Stjórn og stjórnarandstaða samhuga vegna Grindavíkur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 12:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar ræddi meðal annars við fréttastofu vegna aðgerða í þágu Grindvíkinga. Vísir/Arnar Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á Alþingi eru samhuga um það að þær aðgerðir sem gripið verður til fyrir Grindvíkinga verði þverpólitískt verkefni. Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“ Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kom fram í samtali fréttastofu við formenn stjórnarandstöðuflokkanna fyrir utan ráðherrabústaðinn. Formenn allra flokka á þingi funduðu um stöðu mála í Grindavík og aðgerðir en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 13:30. „Þetta var góður fundur og ég fagna því að ríkisstjórnin taki vel í hugmyndir okkar í stjórnarandstöðunni um að nálgast þetta þverpólitískt, það verði einhugur og samstaða um þær aðgerðir til þess að taka utan um Grindvíkinga,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í samtali við fréttastofu. „Það skiptir mjög miklu máli, því að þetta mál er þannig vaxið að þetta þarf að lifa af ríkisstjórnir og þannig líka að það séu ákveðin verkefni sem raunverulega svari spurningum Grindvíkinga og veiti þeim vissu en ekki óöryggi.“ Fóru yfir stöðuna Hvað var það sem ríkisstjórnin kynnti? „Hún kynnti stöðuna. Auðvitað hefði ég viljað sjá sterkari tillögur en um leið sýni ég mikinn skilning í því að það er verið að vinna hlutina áfram,“ segir Þorgerður. „Við ákváðum á þessum fundi, allir flokkar, ríkisstjórn sem stjórnarandstöðuflokkar að formgera samstarfið og gera þetta þannig að þessar risastóru spurningar sem þarf að svara og stórar ákvarðanir, meðal annars út frá ríkisfjármálum, að við verðum þá einhuga í því að fara í það verkefni. Það er mjög mikilvægt og dýrmætt.“ Grindvíkingar fái svör sem fyrst Þorgerður segir að aðgerðirnar eigi að taka gildi sem fyrst. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki nánar um þær. Þannig það var ekki ákveðið hvort kaupa ætti hús Grindvíkinga? „Ja það eru ýmsir valkostir og við höfum lagt áherslu á það í Viðreisn að Grindvíkingar sem eru ólíkir, þeir fái þá ólíka valkosti til að velja um og það er ýmislegt sem verið er að skoða og við ætlum að fara í það hratt, þvert á flokka.“
Grindavík Alþingi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira