Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Keflavík 79-77 | Valskonur stöðvuðu Keflavíkurmulningsvélina Siggeir Ævarsson skrifar 24. janúar 2024 23:24 Valskonur fagna sigurkörfu Téu Adams Vísir/Hulda Margrét Valskonur sýndu ótrúlegan karakter og færðu Keflavíkurkonum sinn annan ósigur í vetur í dramatískum leik. Téa Adams skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir. Heimakonur mættu afar ákveðnar til leiks. Þær skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og virtust gestirnir ekki hafa reiknað með slíkri mótspyrnu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Keflvíkingar voru einfaldlega langt frá sínu besta og náðu ekki upp neinum takti í sínum sóknarleik í fyrri hálfleik. Sara Rún Hinriksdóttir mun eflaust nýtast Keflvíkingum vel en hún komst aldrei almennilega í takt við leikinn í kvöldVísir/Hulda Margrét Valskonur gerðu sig á sama tíma sekar um nokkur klaufaleg mistök í sínum sóknarleik en Keflvíkingar náðu ekki að ganga á lagið og voru ekki að refsa heimakonum fyrir þessi mistök. Heimakonur leiddu í hálfleik, 41-35, og leikurinn nokkurn veginn í járnum. Gestirnir úr Keflavík áttu klárlega mikið inni og sýndu í þriðja leikhluta af hverju þær voru bara búnar að tapa einum leik í deildinni. Birna Benónýsdóttir tók leikinn einfaldlega yfir en hún skoraði 13 af 26 stigum Keflavíkur í leikhlutanum meðan Valur skoraði aðeins 15 stig. Margir héldu eflaust að Valskonur myndu leggja árar í bát en þær voru hvergi nærri hættar og fjórði leikhlutinn varð æsispennandi. Birna kom Keflavík fjórum stigum yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir, 69-73, en megnið af stigunum eftir það kom af vítalínunni. Brooklyn Pannell var drjúg fyrir Val í kvöldVísir/Hulda Margrét Þar fóru heimakonur reyndar illa af ráði sínu, en liðið brenndi af ellefu vítum í leiknum meðan Keflavík setti niður 19 af 21. Þessi 57 prósent hefði hæglega getað kostað Valskonur sigurinn en Ásta Júlía Grímsdóttir jafnaði leikinn í 77-77 þegar hún setti eitt víti af tveimur og tæp mínúta eftir. Keflvíkingar fengu tvö gullin tækifæri til að komast yfir. Fyrst brenndi Elisa Pinzan af galopnu færi undir körfunni og steig síðan út af eftir sóknarfrást. Birna Benónýsdóttir, sem átti frábæran leik, brenndi svo af skoti með 17 sekúndur á klukkunni. Birna Benónýsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir tókust oft hart á í kvöldVísir/Hulda Margrét Téa Adams greip frákastið, keyrði upp völlinn, leyfði klukkunni að rúlla og keyrði svo á körfuna þar sem hún hlóð í svakaleg tilþrif. Dripplaði boltanum aftur fyrir bak í miðri þvögunni í teignum og lagði boltann svo ofan í með 0,7 sekúndur á klukkunni. Keflvíkingar tóku leikhlé en tókst ekki að grípa boltann eftir innkastið og Valskonur gátu leyft sér að fagna ógurlega í leikslok. Af hverju vann Valur? Valskonur skildu allt eftir á gólfinu í kvöld eins og þeir segja. Þetta var ekki fullkominn leikur út frá tæknilegu sjónarhorni og þær gerðu allskonar mistök, en þær hættu aldrei að berjast og gáfust ekki upp þrátt fyrir að staðan liti ekki vel út í 3. leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær í liði Vals, skoraði 23 stig og tók 16 fráköst. Brooklyn Pannell skoraði 18 og þá var Téa Adams hetjan í lokin. Hún skoraði 15 stig og stýrði leik liðsins á löngum köflum og opnaði vel á aðra leikmenn. Téa Adams fær óblíðar móttökur frá Söru RúnVísir/Hulda Margrét Hjá Keflavík var Birna Benónýsdóttir í ákveðnum sérflokki. 23 stig og sex fráköst. Þá var hún 4/7 í þristum. Daniela Wallen kom næst með 14 stig og níu fráköst. Daniela Wallen hefur oft látið meira að sér kveða en í kvöldVísir/Hulda Margrét Atvikið sem réð úrslitum? Undir lok leiksins sótti Daniela Wallen á körfuna og Téa Adams, sem var á fjórum villum, virtist brjóta á henni. Villan var þó dæmd á Þórdísi Kristjánsdóttur, sem þýddi að Adams gat klárað leikinn og endaði svo á að skora sigurkörfuna. Hvað gerist næst? Valskonur halda til Njarðvíkur miðvikudaginn 31. janúar en Keflavík tekur á móti Þór frá Akureyri kvöldið áður. Sverrir Þór: „Hittum við illa og vorum bara svolítið frá okkar besta“ Sverrir Þór Sverrisson og Elentínus Margeirsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sagði að hans konur hefðu einfaldlega ekki hitt á góðan dag að þessu sinni. „Við vorum bara ekki að spila nógu vel. Komum af ágætis krafti í byrjun seinni hálfleiks. Vörnin miklu betri og við hittum aðeins betur. En svona heilt yfir í leiknum hittum við illa og vorum bara svolítið frá okkar besta.“ Það var eins og Keflavíkurliðið kæmist aldrei í takt í leiknum nema í 3. leikhluta. Sverrir hrósaði Valskonum fyrir það hvernig þær lögðu upp leikinn og það hefði skilað árangri. „Valur gerði bara vel. Það gekk fullt upp sem Valur var að reyna á móti okkur. Þær gerðu vel og við vorum ekki á okkar besta degi. Það nægði ekki þó við hefðum verið í hörkuleik hérna og oft á tíðum fannst manni að við værum nánast með þetta en svo skorum við ekki og þær setja síðustu körfuna. En þetta er bara svona, það er alltaf skemmtilegri að vinna en við þurfum bara að taka þessu tapi og gíra okkur vel upp í leikinn á móti Þór á þriðjudaginn.“ Sverrir vildi ekki skrifa þessa frammistöðu á vanmat eða værukærð. „Ég held ekki. Nokkrar af þessum stelpum eru með stelpum hjá mér í landsliðinu og þær eru með tvo erlenda leikmenn sem skiluðu fínu verki fyrir þær hérna í dag. Valur er eins og ég sagði hérna fyrir leikinn, þetta er miklu betra lið en þær hafa sýnt í vetur og eiga mikið inni.“ „Vanmat? Maður veit það náttúrulega aldrei. Maður reynir náttúrulega alltaf að undirbúa liðið sitt þannig að bera virðingu fyrir andstæðingnum, sama hvar þeir eru á töflunni. Ég held ekki, við bara vorum ekki alveg á okkar besta degi.“ Keflvíkingar hafa verið nánast óstöðvandi í vetur en þetta var aðeins annar tapleikur liðsins í deildinni. Sverrir sagðist þó ekki halda að hans konur hefðu haldið fyrir leikinn að þær væru einfaldlega ósigrandi. „Ef þær hafa haldið það þá vona ég að þetta verði til þess því það er ekkert lið sem er svoleiðis. Þegar þú ert að vinna og vinna þá langar hinum liðunum ennþá meira að vinna þig. Við töpuðum þessum leik og þurfum bara að fara yfir það sem fór úrskeiðis og mæta klárar í næsta leik.“ Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Valskonur sýndu ótrúlegan karakter og færðu Keflavíkurkonum sinn annan ósigur í vetur í dramatískum leik. Téa Adams skoraði sigurkörfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir. Heimakonur mættu afar ákveðnar til leiks. Þær skoruðu fyrstu fimm stig leiksins og virtust gestirnir ekki hafa reiknað með slíkri mótspyrnu. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Keflvíkingar voru einfaldlega langt frá sínu besta og náðu ekki upp neinum takti í sínum sóknarleik í fyrri hálfleik. Sara Rún Hinriksdóttir mun eflaust nýtast Keflvíkingum vel en hún komst aldrei almennilega í takt við leikinn í kvöldVísir/Hulda Margrét Valskonur gerðu sig á sama tíma sekar um nokkur klaufaleg mistök í sínum sóknarleik en Keflvíkingar náðu ekki að ganga á lagið og voru ekki að refsa heimakonum fyrir þessi mistök. Heimakonur leiddu í hálfleik, 41-35, og leikurinn nokkurn veginn í járnum. Gestirnir úr Keflavík áttu klárlega mikið inni og sýndu í þriðja leikhluta af hverju þær voru bara búnar að tapa einum leik í deildinni. Birna Benónýsdóttir tók leikinn einfaldlega yfir en hún skoraði 13 af 26 stigum Keflavíkur í leikhlutanum meðan Valur skoraði aðeins 15 stig. Margir héldu eflaust að Valskonur myndu leggja árar í bát en þær voru hvergi nærri hættar og fjórði leikhlutinn varð æsispennandi. Birna kom Keflavík fjórum stigum yfir þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir, 69-73, en megnið af stigunum eftir það kom af vítalínunni. Brooklyn Pannell var drjúg fyrir Val í kvöldVísir/Hulda Margrét Þar fóru heimakonur reyndar illa af ráði sínu, en liðið brenndi af ellefu vítum í leiknum meðan Keflavík setti niður 19 af 21. Þessi 57 prósent hefði hæglega getað kostað Valskonur sigurinn en Ásta Júlía Grímsdóttir jafnaði leikinn í 77-77 þegar hún setti eitt víti af tveimur og tæp mínúta eftir. Keflvíkingar fengu tvö gullin tækifæri til að komast yfir. Fyrst brenndi Elisa Pinzan af galopnu færi undir körfunni og steig síðan út af eftir sóknarfrást. Birna Benónýsdóttir, sem átti frábæran leik, brenndi svo af skoti með 17 sekúndur á klukkunni. Birna Benónýsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir tókust oft hart á í kvöldVísir/Hulda Margrét Téa Adams greip frákastið, keyrði upp völlinn, leyfði klukkunni að rúlla og keyrði svo á körfuna þar sem hún hlóð í svakaleg tilþrif. Dripplaði boltanum aftur fyrir bak í miðri þvögunni í teignum og lagði boltann svo ofan í með 0,7 sekúndur á klukkunni. Keflvíkingar tóku leikhlé en tókst ekki að grípa boltann eftir innkastið og Valskonur gátu leyft sér að fagna ógurlega í leikslok. Af hverju vann Valur? Valskonur skildu allt eftir á gólfinu í kvöld eins og þeir segja. Þetta var ekki fullkominn leikur út frá tæknilegu sjónarhorni og þær gerðu allskonar mistök, en þær hættu aldrei að berjast og gáfust ekki upp þrátt fyrir að staðan liti ekki vel út í 3. leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Ásta Júlía Grímsdóttir var frábær í liði Vals, skoraði 23 stig og tók 16 fráköst. Brooklyn Pannell skoraði 18 og þá var Téa Adams hetjan í lokin. Hún skoraði 15 stig og stýrði leik liðsins á löngum köflum og opnaði vel á aðra leikmenn. Téa Adams fær óblíðar móttökur frá Söru RúnVísir/Hulda Margrét Hjá Keflavík var Birna Benónýsdóttir í ákveðnum sérflokki. 23 stig og sex fráköst. Þá var hún 4/7 í þristum. Daniela Wallen kom næst með 14 stig og níu fráköst. Daniela Wallen hefur oft látið meira að sér kveða en í kvöldVísir/Hulda Margrét Atvikið sem réð úrslitum? Undir lok leiksins sótti Daniela Wallen á körfuna og Téa Adams, sem var á fjórum villum, virtist brjóta á henni. Villan var þó dæmd á Þórdísi Kristjánsdóttur, sem þýddi að Adams gat klárað leikinn og endaði svo á að skora sigurkörfuna. Hvað gerist næst? Valskonur halda til Njarðvíkur miðvikudaginn 31. janúar en Keflavík tekur á móti Þór frá Akureyri kvöldið áður. Sverrir Þór: „Hittum við illa og vorum bara svolítið frá okkar besta“ Sverrir Þór Sverrisson og Elentínus Margeirsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sagði að hans konur hefðu einfaldlega ekki hitt á góðan dag að þessu sinni. „Við vorum bara ekki að spila nógu vel. Komum af ágætis krafti í byrjun seinni hálfleiks. Vörnin miklu betri og við hittum aðeins betur. En svona heilt yfir í leiknum hittum við illa og vorum bara svolítið frá okkar besta.“ Það var eins og Keflavíkurliðið kæmist aldrei í takt í leiknum nema í 3. leikhluta. Sverrir hrósaði Valskonum fyrir það hvernig þær lögðu upp leikinn og það hefði skilað árangri. „Valur gerði bara vel. Það gekk fullt upp sem Valur var að reyna á móti okkur. Þær gerðu vel og við vorum ekki á okkar besta degi. Það nægði ekki þó við hefðum verið í hörkuleik hérna og oft á tíðum fannst manni að við værum nánast með þetta en svo skorum við ekki og þær setja síðustu körfuna. En þetta er bara svona, það er alltaf skemmtilegri að vinna en við þurfum bara að taka þessu tapi og gíra okkur vel upp í leikinn á móti Þór á þriðjudaginn.“ Sverrir vildi ekki skrifa þessa frammistöðu á vanmat eða værukærð. „Ég held ekki. Nokkrar af þessum stelpum eru með stelpum hjá mér í landsliðinu og þær eru með tvo erlenda leikmenn sem skiluðu fínu verki fyrir þær hérna í dag. Valur er eins og ég sagði hérna fyrir leikinn, þetta er miklu betra lið en þær hafa sýnt í vetur og eiga mikið inni.“ „Vanmat? Maður veit það náttúrulega aldrei. Maður reynir náttúrulega alltaf að undirbúa liðið sitt þannig að bera virðingu fyrir andstæðingnum, sama hvar þeir eru á töflunni. Ég held ekki, við bara vorum ekki alveg á okkar besta degi.“ Keflvíkingar hafa verið nánast óstöðvandi í vetur en þetta var aðeins annar tapleikur liðsins í deildinni. Sverrir sagðist þó ekki halda að hans konur hefðu haldið fyrir leikinn að þær væru einfaldlega ósigrandi. „Ef þær hafa haldið það þá vona ég að þetta verði til þess því það er ekkert lið sem er svoleiðis. Þegar þú ert að vinna og vinna þá langar hinum liðunum ennþá meira að vinna þig. Við töpuðum þessum leik og þurfum bara að fara yfir það sem fór úrskeiðis og mæta klárar í næsta leik.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum