„Smá gluggi inn í sálarlífið mitt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 07:01 Friðrik Dór Jónsson ræddi við blaðamann um tónlistina, lífið og tilveruna. Vísir/RAX „Ég held að ég leyfi mér hér að vera enn berskjaldaðri en áður,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson um nýja tónlist sem hann var að gefa út. Tæplega fimmtán ár eru liðin frá því að hann sendi frá sér sitt fyrsta lag, Hlið við hlið, og hefur honum tekist að syngja sig aftur og aftur inn í hjörtu þjóðarinnar. Friðrik Dór var að senda frá sér plötuna Mæður og ræddi við blaðamann á einlægum nótum um tónlistina, lífið og tilveruna. Platan inniheldur sex lög sem hann segir að séu öll í rólegri kantinum. „Hún er frábrugðin því sem ég hef áður gert að því leytinu til að þetta eru allt lög sem ég samdi alveg einn, ekki í samstarfi við neinn annan. Upptökustjórarnir á þessari plötu voru því að taka upp, útsetja og stækka þessi litlu lög sem ég var búinn að gutla á gítarinn og stóðu sig fáránlega vel í því. Sömuleiðis er eitt lag þarna dúett með Snorra Helgasyni og heitir Birta,“ segir Friðrik Dór en upptökustjórar voru Arnar Guðjónsson, Magnús Jóhann og Guðmundur Óskar Guðmundsson. Smá auka afmælisgjöf fyrir eiginkonuna Mæður kemur út tveimur árum eftir að Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur. Í dag er sömuleiðis afmælisdagur Lísu, eiginkonu hans, og segir hann þetta vera svona smá auka afmælisgjöf. „Ég skírði plötuna Mæður því að þetta eru lögin sem voru of þroskuð til að vera á Dætrum. Ég byrjaði að vinna hana fyrir fjórum eða fimm árum. Nokkur af þessum lögum voru samin á sama tíma og ég var að semja plötuna Dætur og þau áttu á einhverjum tímapunkti mögulega að vera hluti af þeirri plötu. Síðan áttu þau bara alls ekki heima í þeim hljómheimi þannig að mér fannst réttara að gera eina stutta og næs skífu þar sem þau myndu bara fá að njóta sín og tala þá meira hvort við annað. Þessir textar eru mikið vangaveltur um lífið og tilveruna.“ Friðrik Dór segir að textarnir séu vangaveltur um lífið og tilveruna. Vísir/RAX „Að vera par og standa í því sem lífið getur kastað í þig“ Friðrik Dór er þekktur fyrir einlæga texta og leyfir sér að vera enn einlægari núna. „Ég held að þetta sé oft á tíðum smá gluggi inn í sálarlífið mitt, segir Friðrik Dór kíminn. „Það sem ég býst við að verði fyrsti síngúll plötunnar er lag sem heitir Aftur ung og er samið eftir að við Lísa eignuðumst stelpuna okkar 2022. Hún er tveggja ára núna og hún átti rosa erfitt fyrsta ár. Hún var mjög mikið veik og við vorum mikið inni á spítalanum með hana. Það var mjög erfitt. Það er svo auðvelt þá stundum að gleyma því að vera par. Lagið er samið út frá þessu og fjallar ekkert um veikindin en það fjallar um það að vera par og standa í því sem lífið getur kastað í þig. Mér þykir mjög vænt um það lag. Svo eru fleiri lög þarna sem eru vangaveltur um hitt og þetta. Mér finnst rosa gott að senda þetta frá mér og losa mig við þetta. Þetta er hálfgerð dagbók sem er gott að geta síðan lokað núna.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Aftur ung: Klippa: Friðrik Dór - Aftur ung „Hvenær er ég orðinn of persónulegur?“ Friðrik Dór hefur ekki mikið verið í opinskáum og berskjaldandi viðtölum á sínum ferli en leyfir sér þó að opna á tilfinningar sínar í gegnum tónlistina. Þegar hann veltir því fyrir sér hvað það sé sem fólk tengi við í tónlistinni sinni segir hann það líklega vera að það er bæði einlægni og auðmýkt í henni. „Mér finnst líka ótrúlega gaman að gera dansmúsík og texta sem eru léttmeti líka en þetta snýst svolítið um það í hvaða tilgangi þú ert að gera textann þinn. Ertu að gera hann bara til að gera eitthvað skemmtilegt, sniðugt og hnyttið þar sem það er gaman að snúa orðum og koma með einhverja ferska leið til að segja „ég er skotinn í þér“? Svo ertu með aðra tegund af textum sem er þá meira maður sjálfur að skrifa hugsanir niður á blað og losa sig við þær.“ Aðspurður hvort það sé einhvern tíma erfitt að senda mjög einlægt efni frá sér svarar Friðrik Dór: „Auðvitað getur það verið smá erfitt. Ég hugsa líka stundum hvenær er ég orðinn of persónulegur? Þannig að ég hef oft skrifað texta og svo áður en ég gef þá út hef ég aðeins tekið þá til baka, dregið einhverja slæðu yfir og aðeins dulbúið það sem ég er að segja. En ég held að það sem sé skrýtnast fyrir mig á þessari plötu er að þessir textar eru kannski svona hrárri en áður og ekki svo mikið búið að draga duluna góðu yfir,“ segir Friðrik Dór og brosir. „Ég held að ég leyfi mér hér að vera enn berskjaldaðri en áður.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Mikill munur á að skrifa texta tvítugur og 35 ára Friðrik Dór hélt sína fyrstu tónleika á Nasa árið 2010 og hefur komið ótal mörgum sinnum fram síðan þá. Sömuleiðis hefur hann gefið út fjöldann allan af lögum og plötum. Þrátt fyrir að Hlið við hlið hafi komið út árið 2009 er það enn þá gríðarlega vinsælt á giggum hjá honum. „Mér þykir ótrúlega vænt um músíkina sem ég gerði þá og mér finnst ótrúlega gaman að flytja hana. Þetta gefur auðvitað mikið, að flytja hana fyrir fólk og sjá hversu margir hafa tengt við hana. Þess vegna heldur maður oft að maður þurfi kannski að ríghalda í þá tegund eða vera sú týpa sem maður var. En á sama tíma er það skrýtið líka, því það er svo mikill munur á mér þegar ég var í kringum tvítugt að skrifa einhverja texta versus það að vera núna orðinn 35 ára.“ Friðrik Dór segir að lífið hafi almennt verið mjög gott en það hafi sömuleiðis kennt honum ýmislegt og því þróist maður að sjálfsögðu. „Svo er það líka þetta óttaleysi sem einkennir gjarnan ungt fólk. Ég er vaxinn upp úr því og er þar af leiðandi í öðrum pælingum núna heldur en þegar ég var ungur og óttalaus, sem betur fer. Mér finnst líka nauðsynlegt að leyfa sér að þróast. Það er alltaf niðurstaðan hjá mér. Sömuleiðis er annað fólk komið í það sem ég var að gera þegar að ég var tvítugur. Þú tengir auðvitað alltaf mest við samferðafólk þitt og ég á ekki að hugsa þannig að ég verði að skrifa texta sem endurspeglar það að vera 15 ára. Það er mjög eðlilegt að ég sé ekki að skrifa eins og ég sé unglingur. En auðvitað er gaman að sjá hvernig lög geta náð til ólíkra kynslóða.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra flutning Friðriks Dórs á Fröken Reykjavík á Bylgjan órafmögnuð: Föðurhlutverkið breytti lífinu og tónlistinni Þá berst talið enn meira að föðurhlutverkinu sem Friðrik Dór segir sannarlega hafa mótað bæði sig og tónlistina sína. Hann og Lísa eignuðust frumburð sinn, Ásthildi, árið 2013 og stóð Friðrik Dór þá sömuleiðis á tímamótum með tónlistarferilinn. „Föðurhlutverkið breytir lífinu, það er klárt. Þetta hefur auðvitað fylgt mér lengi og mér finnst ég sjá breytinguna í tónlistinni minni. Ég gerði fyrstu tvær plöturnar mínar áður en að ég varð pabbi og þær snerust mikið um bara sjálfan mig, yrkisefnið og allt,“ segir Friðrik Dór og hlær. „Ég sem ennþá í fyrstu persónu og allt þannig en pælingarnar eru aðrar og meiri. Fyrst ætlaði ég náttúrulega að hætta í tónlist þegar ég varð pabbi, mér fannst þetta bara ekki ganga upp. En ég er voða glaður að það gerðist ekki.“ Hann segist hafa ákveðið að taka lagið Í síðasta skipti sem „smá svona tilraun til að prófa“ og tók svo eftirminnilega þátt í Söngvakeppninni með lagið árið 2015. „Ég ætlaði aldrei í Eurovision eða neitt svoleiðis. En mér hefur alltaf þótt þetta marka svolítil tímamót. Ég verð seint sakaður um að gera einhverja flókna músík þannig, hún er alltaf aðgengileg, en hún breytist kannski svolítið á þessum tímapunkti. Eftir Í síðasta skipti koma lög á borð við Skál fyrir þér og Fröken Reykjavík. Þetta breytist hratt og eins og maður þarf að gera þegar maður verður foreldri þá þroskast maður dálítið hratt. Ég held að það hafi klárlega gerst hjá mér og skilað sér í tónlistinni.“ Hér má hlusta á plötuna Mæður á streymisveitunni Spotify, á: Fjarlægðist hrokann Hann segir að sömuleiðis hafi hann náð að opna sig svolítið á þessum tíma. „Söngvakeppnin breytti klárlega miklu fyrir mig á sínum tíma og partur af því ferli var að þurfa að vera í alls konar innslögum þar sem það var verið að fjalla um mann. Þá þurfti ég að hleypa fólki aðeins að mér, sem ég held að hafi alveg hjálpað mér.“ Hann segir að tímasetningin hafi sömuleiðis verið góð. „Þá var ég búinn að eiga elstu stelpuna mína í tvö ár. Ég held að ef ég hefði komið inn í eitthvað svona batterí þar sem ég hefði virkilega þurft að sýna inn fyrir vegginn hjá mér nokkrum árum fyrr hefði það ekki alveg verið málið. Ég var alveg hrokafullur ungur strákur.“ Bætir Friðrik Dór þá við að hrokinn sé einnig gott dæmi um þróun. „Við töluðum um óttaleysið áðan sem er eitt og svo er það hrokinn. Stundum var stutt í hrokann hjá manni en núna leyfi ég mér bara að vera með hroka þegar að ég er einn með Lísu, því að maður þarf inn á milli að fá smá útrás fyrir hrokann. En þú þroskast og það er ákveðið æðruleysi sömuleiðis sem kemur inn.“ Friðrik Dór segir að ákveðið æðruleysi og minni hroki hafi fylgt föðurhlutverkinu. Vísir/RAX Hættir við að hætta við Friðrik Dór hefur nokkrum sinnum á sínum ferli gefið til kynna að hann sé hættur í tónlistinni en heldur þó alltaf áfram. „Nú er náttúrulega búið að skilgreina allt í mannlegu fari, um daginn las ég einhverja skilgreiningu á „extroverted introvert“ og ég hugsaði bara já, þetta á allt við um mig,“ segir Friðrik Dór hlæjandi og bætir við: „Ég held að það sé stundum það sem gerir mig eitthvað þreyttan en það er aldrei tónlistin sjálf sem ég er þreyttur á. Það er meira kannski að það sé ekki endilega í mínu náttúrulega eðli að fara út og vera alltaf geðveikt hress. En þegar að ég er kominn upp á svið þá finnst mér mjög gaman, alltaf.“ Hann segist sérstaklega hafa fundið fyrir því í Covid faraldrinum að hann var farinn að sakna þess mikið að koma fram og upplifa þá orku sem það gefur. „Sömuleiðis að vera í þessu sambandi við fólk og eiga þessa tengingu. Mjög oft skapast einhverjir töfrar og það þarf ekkert að vera í einhverjum þúsund manna sal heldur er líka gaman að vera í þessum minni giggum.“ Friðrik Dór nýtur sín vel við að flytja lögin sín á sviðinu.Hulda Margrét/Vísir Á sviðinu líður Friðriki Dór því augljóslega vel. „Í gamla daga töluðu strákarnir alltaf um að ég færi í einhvern trans þegar ég fór upp á svið. Þá allt í einu kviknaði á einhverju og það er alveg þannig ennþá. Það er samt ýmislegt við starfið sem á ekkert endilega fullkomlega við mig og gerir mig stundum þreyttan. Ég segi samt að fyrir einhvern eins og mig sem er smá til baka þá hef ég ótrúlega gott af því að þurfa að fara, stíga á sviðið og opna á nýtt fólk. Að vera stöðugt að ögra mér. Annars væri ég bara, og ég veit það fyrir víst, uppi í sófa. Það væri ekki gott fyrir neinn, hvorki mig né fólkið mitt.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra Friðrik Dór flytja Í síðasta skipti á samnefndum tónleikum þar sem tónleikagestir tóku vel undir: Verðmætt að fólk geti speglað sig í lögunum Í starfinu hittir Friðrik Dór ótal margt fólk og segist vilja að það sé alveg á hreinu að hann dýrki langflest af þeim samtölum og samskiptum sem því fylgir. „Fólk er líka oft að segja manni alls konar sögur til dæmis af því hvernig það tengdi við eitthvað sem þú gerðir. Það er náttúrulega ótrúlega fallegt.“ Ástarlög á borð við Skál fyrir þér eru gjarnan gríðarlega vinsæl hjá pörum en þetta eru lög sem Friðrik Dór hefur samið beint frá sér til konunnar sinnar, Lísu Hafliðadóttur. Frá árinu 2009 hefur hann sótt innblástur í ástina en blaðamaður spyr þá hvort Lísu finnist eitthvað skrýtið við að lög um sig séu svona vinsæl í samfélaginu. „Ég hef svo sem ekkert spurt hana hvort það sé í lagi að fólk fái lögin lánuð,“ segir Friðrik Dór brosandi. „Ég held að henni líði bara eins og mér með það, það er fallegt að fólk tengi við lögin og einlægnin og hversdagsleikinn er held ég einmitt það sem fólk á auðvelt með að tengja við. Það er verðmætt að fólk geti speglað sig við lögin sem maður hefur verið að semja. Skál fyrir þér er einmitt mjög oft lag sem pör tengja við og þetta er náttúrulega bara sagan okkar Lísu, orð fyrir orð. Þannig að sagan er mjög sértæk en á sama tíma lýsir hún fólki sem kynnist sem unglingar og verður fullorðið saman. Ég held að það sé eitthvað sem mörg geta tengt við.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Einlægnin órjúfanlegur hluti af heildinni Aðspurður hvort honum finnist hann alltaf geta sótt innblástur í ástina sína svarar Friðrik Dór: „Já, bæði hæðir og lægðir. Það skýrist líka alltaf svolítið fyrir manni. Stundum er maður að skrifa texta því það er skemmtilegt og stundum dettur manni í hug einhverja skemmtilega setningu, þannig byrjar þetta oft hjá mér. En svo þarf alltaf að vera einhver einlægni finnst mér í mínu efni, eitthvað krydd frá sjálfum þér sem gerir það sem þú ert að segja trúverðugt. Ég hef alveg skrifað texta og sent frá mér en eftir á hugsa ég að séu kannski bara orð sem ríma. Þá vantar eitthvað til að húkka mann við lagið. Þú getur raulað lag og fengið það á heilann en svo er annað að það nái þér tilfinningalega á aðeins dýpra leveli.“ Friðrik Dór segir að einlægnin geri oft gæfumuninn þegar það kemur að textasmíðinni.Vísir/RAX „Hvað myndi Bubbi gera?“ Friðrik Dór segist í dag sjá að tónlistin sé órjúfanlegur hluti af lífi sínu sem er ekki að fara neitt. Framtíðin býður upp á ýmislegt spennandi en þegar hann tekur ákvarðanir í tónlistinni er alltaf ákveðin spurning sem fylgir. „Ef ég er í vafa með hlutina þá hugsa ég oftast: Myndi Bubbi gera þetta? Ef svarið er já þá geri ég það, ef svarið er nei þá geri ég það ekki. Það er að sjálfsögðu ekki byggt á neinum símtölum til Bubba, ég hef aldrei spurt hann en ég hef oft spurt sjálfan mig hvað myndi Bubbi gera? Sumir ganga með svona armbönd WWJD, sem stendur fyrir What would Jesus do, en ég ætti að fá mér armband með HMBG, Hvað myndi Bubbi gera? Ég horfi alltaf til hans. Hann er ennþá að gefa út músík sem er relevant, hann sér ótrúlega vel um sig og fyrir mér er hann á staðnum sem mig langar að vera síðar meir, þar sem hann heldur bara sína tónleika en er ekkert útum allt og þarf þess heldur ekki,“ segir Friðrik Dór og bætir við: „En svo er alls konar sem mig langar til að gera. Mig langar stundum að semja fyrir aðra, stundum langar mig að hjálpa öðrum að koma sér á framfæri, það eru alls konar hlutverk sem ég hef pælt í. Á endanum held ég að ég verði alltaf í þessu, að gera mitt og mína tónlist, en á kantinum reynir maður kannski að draga aðra á flot sem maður hefur trú á og halda áfram að þróast á ólíkum sviðum.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Góð tilfinning að efast Það hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar á síðastliðnum fimmtán árum hjá Friðriki Dór og hefur honum tekist að halda sér stöðugt vinsælum í tónlistarheiminum. Hann segir að sjálfsefinn hafi að einhverju leyti verið að þvælast fyrir honum á yngri árum en hann finnur minna fyrir því í dag. „Þegar ég var yngri efaðist ég meira um sönginn og flutninginn og var að velta fyrir mér hvort ég gæti þetta og hitt. Í seinni tíð er ég sem betur fer að mestu laus við að trúa ekki á mig og þegar ég er kominn á svið þá fer ég bara, geri mitt og það er oftast bara nokkuð gott. Ég hef ekkert stórar áhyggjur af því. En ég held að maður losni aldrei undan því að efast um lögin sem maður er að gera. Ég held líka að maður verði að gera það. Um leið og þú hugsar alltaf bara þetta er geggjað, djöfull er ég góður, þá held ég að það verði fljótt að molna undan manni. Ef maður er hættur við að fá hnút í magann við að senda efni frá sér þá held ég líka að maður sé alltaf að setja sjálfan sig í þá stöðu að verða fyrir vonbrigðum. Ef þú ert alltaf fullviss um að nú sé neglan sko mætt en svo kannski fer hún ekki á sama flug og þú býst við þá verðurðu fyrir vonbrigðum. Mér finnst það góð tilfinning, að efast um stöffið,“ segir Friðrik Dór að lokum. Tónlist Ástin og lífið Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Friðrik Dór var að senda frá sér plötuna Mæður og ræddi við blaðamann á einlægum nótum um tónlistina, lífið og tilveruna. Platan inniheldur sex lög sem hann segir að séu öll í rólegri kantinum. „Hún er frábrugðin því sem ég hef áður gert að því leytinu til að þetta eru allt lög sem ég samdi alveg einn, ekki í samstarfi við neinn annan. Upptökustjórarnir á þessari plötu voru því að taka upp, útsetja og stækka þessi litlu lög sem ég var búinn að gutla á gítarinn og stóðu sig fáránlega vel í því. Sömuleiðis er eitt lag þarna dúett með Snorra Helgasyni og heitir Birta,“ segir Friðrik Dór en upptökustjórar voru Arnar Guðjónsson, Magnús Jóhann og Guðmundur Óskar Guðmundsson. Smá auka afmælisgjöf fyrir eiginkonuna Mæður kemur út tveimur árum eftir að Friðrik Dór sendi frá sér plötuna Dætur. Í dag er sömuleiðis afmælisdagur Lísu, eiginkonu hans, og segir hann þetta vera svona smá auka afmælisgjöf. „Ég skírði plötuna Mæður því að þetta eru lögin sem voru of þroskuð til að vera á Dætrum. Ég byrjaði að vinna hana fyrir fjórum eða fimm árum. Nokkur af þessum lögum voru samin á sama tíma og ég var að semja plötuna Dætur og þau áttu á einhverjum tímapunkti mögulega að vera hluti af þeirri plötu. Síðan áttu þau bara alls ekki heima í þeim hljómheimi þannig að mér fannst réttara að gera eina stutta og næs skífu þar sem þau myndu bara fá að njóta sín og tala þá meira hvort við annað. Þessir textar eru mikið vangaveltur um lífið og tilveruna.“ Friðrik Dór segir að textarnir séu vangaveltur um lífið og tilveruna. Vísir/RAX „Að vera par og standa í því sem lífið getur kastað í þig“ Friðrik Dór er þekktur fyrir einlæga texta og leyfir sér að vera enn einlægari núna. „Ég held að þetta sé oft á tíðum smá gluggi inn í sálarlífið mitt, segir Friðrik Dór kíminn. „Það sem ég býst við að verði fyrsti síngúll plötunnar er lag sem heitir Aftur ung og er samið eftir að við Lísa eignuðumst stelpuna okkar 2022. Hún er tveggja ára núna og hún átti rosa erfitt fyrsta ár. Hún var mjög mikið veik og við vorum mikið inni á spítalanum með hana. Það var mjög erfitt. Það er svo auðvelt þá stundum að gleyma því að vera par. Lagið er samið út frá þessu og fjallar ekkert um veikindin en það fjallar um það að vera par og standa í því sem lífið getur kastað í þig. Mér þykir mjög vænt um það lag. Svo eru fleiri lög þarna sem eru vangaveltur um hitt og þetta. Mér finnst rosa gott að senda þetta frá mér og losa mig við þetta. Þetta er hálfgerð dagbók sem er gott að geta síðan lokað núna.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Aftur ung: Klippa: Friðrik Dór - Aftur ung „Hvenær er ég orðinn of persónulegur?“ Friðrik Dór hefur ekki mikið verið í opinskáum og berskjaldandi viðtölum á sínum ferli en leyfir sér þó að opna á tilfinningar sínar í gegnum tónlistina. Þegar hann veltir því fyrir sér hvað það sé sem fólk tengi við í tónlistinni sinni segir hann það líklega vera að það er bæði einlægni og auðmýkt í henni. „Mér finnst líka ótrúlega gaman að gera dansmúsík og texta sem eru léttmeti líka en þetta snýst svolítið um það í hvaða tilgangi þú ert að gera textann þinn. Ertu að gera hann bara til að gera eitthvað skemmtilegt, sniðugt og hnyttið þar sem það er gaman að snúa orðum og koma með einhverja ferska leið til að segja „ég er skotinn í þér“? Svo ertu með aðra tegund af textum sem er þá meira maður sjálfur að skrifa hugsanir niður á blað og losa sig við þær.“ Aðspurður hvort það sé einhvern tíma erfitt að senda mjög einlægt efni frá sér svarar Friðrik Dór: „Auðvitað getur það verið smá erfitt. Ég hugsa líka stundum hvenær er ég orðinn of persónulegur? Þannig að ég hef oft skrifað texta og svo áður en ég gef þá út hef ég aðeins tekið þá til baka, dregið einhverja slæðu yfir og aðeins dulbúið það sem ég er að segja. En ég held að það sem sé skrýtnast fyrir mig á þessari plötu er að þessir textar eru kannski svona hrárri en áður og ekki svo mikið búið að draga duluna góðu yfir,“ segir Friðrik Dór og brosir. „Ég held að ég leyfi mér hér að vera enn berskjaldaðri en áður.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Mikill munur á að skrifa texta tvítugur og 35 ára Friðrik Dór hélt sína fyrstu tónleika á Nasa árið 2010 og hefur komið ótal mörgum sinnum fram síðan þá. Sömuleiðis hefur hann gefið út fjöldann allan af lögum og plötum. Þrátt fyrir að Hlið við hlið hafi komið út árið 2009 er það enn þá gríðarlega vinsælt á giggum hjá honum. „Mér þykir ótrúlega vænt um músíkina sem ég gerði þá og mér finnst ótrúlega gaman að flytja hana. Þetta gefur auðvitað mikið, að flytja hana fyrir fólk og sjá hversu margir hafa tengt við hana. Þess vegna heldur maður oft að maður þurfi kannski að ríghalda í þá tegund eða vera sú týpa sem maður var. En á sama tíma er það skrýtið líka, því það er svo mikill munur á mér þegar ég var í kringum tvítugt að skrifa einhverja texta versus það að vera núna orðinn 35 ára.“ Friðrik Dór segir að lífið hafi almennt verið mjög gott en það hafi sömuleiðis kennt honum ýmislegt og því þróist maður að sjálfsögðu. „Svo er það líka þetta óttaleysi sem einkennir gjarnan ungt fólk. Ég er vaxinn upp úr því og er þar af leiðandi í öðrum pælingum núna heldur en þegar ég var ungur og óttalaus, sem betur fer. Mér finnst líka nauðsynlegt að leyfa sér að þróast. Það er alltaf niðurstaðan hjá mér. Sömuleiðis er annað fólk komið í það sem ég var að gera þegar að ég var tvítugur. Þú tengir auðvitað alltaf mest við samferðafólk þitt og ég á ekki að hugsa þannig að ég verði að skrifa texta sem endurspeglar það að vera 15 ára. Það er mjög eðlilegt að ég sé ekki að skrifa eins og ég sé unglingur. En auðvitað er gaman að sjá hvernig lög geta náð til ólíkra kynslóða.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra flutning Friðriks Dórs á Fröken Reykjavík á Bylgjan órafmögnuð: Föðurhlutverkið breytti lífinu og tónlistinni Þá berst talið enn meira að föðurhlutverkinu sem Friðrik Dór segir sannarlega hafa mótað bæði sig og tónlistina sína. Hann og Lísa eignuðust frumburð sinn, Ásthildi, árið 2013 og stóð Friðrik Dór þá sömuleiðis á tímamótum með tónlistarferilinn. „Föðurhlutverkið breytir lífinu, það er klárt. Þetta hefur auðvitað fylgt mér lengi og mér finnst ég sjá breytinguna í tónlistinni minni. Ég gerði fyrstu tvær plöturnar mínar áður en að ég varð pabbi og þær snerust mikið um bara sjálfan mig, yrkisefnið og allt,“ segir Friðrik Dór og hlær. „Ég sem ennþá í fyrstu persónu og allt þannig en pælingarnar eru aðrar og meiri. Fyrst ætlaði ég náttúrulega að hætta í tónlist þegar ég varð pabbi, mér fannst þetta bara ekki ganga upp. En ég er voða glaður að það gerðist ekki.“ Hann segist hafa ákveðið að taka lagið Í síðasta skipti sem „smá svona tilraun til að prófa“ og tók svo eftirminnilega þátt í Söngvakeppninni með lagið árið 2015. „Ég ætlaði aldrei í Eurovision eða neitt svoleiðis. En mér hefur alltaf þótt þetta marka svolítil tímamót. Ég verð seint sakaður um að gera einhverja flókna músík þannig, hún er alltaf aðgengileg, en hún breytist kannski svolítið á þessum tímapunkti. Eftir Í síðasta skipti koma lög á borð við Skál fyrir þér og Fröken Reykjavík. Þetta breytist hratt og eins og maður þarf að gera þegar maður verður foreldri þá þroskast maður dálítið hratt. Ég held að það hafi klárlega gerst hjá mér og skilað sér í tónlistinni.“ Hér má hlusta á plötuna Mæður á streymisveitunni Spotify, á: Fjarlægðist hrokann Hann segir að sömuleiðis hafi hann náð að opna sig svolítið á þessum tíma. „Söngvakeppnin breytti klárlega miklu fyrir mig á sínum tíma og partur af því ferli var að þurfa að vera í alls konar innslögum þar sem það var verið að fjalla um mann. Þá þurfti ég að hleypa fólki aðeins að mér, sem ég held að hafi alveg hjálpað mér.“ Hann segir að tímasetningin hafi sömuleiðis verið góð. „Þá var ég búinn að eiga elstu stelpuna mína í tvö ár. Ég held að ef ég hefði komið inn í eitthvað svona batterí þar sem ég hefði virkilega þurft að sýna inn fyrir vegginn hjá mér nokkrum árum fyrr hefði það ekki alveg verið málið. Ég var alveg hrokafullur ungur strákur.“ Bætir Friðrik Dór þá við að hrokinn sé einnig gott dæmi um þróun. „Við töluðum um óttaleysið áðan sem er eitt og svo er það hrokinn. Stundum var stutt í hrokann hjá manni en núna leyfi ég mér bara að vera með hroka þegar að ég er einn með Lísu, því að maður þarf inn á milli að fá smá útrás fyrir hrokann. En þú þroskast og það er ákveðið æðruleysi sömuleiðis sem kemur inn.“ Friðrik Dór segir að ákveðið æðruleysi og minni hroki hafi fylgt föðurhlutverkinu. Vísir/RAX Hættir við að hætta við Friðrik Dór hefur nokkrum sinnum á sínum ferli gefið til kynna að hann sé hættur í tónlistinni en heldur þó alltaf áfram. „Nú er náttúrulega búið að skilgreina allt í mannlegu fari, um daginn las ég einhverja skilgreiningu á „extroverted introvert“ og ég hugsaði bara já, þetta á allt við um mig,“ segir Friðrik Dór hlæjandi og bætir við: „Ég held að það sé stundum það sem gerir mig eitthvað þreyttan en það er aldrei tónlistin sjálf sem ég er þreyttur á. Það er meira kannski að það sé ekki endilega í mínu náttúrulega eðli að fara út og vera alltaf geðveikt hress. En þegar að ég er kominn upp á svið þá finnst mér mjög gaman, alltaf.“ Hann segist sérstaklega hafa fundið fyrir því í Covid faraldrinum að hann var farinn að sakna þess mikið að koma fram og upplifa þá orku sem það gefur. „Sömuleiðis að vera í þessu sambandi við fólk og eiga þessa tengingu. Mjög oft skapast einhverjir töfrar og það þarf ekkert að vera í einhverjum þúsund manna sal heldur er líka gaman að vera í þessum minni giggum.“ Friðrik Dór nýtur sín vel við að flytja lögin sín á sviðinu.Hulda Margrét/Vísir Á sviðinu líður Friðriki Dór því augljóslega vel. „Í gamla daga töluðu strákarnir alltaf um að ég færi í einhvern trans þegar ég fór upp á svið. Þá allt í einu kviknaði á einhverju og það er alveg þannig ennþá. Það er samt ýmislegt við starfið sem á ekkert endilega fullkomlega við mig og gerir mig stundum þreyttan. Ég segi samt að fyrir einhvern eins og mig sem er smá til baka þá hef ég ótrúlega gott af því að þurfa að fara, stíga á sviðið og opna á nýtt fólk. Að vera stöðugt að ögra mér. Annars væri ég bara, og ég veit það fyrir víst, uppi í sófa. Það væri ekki gott fyrir neinn, hvorki mig né fólkið mitt.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra Friðrik Dór flytja Í síðasta skipti á samnefndum tónleikum þar sem tónleikagestir tóku vel undir: Verðmætt að fólk geti speglað sig í lögunum Í starfinu hittir Friðrik Dór ótal margt fólk og segist vilja að það sé alveg á hreinu að hann dýrki langflest af þeim samtölum og samskiptum sem því fylgir. „Fólk er líka oft að segja manni alls konar sögur til dæmis af því hvernig það tengdi við eitthvað sem þú gerðir. Það er náttúrulega ótrúlega fallegt.“ Ástarlög á borð við Skál fyrir þér eru gjarnan gríðarlega vinsæl hjá pörum en þetta eru lög sem Friðrik Dór hefur samið beint frá sér til konunnar sinnar, Lísu Hafliðadóttur. Frá árinu 2009 hefur hann sótt innblástur í ástina en blaðamaður spyr þá hvort Lísu finnist eitthvað skrýtið við að lög um sig séu svona vinsæl í samfélaginu. „Ég hef svo sem ekkert spurt hana hvort það sé í lagi að fólk fái lögin lánuð,“ segir Friðrik Dór brosandi. „Ég held að henni líði bara eins og mér með það, það er fallegt að fólk tengi við lögin og einlægnin og hversdagsleikinn er held ég einmitt það sem fólk á auðvelt með að tengja við. Það er verðmætt að fólk geti speglað sig við lögin sem maður hefur verið að semja. Skál fyrir þér er einmitt mjög oft lag sem pör tengja við og þetta er náttúrulega bara sagan okkar Lísu, orð fyrir orð. Þannig að sagan er mjög sértæk en á sama tíma lýsir hún fólki sem kynnist sem unglingar og verður fullorðið saman. Ég held að það sé eitthvað sem mörg geta tengt við.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Einlægnin órjúfanlegur hluti af heildinni Aðspurður hvort honum finnist hann alltaf geta sótt innblástur í ástina sína svarar Friðrik Dór: „Já, bæði hæðir og lægðir. Það skýrist líka alltaf svolítið fyrir manni. Stundum er maður að skrifa texta því það er skemmtilegt og stundum dettur manni í hug einhverja skemmtilega setningu, þannig byrjar þetta oft hjá mér. En svo þarf alltaf að vera einhver einlægni finnst mér í mínu efni, eitthvað krydd frá sjálfum þér sem gerir það sem þú ert að segja trúverðugt. Ég hef alveg skrifað texta og sent frá mér en eftir á hugsa ég að séu kannski bara orð sem ríma. Þá vantar eitthvað til að húkka mann við lagið. Þú getur raulað lag og fengið það á heilann en svo er annað að það nái þér tilfinningalega á aðeins dýpra leveli.“ Friðrik Dór segir að einlægnin geri oft gæfumuninn þegar það kemur að textasmíðinni.Vísir/RAX „Hvað myndi Bubbi gera?“ Friðrik Dór segist í dag sjá að tónlistin sé órjúfanlegur hluti af lífi sínu sem er ekki að fara neitt. Framtíðin býður upp á ýmislegt spennandi en þegar hann tekur ákvarðanir í tónlistinni er alltaf ákveðin spurning sem fylgir. „Ef ég er í vafa með hlutina þá hugsa ég oftast: Myndi Bubbi gera þetta? Ef svarið er já þá geri ég það, ef svarið er nei þá geri ég það ekki. Það er að sjálfsögðu ekki byggt á neinum símtölum til Bubba, ég hef aldrei spurt hann en ég hef oft spurt sjálfan mig hvað myndi Bubbi gera? Sumir ganga með svona armbönd WWJD, sem stendur fyrir What would Jesus do, en ég ætti að fá mér armband með HMBG, Hvað myndi Bubbi gera? Ég horfi alltaf til hans. Hann er ennþá að gefa út músík sem er relevant, hann sér ótrúlega vel um sig og fyrir mér er hann á staðnum sem mig langar að vera síðar meir, þar sem hann heldur bara sína tónleika en er ekkert útum allt og þarf þess heldur ekki,“ segir Friðrik Dór og bætir við: „En svo er alls konar sem mig langar til að gera. Mig langar stundum að semja fyrir aðra, stundum langar mig að hjálpa öðrum að koma sér á framfæri, það eru alls konar hlutverk sem ég hef pælt í. Á endanum held ég að ég verði alltaf í þessu, að gera mitt og mína tónlist, en á kantinum reynir maður kannski að draga aðra á flot sem maður hefur trú á og halda áfram að þróast á ólíkum sviðum.“ View this post on Instagram A post shared by Friðrik Dór (@fridrikdor) Góð tilfinning að efast Það hefur sannarlega mikið vatn runnið til sjávar á síðastliðnum fimmtán árum hjá Friðriki Dór og hefur honum tekist að halda sér stöðugt vinsælum í tónlistarheiminum. Hann segir að sjálfsefinn hafi að einhverju leyti verið að þvælast fyrir honum á yngri árum en hann finnur minna fyrir því í dag. „Þegar ég var yngri efaðist ég meira um sönginn og flutninginn og var að velta fyrir mér hvort ég gæti þetta og hitt. Í seinni tíð er ég sem betur fer að mestu laus við að trúa ekki á mig og þegar ég er kominn á svið þá fer ég bara, geri mitt og það er oftast bara nokkuð gott. Ég hef ekkert stórar áhyggjur af því. En ég held að maður losni aldrei undan því að efast um lögin sem maður er að gera. Ég held líka að maður verði að gera það. Um leið og þú hugsar alltaf bara þetta er geggjað, djöfull er ég góður, þá held ég að það verði fljótt að molna undan manni. Ef maður er hættur við að fá hnút í magann við að senda efni frá sér þá held ég líka að maður sé alltaf að setja sjálfan sig í þá stöðu að verða fyrir vonbrigðum. Ef þú ert alltaf fullviss um að nú sé neglan sko mætt en svo kannski fer hún ekki á sama flug og þú býst við þá verðurðu fyrir vonbrigðum. Mér finnst það góð tilfinning, að efast um stöffið,“ segir Friðrik Dór að lokum.
Tónlist Ástin og lífið Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira