Lífskjarasamningarnir voru klúður Þórarinn Hjartarson skrifar 26. janúar 2024 15:00 Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það var deginum ljósara þegar lífskjarasamningarnir voru undirritaðir að þeir myndu valda upplausn í kjarasamningagerð næstu árin á eftir. Það var einnig ljóst að þessir kjarasamningar myndu hafa slæm áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í dag er þetta að raungerast. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, hefur nú komið fram með þá athugasemd að hugtakið „þjóðarsátt“ lýsi ekki yfirstandandi kjaraviðræðum. Ástæðan er sú að ábatinn af því að sækja sér menntun hefur orðið umtalsvert minni undanfarin fimm ár. Þrátt fyrir að lífskjarasamningarnir hafi verið upphafið á ofangreindri þróun var viðbót síðustu kjarasamninga olía á eldinn. Í febrúar 2021, rúmum mánuði áður en að kjarasamningsviðbótin tók gildi, sendi undirritaður, sem trúnaðarmaður á vinnustað hjá Reykjavíkurborg, eftirfarandi fyrirspurn á Sonju Ýr Þórbergsdóttur, formann BSRB: „Það hefur verið yfirlýst stefna Reykjavíkurborgar að menntun sé metin til launa. [...] Því spyr ég eftirtalinna spurninga: 1) Er það í stefnu Reykjavíkurborgar að hvetja fólk til þess að mennta sig? 2) Verður hægt að mismuna þeim sem eru með menntun í framtíðinni? 3) Hvaða afstöðu tekur BSRB í þessu máli? 4) Ætlar BSRB að halda utan um hagsmuni fagmenntaðra? Nú þegar eru tveir starfsmenn á sambýlinu hér búnir að segjast muni líklega leita á önnur mið ef ekki verður úr bætt. Annar þeirra tjáði mér að "nú verður loksins auðveldara að hætta á [vinnustaður]". Mbk, Þórarinn“ Í svörum við fyrirspurninni sagði Sonja að það væri ekki samningsaðilanna að hafa áhyggjur af innleiðingunni heldur væri það yfirmanna hvers vinnustaðar að gæta jafnræðis í þeim aðgerðum. Þetta þótti undirrituðum einkennilegt þar sem að forstöðumenn stofnana eru ólíklegir til þess að hafa sérkunnáttu í kjarasamningsgerð. Undirritaður sendi því athugasemdir á fleiri forsvarsmenn stéttarfélaga sem komu að gerð kjarasamninganna. Þeim athugasemdum var mætt með óljósum afsökunum. Því greip undirritaður á það ráð að leggja fram tölfræðilegar forsendur í excel þar sem áhyggjurnar voru betur útskýrðar. Í kjölfarið hættu umræddir samningsaðilar að svara athugasemdunum að undanskyldum einum sem brást mjög illa við. Afleiðingar kjarasamningsins á laun kvenna og þeirra sem hafa menntun hefðu mátt vera samningsaðilum kunnar áður en samningarnir voru undirritaðir. Flest í lífskjarasamningunum var í raun vanhugsað. Auk vandamálsins sem lýst er hér að ofan má nefna styttingu vinnuvikunnar, sem var bæði illa skipulögð og virðist einvörðungu hafa náð til opinberra starfsmanna. Nýtt vaktafyrirkomulag olli einnig minni sveigjanleika og aukinni mætingarskyldu starfsmanna þvert á óskir flestra. Þetta hefur valdið því að illa skilgreind markmið hafa í raun leitt til umtalsvert verri stöðu. Hvati starfsmanna til þess að haldast í starfi hefur þar að auki minnkað en það var eitt af meginmarkmiðum samningsins. Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með forsvarsmönnum stéttarfélaga hins opinbera kvarta yfir afleiðingum kjarasamninga sem þau undirrituðu eftir að hafa verið vöruð við, ítrekað, að einmitt þetta myndi raungerast. En það má með vissu segja að sá hnútur sem kominn er upp í gerð kjarasamninga á opinberum markaði er sjálfskaparvíti. Og þar má einnig nefna aðkomu atvinnurekenda sem einnig hefðu mátt sjá þetta fyrir. Höfundur er með MPA í opinberri stjórnsýslu og trúnaðarmaður Sameykis, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun