Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 20:22 Ron DeSantis hefur beint spjótum sínum að Disney heima fyrir í Flórída en nú fara spjótin að beinast að Donald Trump í forvali Repúblikana. Stephen Maturen/Getty Images Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember Þetta kemur fram í myndbandi sem DeSantis birtir á Twitter. Success is not final, failure is not fatal: it is the courage to continue that counts. - Winston Churchill pic.twitter.com/ECoR8YeiMm— Ron DeSantis (@RonDeSantis) January 21, 2024 „Ef það er eitthvað sem ég gæti gert til að framkalla hagstæð úrslit - fleiri framboðsheimsóknir, fleiri viðtöl - myndi ég gera það, en ég get ekki beðið sjálfboðaliðana okkar um að bjóða fram tíma sinn og leggja krafta sína af hendi ef það er ekki skýr leið að sigri,“ sagði DeSantis í myndbandinu. „Í dag mun ég, þess vegna, draga framboð mitt til baka.“ Styður Trump gegn Biden „Trump er æðri sitjandi forseta, Joe Biden. Það er skýrt,“ sagði DeSantis einnig í myndbandinu. „Ég skrifaði undir eið um að styðja við frambjóðanda Repúblíkana og ég mun heiðra þann eið,“ sagði hann einnig. Trump fái hans stuðning af því ekki sé hægt að snúa aftur til gömlu Repúblíkananna eða samráðsstefnunnar (e. corporatism) sem hann segir Nikki Haley, annar frambjóðandi Repúblikana, standa fyrir. Þrátt fyrir að lýst yfir sigri á kjörfundunum í Iowa (e. Iowa caucuse) þann 15. janúar síðastliðinn þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Trump og rétt marði Nikki Haley þá hefur dregist töluvert á eftir í New-Hampshire-ríki. Hann mælist þar með um sex prósent á meðan Trump er með 50 prósent og Haley 39 prósent, samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Háskólans í New-Hampshire sem gerðar voru 16. til 19. janúar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Þetta kemur fram í myndbandi sem DeSantis birtir á Twitter. Success is not final, failure is not fatal: it is the courage to continue that counts. - Winston Churchill pic.twitter.com/ECoR8YeiMm— Ron DeSantis (@RonDeSantis) January 21, 2024 „Ef það er eitthvað sem ég gæti gert til að framkalla hagstæð úrslit - fleiri framboðsheimsóknir, fleiri viðtöl - myndi ég gera það, en ég get ekki beðið sjálfboðaliðana okkar um að bjóða fram tíma sinn og leggja krafta sína af hendi ef það er ekki skýr leið að sigri,“ sagði DeSantis í myndbandinu. „Í dag mun ég, þess vegna, draga framboð mitt til baka.“ Styður Trump gegn Biden „Trump er æðri sitjandi forseta, Joe Biden. Það er skýrt,“ sagði DeSantis einnig í myndbandinu. „Ég skrifaði undir eið um að styðja við frambjóðanda Repúblíkana og ég mun heiðra þann eið,“ sagði hann einnig. Trump fái hans stuðning af því ekki sé hægt að snúa aftur til gömlu Repúblíkananna eða samráðsstefnunnar (e. corporatism) sem hann segir Nikki Haley, annar frambjóðandi Repúblikana, standa fyrir. Þrátt fyrir að lýst yfir sigri á kjörfundunum í Iowa (e. Iowa caucuse) þann 15. janúar síðastliðinn þar sem hann lenti í öðru sæti á eftir Trump og rétt marði Nikki Haley þá hefur dregist töluvert á eftir í New-Hampshire-ríki. Hann mælist þar með um sex prósent á meðan Trump er með 50 prósent og Haley 39 prósent, samkvæmt skoðanakönnunum CNN og Háskólans í New-Hampshire sem gerðar voru 16. til 19. janúar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42 Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Trump vann stórsigur í Iowa Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi vann stórsigur í fyrstu forkosningunum í forvali Repúblikana fyrir komandi forsetakosningar í landinu sem fram fóru í Iowa í nótt. 16. janúar 2024 07:42
Trump sigurviss fyrir fyrsta forvalið í Iowa Fyrstu forkosningar Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í ár fara fram í Iowa ríki í nótt. Samkvæmt könnunum er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, langlíklegasti sigurvegarinn. 16. janúar 2024 00:23
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
DeSantis og Christie gagnrýndu Trump fyrir að vera fjarri góðu gamni Sjö frambjóðendur í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári mættust í kappræðum í gærkvöldi. Donald Trump var ekki þeirra á meðal og var gagnrýndur fyrir að taka ekki þátt. 28. september 2023 06:43