Lífskjarasamningarnir voru klúður Þórarinn Hjartarson skrifar 26. janúar 2024 15:00 Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar