Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 13:43 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira