„Náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 25. janúar 2024 21:46 Benedikt í leik með Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar fóru heldur létt með Álftnesinga í kvöld þegar liðin mættust í fullri Ljónagryfju í 15.umferð Subway deild karla í kvöld. Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Njarðvíkingar lögðu Álftanes með 28 stiga mun 89-51 í furðulegum leik. Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat heldur ekki útskýrt hvað átti sér stað hér í kvöld. „Ég veit það ekki. Ég er náttúrulega bara ánægður að hafa unnið og náð innbyrðis á þá. Ég fer allavega hel sáttur héðan frá þessum leik en þetta var skrítinn leikur. Mér leið svona og þetta minnti mig á þegar maður er að mæta liði sem er nýbúið að vera bikarmeistari og kemur síðan eftir spennufall og maður vinnur þá auðveldlega bara út frá tímasetningu. Kannski eitthvað svoleiðis hjá Álftanesi, ég veit það ekki en þeir voru að tryggja sig í höllina í síðasta leik sem er frábært fyrir klúbbinn, risa skref fyrir Álftanes í körfuboltadeild og félag og hugsanlega hefur það eitthvað með það að gera að þeir eiga hérna hauskúpuleik því þeir voru ekki líkir sjálfum sér hérna í kvöld.“ Njarðvíkingar héldu gestunum í 51 stigi en Benedikt vildi þó ekki meina að Njarðvíkingar hefðu einhverja töfralausn. „Það er enginn galdur. Mér fannst strax í byrjun og ég sagði það hérna strax í upphafi að orkustigið okkar var miklu meira heldur en þeirra og ég veit að þið spyrjendur eruð orðnir þreyttir á þessu svari um að orkustigið var ekki nógu hátt og eitthvað svona en þetta skiptir öllu máli. Orkustigið okkar hérna í byrjun var miklu meira en þeirra og var bara þannig allan leikinn, á meðan þeir voru flatir þá vorum við á fullu og þannig náum við tökum á leiknum og byggjum upp góða forystu. Það svo bara skipti engu máli hver var inni hjá okkur, að voru allir að leggja í púkkið og vorum að spila vel saman sem lið, flott boltahreyfing, menn ekki að stoppa með boltann of lengi þannig bara hrós á mína stráka.“ Þrátt fyrir öruggan sigur þá lentu Njarðvíkingar í örlitlum villu vandræðum en Benedikt fannst leikurinn þó ekki vera mjög harður. „Alls ekki physical leikur en Chaz lendir í villu vandræðum snemma en það bara kom ekki að sök. Mario og Milka kannski komnir með fjórar hérna í lokin en þá skipti það engu máli og leikurinn var búin. Þetta hefði getað skipt máli með Chaz en þeir leysa, Veigar og Dwayne tóku þá bara við stýrinu og skiluðu fínu verki.“ Njarðvíkingar eru nú búnir að vinna fjóra leiki í röð en Benedikt vill þó ekki að menn fari fram úr sér þrátt fyrir það „Maður veit aldrei. Í fyrri umferðinni vorum við í öðru sæti lengi vel en svo töpum við tveimur í röð og vorum dottnir í sjöunda sætið og vorum þar um jólin. Þú veist aldrei hvar þú endar í töflunni og maður sér eiginlega aldrei stöðuna fyrr en daginn eftir, hún er aldrei kominn inn fyrr en daginn eftir þannig ég veit ekki hvar við verðum í töflunni núna en það er bara næsti leikur, það er Grindavík núna á úti í næstu viku og maður hugsar ekkert lengra en það.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira