Veðrið hefur leikið höfuðborgarbúa grátt í dag. Fór rafmagn til að mynda af og fólk festist í lyftum.
Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.
— María Björk (@baragrin) January 25, 2024
Það kom því lítið á óvart þegar ákveðið var að fresta leik Fram og Vals sem átti að fara fram á Framvellinum í Úlfarsárdal í Grafarholti.
Í tilkynningu frá heimaliðinu segir: „Leiknum verður frestað vegna veðurs. Nánari upplýsingar síðar.“
Liðin leika í B-riðli Reykjavíkurmótsins og eru með einn sigur eftir tvo leiki. Bæði lið hafa lagt Þrótt Reykjavík að velli en tapað fyrir KR sem er með fullt hús stiga og mætir Þrótti R. annað kvöld, föstudag.