Aðgengilegar og hlutlausar upplýsingar um orkumál á Íslandi: Leiðsögn um gagnasafn Orkustofnunar Björn Arnar Hauksson og Sigurður Ingi Friðleifsson skrifa 25. janúar 2024 08:00 Í ljósi nýlegrar umræðu um skort á yfirsýn yfir orkumál á Íslandi er mikilvægt að vekja athygli á aðgengilegum og hlutlausum upplýsingum á vef Orkustofnunar sem geta veitt innsýn í stöðu og þróun málaflokksins, bæði í sögulegu samhengi og með tilliti til framtíðarhorfa. Opinber tölfræði og upplýsingar frá Orkustofnun veita gagnsæja mynd sem getur reynst mikilvægur grunnur fyrir ákvarðanatöku. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu gögn og tölulegar upplýsingar sem Orkustofnun birtir fyrir raforku, jarðhita, orkuskipti og eldsneyti: Gagnvirkar myndir Frá forsíðu á heimasíðu Orkustofnunar eru fjölmargar gagnvirkar myndir um lykilstærðir í orkumálum aðgengilegar. Flokkarnir sem sýndir eru ná yfir raforku, orkuskipti og eldsneytisnotkun. Myndirnar eru aðgengilegar með því að smella á nánar við hvern flokk á forsíðunni eða á eftirfarandi tengla: Raforkuvinnsla Orkuskipti bifreiðaflotans Eldsneytisnotkun Tölfræði um framleiðslu og notkun raforku og orkuspár má einnig finna á síðunni og ættu áhugasamir að getað glöggvað sig á ýmsum þáttum með því að skoða talnaefni undanfarinna ára. Raforkuspá Raforkuspá Orkustofnunar birtir gögn um framleiðslu og notkun raforku á Íslandi brotið niður eftir helstu notkunarflokkum. Raforkuspá Orkustofnunar veitir tvíþættar upplýsingar: Annars vegar birtir hún raungögn um framleiðslu og notkun raforku frá árinu 1990 til samtímans. Hins vegar fylgja spár um framtíðarnotkun raforku. Þessar spár eru af tveimur gerðum, annars vegar „grunnspá“, sem er opinber spá um væntanlega almenna notkun, ásamt staðfestum áformum stórnotenda og aðgerðum í orkuskiptum; og hins vegar „háspá“, sem er sviðsmynd sem tekur mið af aukinni áherslu á orkuskipti og þróun í iðnaði. Þessar upplýsingar eru uppfærðar og birtar árlega. Hér má nálgast kynningu á nýjustu spá. Töluleg gögn úr nýjustu spá má nálgast undir „Raforkuspá Orkustofnunar 2022-50 talnagögn“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Orkuskiptalíkan Orkuskiptalíkan Orkustofnunar er gagnvirkt tól sem eykur gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um framtíðina sem er í mótun. Líkanið nær til orkuskipta jarðefnaeldsneytis yfir í nýja orkugjafa og hvaða áhrif það hefur á raforkuþörf. Um er að ræða öflugt tól sem hægt er að nýta í að kanna ýmsar sviðsmyndir í orkuskiptum með mismunandi forsendum. Raforkuvísar Mánaðarlegar tölur um raforkumarkað og myndir af þróun milli ára. Nýjustu útgáfu má nálgast á eftirfarandi slóð: Raforkuvísar Forsendur orkuspáa Forsendur orkuspáa, bæði raforkuspár og orkuskiptaspár, eru birtar á heimasíðu Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu forsendanna má nálgast þegar smellt er á „Almennar forsendur orkuspáa 2022“ undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Raforkunotkun Gögnin sem finna má undir heitinu Raforkunotkun veita ítarlegar upplýsingar um hvernig raforka er notuð í mismunandi landshlutum og eftir ýmsum notkunarflokkum, og þau fara dýpra í smáatriði en almenn raforkuspá. Þessi gögn eru uppfærð og birt árlega. Til að skoða nýjustu upplýsingarnar má finna útgáfuna „Raforkunotkun á Íslandi 2020-2022“ undir síðunni „Raforka“ og svo undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla Hægt er að finna upplýsingar um uppsett rafafl og raforkuframleiðslu í virkjunum á Íslandi í samnefndum kafla á heimasíðu Orkustofnunar um hverja virkjun á Íslandi ásamt grunni um virkjanir. Þessi gögn eru uppfærð árlega. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í virkjunum á Íslandi 2022“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi Í kaflanum Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegundum á Íslandi eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir eldsneytistegund. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi 1982-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi Í kaflanum „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi“ eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir notkunarflokkum/geirum. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi 1981-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu Jarðvarmi Í kaflanum Varmi eru birtar rauntölur um sögulega notkun jarðhita á Íslandi skipt eftir vinnslusvæðum, veitusvæðum og notkunarflokkum. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Varmi“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Í kaflanum Jarðvarmaspá er birt ítarleg umfjöllun og greining á stöðu jarðvarma með spá til lengri tíma. Nýjustu útgáfu má nálgast undir síðunni „Jarðvarmaspá“ undir „Útgáfa“ á heimasíðu Orkustofnunar. Borholur Orkustofnun birtir ítarleg gögn og greiningar um allar orku- og nytjavatnsborholur á Íslandi. Borholugögnin eru eitt mest notaða orkugagnasafn Íslands. Gögnin eru mjög mikilvæg við leit að jarðhita eins og dæmin hafa margsýnt. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á síðu borholuskrár og í gegnum kortasjá Orkustofnunar. Kortasjá Orkustofnun birtir margvísleg gögn á kortasjá stofnunarinnar sem er mjög mikið notuð af fagfólki og almenningi. Þyrpingar jarðhita á yfirborði er dæmi um þjóðhagslega mikilvæg gögn í kortasjánni. Lykilgögn eru skráð fyrir hverja þyrpingu jarðhita samkvæmt umfangsmikilli heimildarvinnu með nýrri aðferðarfræði sem mun einnig nýtast fyrir grunnvatn. Frumorkunotkun Í kaflanum Frumorkunotkun eru birtar rauntölur um sögulega notkun orku á Íslandi skipt eftir tegundum frá árinu 2040. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Fleiri gögn og greiningar má finna á vef Orkustofnunar. Sérfræðingar, stjórnmálamenn, fyrirtæki eða almenningur eru hvattir til að nýta sér þessar upplýsingar Orkustofnunar. Ef þörf er á frekari upplýsingum eða sértækri fræðslu um raforkunotkun og orkumál á Íslandi, eru hagaðilar hvattir til að hafa beint samband við Orkustofnun. Með opinni og virkri samvinnu og samtali getum við öll lagt okkar af mörkum til að skilja betur og vinna að orkumálum fyrir framtíðina. Höfundar eru sviðstjóri orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar og deildarstjóri gagna og greininga hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Bensín og olía Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í ljósi nýlegrar umræðu um skort á yfirsýn yfir orkumál á Íslandi er mikilvægt að vekja athygli á aðgengilegum og hlutlausum upplýsingum á vef Orkustofnunar sem geta veitt innsýn í stöðu og þróun málaflokksins, bæði í sögulegu samhengi og með tilliti til framtíðarhorfa. Opinber tölfræði og upplýsingar frá Orkustofnun veita gagnsæja mynd sem getur reynst mikilvægur grunnur fyrir ákvarðanatöku. Hér að neðan er yfirlit yfir helstu gögn og tölulegar upplýsingar sem Orkustofnun birtir fyrir raforku, jarðhita, orkuskipti og eldsneyti: Gagnvirkar myndir Frá forsíðu á heimasíðu Orkustofnunar eru fjölmargar gagnvirkar myndir um lykilstærðir í orkumálum aðgengilegar. Flokkarnir sem sýndir eru ná yfir raforku, orkuskipti og eldsneytisnotkun. Myndirnar eru aðgengilegar með því að smella á nánar við hvern flokk á forsíðunni eða á eftirfarandi tengla: Raforkuvinnsla Orkuskipti bifreiðaflotans Eldsneytisnotkun Tölfræði um framleiðslu og notkun raforku og orkuspár má einnig finna á síðunni og ættu áhugasamir að getað glöggvað sig á ýmsum þáttum með því að skoða talnaefni undanfarinna ára. Raforkuspá Raforkuspá Orkustofnunar birtir gögn um framleiðslu og notkun raforku á Íslandi brotið niður eftir helstu notkunarflokkum. Raforkuspá Orkustofnunar veitir tvíþættar upplýsingar: Annars vegar birtir hún raungögn um framleiðslu og notkun raforku frá árinu 1990 til samtímans. Hins vegar fylgja spár um framtíðarnotkun raforku. Þessar spár eru af tveimur gerðum, annars vegar „grunnspá“, sem er opinber spá um væntanlega almenna notkun, ásamt staðfestum áformum stórnotenda og aðgerðum í orkuskiptum; og hins vegar „háspá“, sem er sviðsmynd sem tekur mið af aukinni áherslu á orkuskipti og þróun í iðnaði. Þessar upplýsingar eru uppfærðar og birtar árlega. Hér má nálgast kynningu á nýjustu spá. Töluleg gögn úr nýjustu spá má nálgast undir „Raforkuspá Orkustofnunar 2022-50 talnagögn“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Orkuskiptalíkan Orkuskiptalíkan Orkustofnunar er gagnvirkt tól sem eykur gagnsæi og aðgengi að upplýsingum um framtíðina sem er í mótun. Líkanið nær til orkuskipta jarðefnaeldsneytis yfir í nýja orkugjafa og hvaða áhrif það hefur á raforkuþörf. Um er að ræða öflugt tól sem hægt er að nýta í að kanna ýmsar sviðsmyndir í orkuskiptum með mismunandi forsendum. Raforkuvísar Mánaðarlegar tölur um raforkumarkað og myndir af þróun milli ára. Nýjustu útgáfu má nálgast á eftirfarandi slóð: Raforkuvísar Forsendur orkuspáa Forsendur orkuspáa, bæði raforkuspár og orkuskiptaspár, eru birtar á heimasíðu Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu forsendanna má nálgast þegar smellt er á „Almennar forsendur orkuspáa 2022“ undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Raforkunotkun Gögnin sem finna má undir heitinu Raforkunotkun veita ítarlegar upplýsingar um hvernig raforka er notuð í mismunandi landshlutum og eftir ýmsum notkunarflokkum, og þau fara dýpra í smáatriði en almenn raforkuspá. Þessi gögn eru uppfærð og birt árlega. Til að skoða nýjustu upplýsingarnar má finna útgáfuna „Raforkunotkun á Íslandi 2020-2022“ undir síðunni „Raforka“ og svo undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla Hægt er að finna upplýsingar um uppsett rafafl og raforkuframleiðslu í virkjunum á Íslandi í samnefndum kafla á heimasíðu Orkustofnunar um hverja virkjun á Íslandi ásamt grunni um virkjanir. Þessi gögn eru uppfærð árlega. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Uppsett rafafl og raforkuframleiðsla í virkjunum á Íslandi 2022“ undir síðunni „Raforka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi Í kaflanum Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegundum á Íslandi eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir eldsneytistegund. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun eldsneytissölu eftir eldsneytistegund á Íslandi 1982-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi Í kaflanum „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi“ eru birtar rauntölur um sögulega sölu á eldsneyti á Íslandi eftir notkunarflokkum/geirum. Gögnin eru uppfærð árlega. Spá um vænta eldsneytisþörf kemur fram í Orkuskiptalíkani Orkustofnunar. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir „Þróun á olíusölu eftir geirum á Íslandi 1981-2022“ undir síðunni „Eldsneyti“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Þróun á olíusölu Jarðvarmi Í kaflanum Varmi eru birtar rauntölur um sögulega notkun jarðhita á Íslandi skipt eftir vinnslusvæðum, veitusvæðum og notkunarflokkum. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Varmi“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Í kaflanum Jarðvarmaspá er birt ítarleg umfjöllun og greining á stöðu jarðvarma með spá til lengri tíma. Nýjustu útgáfu má nálgast undir síðunni „Jarðvarmaspá“ undir „Útgáfa“ á heimasíðu Orkustofnunar. Borholur Orkustofnun birtir ítarleg gögn og greiningar um allar orku- og nytjavatnsborholur á Íslandi. Borholugögnin eru eitt mest notaða orkugagnasafn Íslands. Gögnin eru mjög mikilvæg við leit að jarðhita eins og dæmin hafa margsýnt. Upplýsingarnar eru aðgengilegar á síðu borholuskrár og í gegnum kortasjá Orkustofnunar. Kortasjá Orkustofnun birtir margvísleg gögn á kortasjá stofnunarinnar sem er mjög mikið notuð af fagfólki og almenningi. Þyrpingar jarðhita á yfirborði er dæmi um þjóðhagslega mikilvæg gögn í kortasjánni. Lykilgögn eru skráð fyrir hverja þyrpingu jarðhita samkvæmt umfangsmikilli heimildarvinnu með nýrri aðferðarfræði sem mun einnig nýtast fyrir grunnvatn. Frumorkunotkun Í kaflanum Frumorkunotkun eru birtar rauntölur um sögulega notkun orku á Íslandi skipt eftir tegundum frá árinu 2040. Nýjustu útgáfu gagnanna má nálgast undir síðunni „Orka“ undir „Talnaefni“ á heimasíðu Orkustofnunar. Fleiri gögn og greiningar má finna á vef Orkustofnunar. Sérfræðingar, stjórnmálamenn, fyrirtæki eða almenningur eru hvattir til að nýta sér þessar upplýsingar Orkustofnunar. Ef þörf er á frekari upplýsingum eða sértækri fræðslu um raforkunotkun og orkumál á Íslandi, eru hagaðilar hvattir til að hafa beint samband við Orkustofnun. Með opinni og virkri samvinnu og samtali getum við öll lagt okkar af mörkum til að skilja betur og vinna að orkumálum fyrir framtíðina. Höfundar eru sviðstjóri orkuskipta, loftslagsmála og nýsköpunar og deildarstjóri gagna og greininga hjá Orkustofnun.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar