Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 23:08 Bjarni Benediktsson er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. Þetta sagði Bjarni á Facebook í dag en ummæli hans í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gær um málefni flóttafólks hafa vakið þónokkra athygli. Til að mynda sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um störf þingsins í dag, að Bjarni hefði með ummælum sínum í Silfrinu rofið sögulegt þagnarbindindi þegar hann veitti fyrsta fjölmiðlaviðtal ársins. „Tilefnið var hneykslan ráðherrans á mótmælum sem eiga sér stað fyrir utan Alþingi þar sem fólk frá Palestínu er að kalla eftir viðbrögðum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í viðtalinu í Silfrinu hafnaði hann því að hann væri að slá nýjan tón í útlendingaandúð enda má það svo sem til sanns vegar færa, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur stigið þau skref mörg á kjörtímabilinu,“ sagði Andrés Ingi. Örfáum mínútum eftir að hann steig niður úr pontu Alþingis hafði Bjarni birt færslu á Facebook þar sem hann sór af sér hatursorðræðu og rasisma. Allt að fimm þúsund umsóknir á ári Bjarni segir að árin 2022 og 2023 hafi borist á milli 4.000 og 5.000 umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi, hvort ár um sig. „Þessar tölur kallast á við heildaríbúafjölda í Vestmannaeyjum, eða í Grindavík, en þess má vænta að fjöldinn verði ekki ósvipaður í ár.“ Kostnaður við að meðhöndla þessar beiðnir hafi verið um fimmtán milljarðar króna á ári. Um 2.800 umsækjendur séu í þjónustu á vegum Vinnumálastofnunar, og meðal annars hafi þurft að leigja hótel til að finna pláss fyrir fólk. Gert sé ráð fyrir að bæta þurfi við um 1.000 til 1.500 plássum í búsetuúrræðum á árinu. Fram hafi komið tillögur á þinginu um neyðarráðstafanir þess efnis að sveitarfélög geti breytt skipulagi, svo búa megi á svæðum sem ekki eru ætluð íbúum. Á sama tíma segi sveitarfélög, nú síðast Hafnarfjörður, að þeirra innviðir ráði ekki við frekari fjölgun. Raunsæi en ekki hatursorðræða falið í umræðunni Bjarni segir að vart þurfi að hafa fleiri orð en þetta um að öllu máli skipti að þjóðin þurfi að vera raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. „Flest hljótum við að vilja aðstoða fólk í neyð, en það er líka algjört grundvallaratriði að geta tekið vel á móti því fólki. Lausnir okkar geta ekki byggst á að vera hér með mun rýmri og opnari reglur en aðrir. Linnulaus og vaxandi þrýstingur á innviði skapar hvorki góðar aðstæður fyrir þá sem hingað leita, né þá sem hér eru fyrir – sér í lagi þegar við tökumst á við risavaxnar áskoranir innanlands.“ Þá segir hann að í umræðu um málefni flóttafólks og umgjörð þeirra felist ekki hatursorðræða eða rasismi, heldur raunsæi. „Umræðan dugar þó ekki ein og sér, heldur er nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglur. Dómsmálaráðherra er með frumvörp tilbúin í þeim tilgangi. Mikilvægt er að þau fái framgang á Alþingi, sem því miður hefur allt of oft brugðist í þessum efnum.“ Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Mótmælendur mæta þingmönnum: „Almenningur fylgist með“ Nokkur hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli á sama tíma og þing kemur saman í dag. Skipuleggjandi segir aðgerðaleysi stjórnmálamanna gagnvart þjóðarmorði á Gasa ekki boðlegt 22. janúar 2024 13:01 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Þetta sagði Bjarni á Facebook í dag en ummæli hans í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í gær um málefni flóttafólks hafa vakið þónokkra athygli. Til að mynda sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, í umræðu um störf þingsins í dag, að Bjarni hefði með ummælum sínum í Silfrinu rofið sögulegt þagnarbindindi þegar hann veitti fyrsta fjölmiðlaviðtal ársins. „Tilefnið var hneykslan ráðherrans á mótmælum sem eiga sér stað fyrir utan Alþingi þar sem fólk frá Palestínu er að kalla eftir viðbrögðum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í viðtalinu í Silfrinu hafnaði hann því að hann væri að slá nýjan tón í útlendingaandúð enda má það svo sem til sanns vegar færa, ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur stigið þau skref mörg á kjörtímabilinu,“ sagði Andrés Ingi. Örfáum mínútum eftir að hann steig niður úr pontu Alþingis hafði Bjarni birt færslu á Facebook þar sem hann sór af sér hatursorðræðu og rasisma. Allt að fimm þúsund umsóknir á ári Bjarni segir að árin 2022 og 2023 hafi borist á milli 4.000 og 5.000 umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi, hvort ár um sig. „Þessar tölur kallast á við heildaríbúafjölda í Vestmannaeyjum, eða í Grindavík, en þess má vænta að fjöldinn verði ekki ósvipaður í ár.“ Kostnaður við að meðhöndla þessar beiðnir hafi verið um fimmtán milljarðar króna á ári. Um 2.800 umsækjendur séu í þjónustu á vegum Vinnumálastofnunar, og meðal annars hafi þurft að leigja hótel til að finna pláss fyrir fólk. Gert sé ráð fyrir að bæta þurfi við um 1.000 til 1.500 plássum í búsetuúrræðum á árinu. Fram hafi komið tillögur á þinginu um neyðarráðstafanir þess efnis að sveitarfélög geti breytt skipulagi, svo búa megi á svæðum sem ekki eru ætluð íbúum. Á sama tíma segi sveitarfélög, nú síðast Hafnarfjörður, að þeirra innviðir ráði ekki við frekari fjölgun. Raunsæi en ekki hatursorðræða falið í umræðunni Bjarni segir að vart þurfi að hafa fleiri orð en þetta um að öllu máli skipti að þjóðin þurfi að vera raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. „Flest hljótum við að vilja aðstoða fólk í neyð, en það er líka algjört grundvallaratriði að geta tekið vel á móti því fólki. Lausnir okkar geta ekki byggst á að vera hér með mun rýmri og opnari reglur en aðrir. Linnulaus og vaxandi þrýstingur á innviði skapar hvorki góðar aðstæður fyrir þá sem hingað leita, né þá sem hér eru fyrir – sér í lagi þegar við tökumst á við risavaxnar áskoranir innanlands.“ Þá segir hann að í umræðu um málefni flóttafólks og umgjörð þeirra felist ekki hatursorðræða eða rasismi, heldur raunsæi. „Umræðan dugar þó ekki ein og sér, heldur er nauðsynlegt að endurskoða gildandi reglur. Dómsmálaráðherra er með frumvörp tilbúin í þeim tilgangi. Mikilvægt er að þau fái framgang á Alþingi, sem því miður hefur allt of oft brugðist í þessum efnum.“
Flóttafólk á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50 Mótmælendur mæta þingmönnum: „Almenningur fylgist með“ Nokkur hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli á sama tíma og þing kemur saman í dag. Skipuleggjandi segir aðgerðaleysi stjórnmálamanna gagnvart þjóðarmorði á Gasa ekki boðlegt 22. janúar 2024 13:01 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Bjarni hellir sér yfir Semu Utanríkisráðherra segir ásakanir Semu Erlu Serdaroglu, aðjúnkts við Háskóla Íslands og stofnanda Solaris, um að hann hefði uppi óhróður um hóp fólks og væri í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis, fráleitar og dæma sig sjálfar. Þá segir hann skemmdarverk hafa verið unnin á utanríkisráðuneytinu í morgun. 22. janúar 2024 15:50
Mótmælendur mæta þingmönnum: „Almenningur fylgist með“ Nokkur hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli á sama tíma og þing kemur saman í dag. Skipuleggjandi segir aðgerðaleysi stjórnmálamanna gagnvart þjóðarmorði á Gasa ekki boðlegt 22. janúar 2024 13:01