Afhúðun EES-reglna – spurning um pólitíska forystu Ólafur Stephensen skrifar 25. janúar 2024 17:00 Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla, sem Margrét Einarsdóttir lagaprófessor hefur unnið fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og kynnt var í morgun, sýnir svo ekki verður um villzt að svokölluð gullhúðun EES-reglna er útbreitt vandamál í stjórnkerfinu. Gullhúðun felst í því að við samningu frumvarpa sem innleiða EES-reglur í íslenzkan rétt, er bætt við heimasmíðuðum reglum, sem yfirleitt eru íþyngjandi fyrir fólk og fyrirtæki. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður átti frumkvæðið að þessari vinnu. Margrét kemst að þeirri niðurstöðu að á málefnasviði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hafi EES-innleiðingarfrumvörp verið gullhúðuð í 40% tilvika á tímabilinu 2010-2022. Síðustu fjögur ár þessa tímabils var hlutfallið 50%. Með öðrum orðum var íþyngjandi reglum bætt ofan á EES-reglurnar í öðru hverju frumvarpi. Fjórþættar afleiðingar fyrir atvinnulífið Fyrir íslenzkt atvinnulíf býr þetta til fjórþættan vanda. Í fyrsta lagi búa fyrirtæki við flóknara, þyngra og dýrara regluverk en þau þyrftu að gera. Í öðru lagi er regluverkið iðulega meira íþyngjandi en í öðrum EES-ríkjum, sem skaðar hlutfallslega samkeppnisstöðu íslenzkra fyrirtækja. Í þriðja lagi eru frumvörp líklegri til að lenda í pólitísku þrasi ef þau innihalda ekki eingöngu ákvæði til innleiðingar EES-reglna. Þá tefst innleiðing reglnanna og þar með hallar á rétt fyrirtækja, sem eiga mikið undir því að sömu reglur gildi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í fjórða lagi grafa þessi vinnubrögð undan trausti á EES-samningnum, sem er mikilvægasti milliríkjasamningur sem Ísland hefur gert, út frá hagsmunum atvinnulífsins. Embættismenn fara ekki eftir reglunum Félag atvinnurekenda hefur látið gullhúðunartilhneigingu embættismanna til sín taka um árabil. Árið 2017 gerði utanríkisráðuneytið tillögu félagsins að sinni, um að innleiða EES-reglur þannig að þær yrðu minna íþyngjandi fyrir íslenska hagsmunaaðila. Komið yrði upp verklagi þar sem tilgreint yrði í greinargerðum með frumvörpum til innleiðingar EES-reglna hvaða ákvæði vörðuðu reglurnar beinlínis, hvaða ákvæði gengju lengra en þær kvæðu á um og þá af hvaða ástæðum og hvaða svigrúm væri til að haga innleiðingu þannig að hún verði minna íþyngjandi. Félagið benti stjórnvöldum einnig á að ein skilvirkasta leiðin til að laga „innleiðingarhallann“ svokallaða, þ.e. seinagang við innleiðingu EES-reglna, væri að hafa innleiðingarfrumvörpin hrein innleiðingarfrumvörp, þannig að öðrum reglum sem embættismönnum þættu sniðugar væri ekki hrært saman við þau. Báðar þessar áherzlur rötuðu inn í verklagsreglur um þinglega meðferð EES-mála sem voru endurskoðaðar 2018, svo og inn í reglur sem ríkisstjórnin hefur sett sjálfri sér um undirbúning stjórnarfrumvarpa, en þær voru síðast endurnýjaðar fyrir tæpu ári. Það voru að sjálfsögðu jákvæð skref og Margrét Einarsdóttir komst að því að eftir að fyrrnefndu reglurnar voru settar hefði hreinum innleiðingarfrumvörpum fjölgað. Vandamálið er ekki skortur á reglum, frekar að embættismenn fara oft og iðulega ekki eftir þeim. Margrét Einarsdóttir orðaði það þannig í kynningu skýrslunnar í morgun að oft væri erfitt að átta sig á því við lestur lagafrumvarpa að um gullhúðun Evrópureglna væri að ræða og rökstuðningurinn fyrir viðbótarreglunum væri iðulega takmarkaður. Gera þyrfti breytingar á verklagi sem gerðu að verkum að alþingismenn og hagsmunaaðilar væru upplýstir og ættu auðvelt með að átta sig á hvort verið væri að bæta við Evrópureglurnar. Ráðherrar bera ábyrgðina Þetta er gott og blessað, en það þarf að ganga lengra. Að stöðva gullhúðunina krefst pólitískrar forystu; að ráðherrar segi skýrt við starfsmenn í ráðuneytum sínum og undirstofnunum þeirra, sem koma að samningu innleiðingarfrumvarpa, að gullhúðun sé einfaldlega ekki í boði – og að ef ekki sé farið eftir reglunum hafi það afleiðingar. Svo virðist sem stjórnvöld séu nú loksins farin að hlusta á umkvartanir atvinnulífsins yfir því að embættismenn hafi fengið að ganga lausir og setja alls konar þarflausar reglur undir yfirskini EES-innleiðingar. FA fagnar sérstaklega yfirlýsingum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að hann hyggist „afhúða“ regluverk, þ.e. færa reglur, sem hafa verið settar, að upphaflegu EES-reglunum og afnema hinar séríslenzku viðbætur. Ráðherrann ætlar að byrja á reglum um umhverfismat, sem er fagnaðarefni enda eru þær orðnar alltof þungar í vöfum. Þá er ástæða til að fagna því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglna. Með öðrum orðum: Áform um breytt verklag eru góð, en ráðherrarnir mega ekki gleyma að embættismennirnir hafa fengið að ganga lausir á þeirra ábyrgð og í þeirra umboði. Það er þeirra að taka í taumana, stoppa gullhúðunina og leggja skýrar línur um að nú skuli einfalda alltof flókið regluverk. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun