Áhorfandi hljóp niður súperstjörnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 15:01 Caitlin Clark er magnaður leikmaður en það hefði getað farið illa í gær. Getty/Andy Lyons Bandaríska körfuboltakonan Caitlin Clark átti frábæran leik með Iowa háskólanum en það dugði þó ekki til sigurs í gær og eftir leik munaði litlu að súperstjarna bandaríska háskólakörfuboltans meiddist illa. Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Clark hefur stóraukið áhuga Bandaríkjamanna á kvennakörfuboltanum og aðsóknin á leiki margfaldast þegar hún mætir á svæðið. Hún stendur líka undir nafni og býður upp á hverja súperframmistöðuna á fætur annarri. Clark nálgast líka óðum stigamet háskólaboltans og er öðrum fremur ástæðan fyrir því að Iowa skólinn er að ógna risunum í háskólaboltanum. 45 stig hennar dugðu hins vegar ekki til sigurs á Ohio State í gær. Ohio State vann 100-92 eftir framlengdan leik. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Stuðningsfólk Ohio State, flestir nemendur við skólann, hlupu inn á völlinn í leikslok til að fagna sigrinum. Clark reyndi að komast sem fyrst af vellinum og til búningsklefa en ekki vildi betur til en að einn af áhorfendunum sem var að hlaupa inn á völlinn hljóp hana niður. Algjörlega óviljandi. Clark sá ekki áhorfandann og steinlá í gólfinu. Liðsfélagar hjálpuðu henni af velli og hún ræddi þetta atvik eftir leikinn. „Ég sá að þau voru hlaupa inn á völlinn sem var í fínu lagi. Gott fyrir þeirra nemendur og frábær sigur hjá þeim,“ sagði Caitlin Clark. Hún sagðist hafa fengið þungt högg og það hafi komið henni algjörlega að óvörum þegar hún sjálf var að reyna að komast sem fyrst í öruggt skjól. „Þetta var frekar óhugnanlegt enda hefði ég getað meiðst illa þarna,“ sagði Clark en þjálfari hennar var reið. „Svona á ekki að geta gerst. Okkar leikmenn ættu að vera öruggir og ætti að geta gengið óhultar af velli. Það er auðvitað mikil vonbrigði að leikmenn okkar geti meiðst á leiðinni til búningsklefa. Það er bara rangt,“ sagði Lisa Bluder, þjálfari Iowa. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter)
Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira