Stefna að því að auka aðgengi að neyðarpillunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2024 09:51 Donald Tusk tók aftur við embætti forsætisráðherra Póllands í desember. Áður hafði hann gegnt stöðunni á árunum 2007 til 2014. Á árunum 2014 til 2019 var hann forseti leiðtogaráðs ESB. EPA Ný ríkisstjórn Póllands leitast nú við að vinda ofan af einhverjum þeim lagabreytingum sem fyrri stjórn hrinti í framkvæmd árið 2017 og sem varð til þess að einungis var hægt að nálgast svokallaðar neyðarpillur gegn ávísun læknis. Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla. Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Forsætisráðherrann Donald Tusk greindi frá því í gær að ríkisstjórn hans myndi nú vinna að því að auðvelda aðgengi að slíkum neyðarpillum, sem eru hormónalyf sem tekið er eftir samfarir til að koma í veg fyrir þungun. Hefur ríkisstjórnin Tusks nú samþykkt drög að frumvarpi sem lagt verði fyrir þingið og felur í sér að ekki þurfi lengur ávísun læknis til að nálgast lyfið. Tusk segir að samkvæmt frumvarpsdrögunum verði neyðarpillan aðgengileg fyrir allar konur, fimmtán ára og eldri. Vonast hann til að þingið samþykki frumvarpið og sömuleiðis að forsetinn staðfesti lögin. Forsetinn Andrzej Duda, sem er hliðhollur fyrrverandi stjórnarflokknum Lögum og rétti, getur beitt neitunarvaldi gegn öllum þeim lagabreytingum sem þingið samþykkir. Forsætisráðherrann segir að ríkisstjórn hans vinni sömuleiðis að því að slaka á löggjöfinni þegar kemur að þungunarrofi, en fyrri stjórn herti reglur verulega þegar kom að slíku. Þungunarrof er hitamál í Póllandi þar sem mikill meirihluti íbúa eru kaþólskur. Mikið hefur gustað í pólskum stjórnmálum bæði fyrir og eftir þingkosningar sem fram fóru í október. Duda náðaði fyrr í vikunni tvo fyrrverandi ráðherra sem höfðu áður verið sakfelldir fyrir valdníðslu og þá beitti forsetinn neitunarvaldi gegn frumvarpi stjórnarinnar sem fól í sér aukið fjármagn til ríkisfjölmiðla.
Pólland Tengdar fréttir Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Tusk og ráðherrar hans sóru embættiseið Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá. 13. desember 2023 09:03