Elstur til að verma efsta sæti heimslistans Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Rohan Bopanna er 43 ára gamall og á að baki fimm meistaramótstitla. Hann þakkar jóga fyrir langlífið í tennis. Mark Brake/Getty Images Hinn 43 ára gamli Indverji, Rohan Bopanna, verður á mánudag sá elsti í sögunni til að sitja í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik í tennis. Þetta er í fyrsta sinn á 21 árs atvinnumannaferli sem Bopanna kemst í efsta sætið. Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári. Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári.
Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira