Mennirnir á myndinni hafi ekkert með ummælin að gera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2024 12:16 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja. Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira
Fréttin sem um ræðir birtist á sjöunda tímanum í gærkvöldi á vef mbl.is. Þar kom fram að kæra hafi verið lögð fram á hendur einum mótmælanda á miðvikudag. Ekki kom fram hver kærandinn er. Mótmælandinn er sakaður um hatursorðræðu í Facebook-færslu sem mbl birtir skjáskot af, sem hefur verið nafnhreinsað. Færslan hefur verið vélþýdd yfir á ensku en þar er hvatt til morða á gyðingum, hvar sem þá sé að finna. Aðalmynd fréttarinnar er þá af hópi mótmælenda á Austurvelli. María Lilja Þrastardóttir er sú sem kærði frétt mbl til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Hún segist þekkja vel til þeirra Palestínumanna sem hafi mótmælt á Austurvelli að undanförnu. „Ekkert okkar kannast við þessi ummæli fyrir það fyrsta, og það er hreinlega eins og við liggjum öll undir grun, með þessu orðavali, myndavali og órökstuddum ásökunum sem settar voru fram í greininni,“ segir María Lilja. Sjá einnig: Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Enginn blaðamaður er skráður fyrir fréttinni. Því sé kæran sett fram á hendur útgefanda og fréttastjóra miðilsins. „Manneskjurnar sem eru þarna á myndinni hafa ekkert með þetta að gera og í rauninni engin bein tengsl.“ María Lilja birti kæruna til siðanefndarinnar í heild sinni á Facebook í gær, en hún telur fréttina varða við aðra, sjöttu og sjöundu grein siðareglna blaðamanna. „Sem fjalla um framsetningu og heimildaöflun, að setja alvarlega ásakanir ekki fram svona samhengislaust,“ segir María Lilja. Í frétt mbl er einnig vísað til fleiri ummæla sem sagt er að kært hafi verið fyrir, en engin skjáskot af þeim fylgja.
Fjölmiðlar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Tjáningarfrelsi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Sjá meira