Hærri líkur á slysum hjá ógeldum fressum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 13:18 Snæfríður Aþena, dýrahjúkrunarfræðingur á dýraspítalanum í Víðidal annast kisur og önnur dýr á spítalanum af mikilli alúð. Vísir/Einar Geldingar-og ófrjósemisaðgerðir katta hafa ýmsa heilsufarslega kosti, aðra en að sporna gegn offjölgun. Dýraspítalinn í Víðidal framlengdi tilboðsdaga á slíkum aðgerðum vegna gífurlegrar eftirspurnar. Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Vegna mikils fjölda heimilislausra katta í athvörfum landsins ákváðu forsvarsmenn Dýraspítalans í Víðidal að bjóða geldingar-og ófrjósemisaðgerðir á 30 prósent afslætti. Upphaflega áttu tilboðsdagarnir að standa yfir í tvo daga en vegna gífurlegrar eftirspurnar var ákveðið að framlengja tilboðið út janúar. Í fréttatíma Stöðvar 2 var fylgst með Nínu í ófrjósemisaðgerð. Eftir góðan undirbúning tók aðgerðin sjálf skamma stund, aðeins um fimm mínútur. „Allt gekk vel, hún fer heim með smá verkjalyf. Svo gengur vonandi allt vel áfram og við þurfum ekki að sjá hana aftur fyrr en í bólusetningum,“ segir Snæfríður Aþena Stefánsdóttir dýrahjúkrunarfræðingur. Aðgerðin sjálf tekur skamma stund, aðeins um fimm til tíu mínútur. Vísir/Einar Fyrir utan það markmið að sporna gegn offjölgun katta hafa aðgerðir sem þessar ýmsa heilsufarslega kosti. Hjá læðum er aukin hætta á legbólgu og júguræxlum séu þær ekki teknar úr sambandi. „Og með strákana, ef þeir eru ekki geldir eru hærri líkur á að verði fyrir slysi.” Þeir halda að þeir séu óstöðvandi. „Þeir taka meiri áhættu út af hormónunum og eru með stærri radíus í kringum heimilið. Þannig við erum líka að sporna gegn því að þeir verði fyrir bíl, týnist eða þess háttar.” Ef allt gengur að óskum eru kettir fljótir að jafna sig eftir geldingar-og ófrjósemisaðgerðir.Vísir/Einar Dýralæknar mæla því eindregið með því að kattaeigendur geldi ferfætlingana sína. „Það eru margir sem halda að þeir séu að gera kisunum greiða með því að „leyfa þeim að eignast kettlinga,“ en svo situr þú kannski uppi með fimm eða sex kettlinga, og svo þarf að finna heimili fyrir alla. Þannig það er í raun betra mál að reyna að sporna gegn þessari offjölgun í samfélaginu,” segir Snæfríður Aþena.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira