Dæmi um að flugfélög afhendi ekki farþegalista Lovísa Arnardóttir skrifar 24. janúar 2024 06:54 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir eftirlit með farþegum í skötulíki þegar upplýsingar berast ekki. Vísir Tíu flugfélög skila ekki farþegalistum til yfirvalda sem hefur þau áhrif að lögbundin greining á farþegaupplýsingum getur ekki farið fram. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eftirlit með farþegum sé í skötulíki og „hending ráði því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum“ þegar ekkert kerfisbundið vegabréfaeftirlit sé til staðar. Úlfar segir ytri landamærin „leka“ og þá sérstaklega við Miðjarðarhafið. Hann segir óþolandi að sum flugfélög komist upp með þetta á meðan önnur skili upplýsingunum ávallt til yfirvalda. Í frétt Morgunblaðsins segir að samkvæmt þeirra heimildum séu það Neos, Austrian Airlines, Atlantic Airways, Lufthansa, Liberia Express, Finnair, Eurowings, Edelweiss, Jet2.com og Air Baltic sem ekki hafa skilað upplýsingum til yfirvalda. Ísland er innan Schengen en á ytri landamærum þess. Eins og til dæmis Grikkland og Ítalía við Miðjarðarhafið. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að Schengen-samstarfið felist, í grundvallaratriðum, í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu. Með afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkjanna er ætlað að greiða fyrir frjálsri för fólks innan Evrópusambandsins, en frjáls för fólks er einn liður í fjórfrelsi innri markaðar Evrópusambandsins sem Ísland gerðist aðili að með EES-samningnum. Innviðaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans. Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. Lögreglumál Fréttir af flugi Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að eftirlit með farþegum sé í skötulíki og „hending ráði því hvort brotamenn séu stöðvaðir á landamærum“ þegar ekkert kerfisbundið vegabréfaeftirlit sé til staðar. Úlfar segir ytri landamærin „leka“ og þá sérstaklega við Miðjarðarhafið. Hann segir óþolandi að sum flugfélög komist upp með þetta á meðan önnur skili upplýsingunum ávallt til yfirvalda. Í frétt Morgunblaðsins segir að samkvæmt þeirra heimildum séu það Neos, Austrian Airlines, Atlantic Airways, Lufthansa, Liberia Express, Finnair, Eurowings, Edelweiss, Jet2.com og Air Baltic sem ekki hafa skilað upplýsingum til yfirvalda. Ísland er innan Schengen en á ytri landamærum þess. Eins og til dæmis Grikkland og Ítalía við Miðjarðarhafið. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að Schengen-samstarfið felist, í grundvallaratriðum, í tvennu. Annars vegar afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægisaðgerðum, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögregluliða, til að tryggja öryggi borgara á Schengen-svæðinu. Með afnámi persónubundins eftirlits á innri landamærum Schengen-ríkjanna er ætlað að greiða fyrir frjálsri för fólks innan Evrópusambandsins, en frjáls för fólks er einn liður í fjórfrelsi innri markaðar Evrópusambandsins sem Ísland gerðist aðili að með EES-samningnum. Innviðaráðherra, segir í samtali við Morgunblaðið að málið sé til skoðunar í ráðuneyti hans. Fjallað er nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.
Lögreglumál Fréttir af flugi Suðurnesjabær Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira