„Fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2024 22:14 Viðar Örn bölvaði umferðinni í Reykjavík eftir leik Þórs og Hattar í Þorlákshöfn í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
„Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49