Fundu lungnaorm í innfluttum hundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:35 Lungnaormur greindist í innfluttum hundi frá Svíþjóð. Tegund hundsins er ekki tilgreind í tilkynningu frá MAST og tengist hundurinn á myndinni fréttinni ekkert. Getty Lungnaormur greindist í sýni úr hundi sem fluttur var til landsins frá Svíþjóð á síðasta ári. Engin snýkjudýr greindust í hundinum sem tekin voru á meðan hann var í einangrun. Ormurinn virðist ekki hafa smitast í önnur dýr á heimilinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“ Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun og segir þar að umræddur ormur, sem nefnist Crenosoma vulpis, finnist oftast í refum og kallist sníkjudýrið því iðulega „lungnaormur refsins“. Þessi tegund lungnaorms hafi aldrei áður fundist hér á landi. Fram kemur í tilkynningunni að hundurinn hafi verið fluttur til landsins fyrir ári síðan og ekkert fundist við sýnatökur þá. „Síðsumars fór að bera á hósta hjá hundinum sem ekki batnaði þrátt fyrir ýmiskonar meðhöndlun gegn bólgum og bakteríusýkingum. Í byrjun árs var þá tekið barkaskol á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir strok og ræktun og var sýnið sent á rannsóknarstofu erlendis. Niðurstaðan bent til lungnaorms en tegund var ekki greind,“ segir í tilkynningunni. Sniglar millihýslar ormsins Við það hafi MAST beint því til eigandans að halda hundinum í heimaeinangrun. Saursýni hafi verið tekin úr hundinum og öðrum hundum á heimilinu og þau send til rannsóknar að Keldum. Sérfræðingar þar hafi greint tegund ormsins en hann hafi aðeins fundist í sýni þessa hunds. „Þessi tegund lungnaorms hefur aldrei greinst áður á Íslandi, hvorki í hundum í einangrun né í hundum eða öðrum dýrum hér á landi. Meðhöndlun hófst um leið og niðurstaða greiningar lá fyrir og voru allir hundar heimilisins meðhöndlaðir til öryggis. Hundunum verður haldið í heimaeinangrun þangað til meðhöndlun er lokið og lirfur finnast ekki lengur í saursýnum.“ Fram kemur hjá MAST að þessi tegund lungnaorms finnist víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Í fyrra hafi hann greinst í fyrsta sinn í Afríkuríki og nú í fyrsta sinn á Íslandi. Ormurinn sýki bæði refi og hunda og sé víða landlægur í rauðrefum. Millihýslar ormsins eru sniglar af hvaða tegund sem er. „Talið er að smit berist í hunda þegar þeir éta smitaða snigla, eða slím frá sniglum en smit getur ekki borist beint frá hundi til hunds. Fólki stafar ekki hætta af lungnaorminum.“
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent