Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2024 22:00 Þungt hefur verið yfir Ríkisútvarpinu undanfarið vegna stórrar ákvörðunar sem þarf að taka. Vísir/Vilhelm Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri Söngvakeppni sjónvarpsins, hefðu ákveðið að aðskilja Söngvakeppnina og þátttöku Íslands í Eurovision algerlega. Þannig yrði ákvörðun um þátttöku ekki tekin fyrr en að Söngvakeppni lokinni. Rúnar Freyr útskýrði ákvörðunina í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ákvörðun um þátttöku yrði tekin í samráði við þá listamenn sem vinna forkeppnina hér heima og á grundvelli öryggissjónarmiða og stöðunnar almennt. „Það hefur verið mjög hávær krafa um að RÚV sniðgangi Eurovision vegna þátttöku Ísraelsmanna og þess skelfilega stríðs sem á sér stað þar. Söngvakeppnin hefur auðvitað verið nátengd Eurovision vegna þess að þar er framlag Íslendinga valið inn í Eurovisionkeppnina. Við ákváðum því að rjúfa þessi tengsl, í sátt við keppendur og starfsfólk RÚV, með það að leiðarljósi að skapa ró um Söngvakeppnina og geta haldið þessa frábæru lagakeppni Íslands fyrir börn og fullorðna með frábærum hætti eins og síðastliðin ár.“ Ákvörðunin firri Ríkisútvarpið ábyrgð á mjög mikilvægri ákvörðun Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu, er ekki ánægður með þetta útspil stjórnenda hjá RÚV, ef marka má skrif hans á Facebook í kvöld. Hann segir að svo virðist sem ákveðið hafi verið, án aðkomu stjórnar, vegna þess að ákvörðunin komi henni ekki við, að varpa skuli ábyrgðinni á þáttöku RÚV í Eurovision á listafólkið sem vinnur í dægurlagakeppninni. „Þetta er auðvitað win win fyrir stjórnina og stjórnendur. Þetta stórkostlega trix firrir okkur algerlega allri ábyrgð á þessar gríðarlega mikilvægu ákvörðun og þeir sem verða brjálaðir út af niðurstöðunni, hver sem hún verður, munu beina bræði sinni að þessu listafólki en ekki að okkur,“ segir hann. Þá leggur hann til að Ríkisútvarpið taki upp einkunnarorðin Hugrekki, heilindi, ábyrgð. Reyndi að fá stjórnina til að álykta um sniðgöngu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Mörður tjáir sig opinberlega um þátttöku Íslands í Eurovision þrátt fyrir þátttöku Ísraela. Í desember tilkynnti hann að hann hefði lagt fram tillögu á fundi stjórnar um að hún ályktaði um að ekki yrði tekið þátt í Eurovision 2024 ef Ísrael tekur þátt í keppninni. Stjórnin hafi hafnað því að taka tillöguna til atkvæðagreiðslu.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Menning Tónlist Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sjá meira
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
RÚV í úlfakreppu vegna þátttöku í Eurovision Bragi Valdimar Skúlason, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, spyr hvað verði þegar tónlistarmenn fari að týnast úr Eurovison-verkefninu einn af öðrum? 14. desember 2023 11:40