Innlent

Suðurlandsvegur hefur verið opnaður

Vésteinn Örn Pétursson og Samúel Karl Ólason skrifa
Tveir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann.
Tveir voru fluttir með þyrlu á Landspítalann. Vísir/Vilhelm

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir alvarlegt umferðarslys við Sólheimasand á Suðurlandsvegi í kvöld. 

Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu. Þyrlan lenti við spítalann um klukkan 21:20 í kvöld. Ásgeir gat ekki sagt til um líðan hinna slösuðu.

Slysið, sem var árekstur tveggja ökutækja, varð skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. 

Vegurinn var opnaður nú skömmu fyrir miðnætti.

Fréttin var uppfærð klukkan 23:53 eftir að tilkynnt var um að vegurinn hefði verið opnaður.


Tengdar fréttir

Alvarlegt slys á Suðurlandi

Alvarlegt umferðarslys varð við Sólheimasand á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Búið er að loka veginum og hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið send á vettvang, í mesta forgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×