Innherji

Gætu fengið yfir fimm­tán milljarða fyrir þriðjungs­hlut í Ljós­leiðaranum

Hörður Ægisson skrifar
Áætlanir hafa gert ráð fyrir að hægt verði að ljúka lokuðu útboði á þriðjungshlut í Ljósleiðaranum, beint að tilteknum langtímafjárfestum sem „tengjast almannahagsmunum“ og eins aðilum með sérhæfða reynslu og þekkingu, á fyrri hluta ársins 2024.
Áætlanir hafa gert ráð fyrir að hægt verði að ljúka lokuðu útboði á þriðjungshlut í Ljósleiðaranum, beint að tilteknum langtímafjárfestum sem „tengjast almannahagsmunum“ og eins aðilum með sérhæfða reynslu og þekkingu, á fyrri hluta ársins 2024.

Væntingar eru um að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, geti verið verðlagður á nálægt fimmtíu milljarða króna í áformuðu hlutafjárútboði félagsins síðar á árinu þar sem til stendur að sækja aukið hlutafé með sölu á þriðjungshlut til nýrra fjárfesta. Mögulegur áhugi lífeyrissjóða veltur meðal annars á því að það takist að fá inn sérhæfða fjárfestingarsjóði að útboðinu.


Tengdar fréttir

Áforma að bjóða fjárfestum að kaupa allt að 40 prósenta hlut í Ljósleiðaranum

Stjórn Ljósleiðarans, sem er alfarið í eigu Orkuveitu Reykjavíkur (OR), hefur samþykkt að auka hlutafé félagsins þar sem stefnt er að því að selja hina nýju hluti til utanaðkomandi fjárfesta. Gert er ráð fyrir að eignarhlutur Orkuveitunnar verði ekki minni en 60 prósent að loknu hlutafjárútboðinu.

Aðal­at­riðið að „flýta sér hægt“ þegar kemur að eignar­haldi Ljós­leiðarans

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs, segir að hún sé „í prinsippinu“ fylgjandi því að skoða breytingar á eignarhaldi opinberra fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Slíkar breytingar taki þó tíma og hugmyndir um breytt eignarhald á Ljósleiðaranum hafi ekki enn komið formlega á borð Reykjavíkurborgar.

Ekki hlutverk eftirlitsins að vernda Ljósleiðarann, segir Ardian

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian og Síminn telja ljóst af umsögn Ljósleiðarans um söluna á Mílu að innviðafyrirtækið, sem er í opinberri eigu, vilji atbeina Samkeppniseftirlitsins til þess að takmarka samkeppni og verja „markaðsráðandi stöðu sína“. Þetta kemur ítrekað fram í athugasemdum fyrirtækjanna tveggja um umsögn Ljósleiðarans.

Ljósleiðarinn segir fjárfestum að langur afskriftartími eigi fullan rétt á sér

Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, telur ekkert óeðlilegt við það að ljósleiðarakerfi fyrirtækisins sé afskrifað á 46 árum sem er nokkuð lengri afskriftartími en gengur og gerist hjá sambærilegum innviðafyrirtækjum. Í fjárfestakynningu fyrir skuldabréfaútboð bendir Ljósleiðarinn meðal annars á að rörakerfið, sem er stærsti kostnaðarliðurinn við lagningu ljósleiðara, geti nýst í meira en 50 ár.

Síminn segir merki um að Ljósleiðarinn fegri afkomuna

Síminn heldur því fram að stöðugar breytingar á afskriftartíma í bókhaldi Ljósleiðarans beri þess merki að verið sé að „fegra“ rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins. Ef afskriftartíminn væri nær því sem þekkist hjá sambærilegum fyrirtækjum á Íslandi og Norðurlöndunum væri „ólíklegt“ að Ljósleiðarinn myndi skila eiganda sínum, Orkuveitu Reykjavíkur, fjármunum á næstu áratugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×