari þjónustu séu ferðamenn að fá að heimsækja tvö lönd án þess að greiða aukalega fyrir það í bókunarvél flugfélagsins. „Í Bandaríkjunum flýgur Play til Baltimore, Boston, New York og Washington DC en flugfélagið býður einnig upp á áætlunarferðir til Toronto í Kanada. Í Evrópu er flugfélagið með yfir 30 áfangastaði, þar á meðal gífurlega vinsæla borgaráfangastaði á borð við Kaupmannahöfn, London, París, Berlín og Amsterdam. Þar að auki býður Play upp á fjölda sólarlandaáfangastaða í Evrópu á borð við Alicante, Mallorca, Fuerteventura, Aþenu, Lissabon og nú nýjast, Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Þar er líka haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé gríðarlegur áfangi fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél Play sér að kostnaðarlausu. „Þetta eykur vöruúrvalið okkar og mun reynast okkur afar dýrmætt tól í samkeppni um verðmæta farþega á okkar mörkuðum. Það er ótvírætt hagræði fyrir farþega að velja Play ef þeir vilja komast yfir Atlantshafið og laðast um leið að því mikla aðdráttarafli sem Ísland hefur. Þessi nýja þjónusta á vef okkar auðveldar þeim ferlið til muna að bóka áningu á okkar fallega landi og mun auka hróður okkar flugfélagsins enn frekar á erlendri grundu,“ segir Birgir. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Icelandair hefur lengi boðið tengifarþegum upp á slíka viðdvöl á Íslandi, eða það sem hefur kallast „stopover“ á ensku. Í tilkynningu frá Play segir að félagið leggi mikið upp úr því að bjóða samkeppnishæf verð á sínum mörkuðum og með þessari þjónustu séu ferðamenn að fá að heimsækja tvö lönd án þess að greiða aukalega fyrir það í bókunarvél flugfélagsins. „Í Bandaríkjunum flýgur Play til Baltimore, Boston, New York og Washington DC en flugfélagið býður einnig upp á áætlunarferðir til Toronto í Kanada. Í Evrópu er flugfélagið með yfir 30 áfangastaði, þar á meðal gífurlega vinsæla borgaráfangastaði á borð við Kaupmannahöfn, London, París, Berlín og Amsterdam. Þar að auki býður Play upp á fjölda sólarlandaáfangastaða í Evrópu á borð við Alicante, Mallorca, Fuerteventura, Aþenu, Lissabon og nú nýjast, Split í Króatíu,“ segir í tilkynningunni. Þar er líka haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að það sé gríðarlegur áfangi fyrir félagið að nú geti tengifarþegar sjálfir bókað sér „stopover“ á Íslandi í bókunarvél Play sér að kostnaðarlausu. „Þetta eykur vöruúrvalið okkar og mun reynast okkur afar dýrmætt tól í samkeppni um verðmæta farþega á okkar mörkuðum. Það er ótvírætt hagræði fyrir farþega að velja Play ef þeir vilja komast yfir Atlantshafið og laðast um leið að því mikla aðdráttarafli sem Ísland hefur. Þessi nýja þjónusta á vef okkar auðveldar þeim ferlið til muna að bóka áningu á okkar fallega landi og mun auka hróður okkar flugfélagsins enn frekar á erlendri grundu,“ segir Birgir.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira