Ákærður fyrir að gabba lögreglu: „Höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 20:47 Sprengjuhótuninni var meðal annars beint að ráðhúsi Reykjanesbæjar. Vísir/Þorgils Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, með því að senda falska sprengjuhótun á stofnanir Reykjanesbæjar. Meðal stofnanna voru nokkrir leikskólar og ráðhús bæjarins var rýmt vegna hótananna. Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22