Fyrr í dag gaf veðurstofan út spá um sunnanstorm og varasömu ferðaveðri. Þá var fólk hvatt til að ganga frá lausamunum.
Seinni partinn í dag var gefin út appelsínugul viðvörun á Norðaustur- og Austurlandi.
Vegna veðursins verður talsvert rask á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli.
Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir veðrið munu ganga tiltölulega fljótt yfir. Snemma í fyrramálið muni draga úr veðrinu vestan til.
Eftir hádegi á morgun fari versta veðrið fyrir austan síðan að ganga niður.
