Sló óvænt í gegn í Kína eftir lygilega atburðarás á Laugaveginum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2024 10:31 Anna (lengst til hægri á mynd) elti hópinn uppi, eins og sést á þessu skjáskoti úr þættinum Divas hit the road. Brot úr þættinum má finna í innslaginu neðst í fréttinni. Úkraínsk kona sem rekur verslanir með vefnaðarvörur í Miðborginni hefur óvænt slegið í gegn í Kína eftir að hópur kínverskra stórstirna gerði stórinnkaup í búð hennar á Laugavegi. Við hittum hinn unga og metnaðarfulla atvinnurekanda í Íslandi í dag og ræddum lygilega atburðarásina. Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna segir reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Klippa: Ótrúleg atburðarás kom henni á kortið í Kína „Ég var bara hérna í búðinni og sá þá afar fallegar konur fyrir utan. Maður sér þetta ekki oft, göngulagið, samskiptin, brosin. Það var eitthvað við þær. Maður sá að þær voru sérstakar,“ segir Anna. „Ég vissi ekki hverjar þær voru eða hvað þær voru að gera en ég sá að þær voru með myndatökumann og aðdáendur eltu þær. Það gengu túristar á eftir þeim og voru mjög forvitnir. Ég var líka forvitin.“ Anna greip því húfu úr búðinni og elti hópinn upp Laugaveginn. Hún náði konunum og fylgdarliði þeirra að lokum og bauð þeim að koma í búðina, þar sem hún myndi gefa þeim húfur. Þetta þáði hópurinn, sem eyddi dágóðum tíma í búðinni með Önnu og tökuliði sínu. Atburðarásin var öll fest á filmu og sjá má brot úr henni í spilaranum hér fyrir ofan. Hverjar voru þessar konur eiginlega? Síðar frétti Anna að þarna hefðu verið á ferðinni nokkrar af frægustu leikkonum og fyrirsætum Kína, mættar hingað til lands við tökur á þættinum Divas hit the road. Sú frægasta í hópnum er án efa Dilraba Dilmurat, leikkona og fyrirsæta af úígúraættum sem komið hefur fram í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu vörumerkjum heims og státar af tugum, ef ekki hundruðum, milljóna fylgjenda á kínverskum samfélagsmiðlum. Önnu og búðinni hennar voru gerð einkar góð skil í þættinum, sem Anna telur að um 600 milljónir manna hafi nú horft á. Dilraba og félagar báru auk þess húfurnar áfram á ferðalagi sínu um landið, eins og sést í þættinum. Þá hafa húfurnar á höfðum stjarnanna verið rækilega skrásettar á samfélagsmiðlum í Kína. Strax og þátturinn var sýndur byrjaði fyrirspurnum frá Kína að rigna yfir Önnu og Berg; viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Anna lýsir því að fólk hafi sérstaklega flogið til Íslands til að kaupa samskonar húfur og átrúnaðargoðin skörtuðu í Divas hit the road. Ein og sama konan hafi til að mynda keypt 600 húfur á einu bretti, sem hún setti ofan í ferðatöskur og flaug svo með heim til Kína. Viðtalið við Önnu í Íslandi í dag í gær má nálgast í heild inni á streymisveitu Stöðvar 2. Þar ræðir hún einnig uppvöxtinn í Úkraínu, ástandið í stríðshrjáðu heimalandinu og fyrstu kynni hennar við eiginmanninn, sem urðu óvænt í Hallgrímskirkjuturni fyrir sjö árum. Kína Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Anna Morris er 36 ára, fædd í Úkraínu seint á níunda áratugnum. Hún, ásamt manni sínum Bergi Guðmundssyni, rekur þrjár verslanir undir merkjum MJÚK Iceland í miðbæ Reykjavíkur; tvær á Skólavörðustíg og eina á Laugavegi. Anna er sjálf yfirhönnuður og heldur utan um reksturinn að mestu. Hún stofnaði vörumerkið árið 2018 og opnaði fyrstu verslunina ári síðar. Anna segir reksturinn hafa gengið vel, einkum allra síðustu mánuði eftir að hún kom sér óvænt á framfæri í geisivinsælum kínverskum sjónvarpsþætti. Klippa: Ótrúleg atburðarás kom henni á kortið í Kína „Ég var bara hérna í búðinni og sá þá afar fallegar konur fyrir utan. Maður sér þetta ekki oft, göngulagið, samskiptin, brosin. Það var eitthvað við þær. Maður sá að þær voru sérstakar,“ segir Anna. „Ég vissi ekki hverjar þær voru eða hvað þær voru að gera en ég sá að þær voru með myndatökumann og aðdáendur eltu þær. Það gengu túristar á eftir þeim og voru mjög forvitnir. Ég var líka forvitin.“ Anna greip því húfu úr búðinni og elti hópinn upp Laugaveginn. Hún náði konunum og fylgdarliði þeirra að lokum og bauð þeim að koma í búðina, þar sem hún myndi gefa þeim húfur. Þetta þáði hópurinn, sem eyddi dágóðum tíma í búðinni með Önnu og tökuliði sínu. Atburðarásin var öll fest á filmu og sjá má brot úr henni í spilaranum hér fyrir ofan. Hverjar voru þessar konur eiginlega? Síðar frétti Anna að þarna hefðu verið á ferðinni nokkrar af frægustu leikkonum og fyrirsætum Kína, mættar hingað til lands við tökur á þættinum Divas hit the road. Sú frægasta í hópnum er án efa Dilraba Dilmurat, leikkona og fyrirsæta af úígúraættum sem komið hefur fram í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu vörumerkjum heims og státar af tugum, ef ekki hundruðum, milljóna fylgjenda á kínverskum samfélagsmiðlum. Önnu og búðinni hennar voru gerð einkar góð skil í þættinum, sem Anna telur að um 600 milljónir manna hafi nú horft á. Dilraba og félagar báru auk þess húfurnar áfram á ferðalagi sínu um landið, eins og sést í þættinum. Þá hafa húfurnar á höfðum stjarnanna verið rækilega skrásettar á samfélagsmiðlum í Kína. Strax og þátturinn var sýndur byrjaði fyrirspurnum frá Kína að rigna yfir Önnu og Berg; viðskiptin blómstra sem aldrei fyrr. Anna lýsir því að fólk hafi sérstaklega flogið til Íslands til að kaupa samskonar húfur og átrúnaðargoðin skörtuðu í Divas hit the road. Ein og sama konan hafi til að mynda keypt 600 húfur á einu bretti, sem hún setti ofan í ferðatöskur og flaug svo með heim til Kína. Viðtalið við Önnu í Íslandi í dag í gær má nálgast í heild inni á streymisveitu Stöðvar 2. Þar ræðir hún einnig uppvöxtinn í Úkraínu, ástandið í stríðshrjáðu heimalandinu og fyrstu kynni hennar við eiginmanninn, sem urðu óvænt í Hallgrímskirkjuturni fyrir sjö árum.
Kína Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning