„Ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2024 18:47 Arndís gagnrýnir utanríkisráðherra harðlega, fyrir færslu sem hann birti á Facebook í gær. Vísir/Steingrímur Dúi Stjórnarandstöðuþingmaður segir orðræðu utanríkisráðherra í garð Palestínumanna sem mótmæla á Austurvelli, til skammar. Leyfi fyrir tjaldi sem staðið hefur við Alþingishúsið fékkst framlengt í fyrradag. Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framlengingu leyfisins fylgdu þó hert skilyrði. Ekki fékkst áframhaldandi leyfi fyrir minni tjöldum sem staðið hafa fyrir framan Alþingishúsið. Því stendur eftir eitt samkomutjald, þar sem Palestínumenn sem krefjast þess að ríkið láti verða af þegar samþykktum fjölskyldusameiningum, hafa haldið til. Í nýja leyfinu er tekið fram að ekki sé lengur heimilt að gista í tjaldinu. Þá segir að leyfishöfum beri að hlíta tilmælum borgarinnar varðandi staðsetningu tjaldsins næstkomandi mánudag, þegar þing kemur saman í fyrsta sinn á árinu. Tjaldið verður síðan að vera farið fyrir klukkan tvö næstkomandi fimmtudag. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði Reykjavíkurborg hafa gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli, sem hann sagði hörmung að sjá. Tjöldin hefðu ekkert með venjuleg mótmæli að gera og að engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Þá sagði hann núverandi fyrirkomulag hælisleitandamála vera komið úr böndunum, auk þess sem veita þyrfti lögreglunni auknar heimildir í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Einar Þorsteinsson borgarstjóri tjáði sig í dag og sagði misskilning gæta hjá ráðherranum. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla og borgin veitti ekki sérstök leyfi til slíks. Hann tók þó undir að enginn bragur væri á því að á Austurvelli væru tjaldbúðir svo vikum og mánuðum skipti. Ekkert minna en skammarlegt Þingmaður Pírata segir skiljanlegt að utanríkisráðherra þyki óþægilegt að hafa tjaldið á Austurvelli. „Þetta er fólk sem er með samþykkta fjölskyldusameiningu, sem strandar eingöngu á aðgerðaleysi utanríkisráðherra. Þá er auðvitað auðveldara fyrir hann að bölsótast út í borgina, frekar en að taka ábyrgð á eigin aðgerðaleysi,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Hún eigi von á því að málið verði tekið upp á vettvangi þingsins. Með hvaða hætti heldurðu að það yrði helst? „Það þarf auðvitað að snúa við þessari þróun, í þessari orðræðu, sem er gríðarlega skaðleg. Ekki einungis fyrir þessa einstaklinga heldur fyrir okkar góða samfélag.“ Það þarf að snúa þessu við. Tónn færslunnar hafi slegið Arndísi. „Svo er það auðvitað ekkert minna en skammarlegt hvernig utanríkisráðherra talar. Leyfir sér að fara í þessa átt á þeim tímum þar sem við þurfum á samstöðu í okkar samfélagi að halda,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Tengdar fréttir „Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33 Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Tel ekki tilefni til að svara þessari Facebook færslu sérstaklega“ Einar Þorsteinsson, nýr borgarstjóri, segir örla á misskilningi hjá utanríkisráðherra ef hann telji borgina veita leyfi til mótmæla á Austurvelli. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks að mótmæla. Hins vegar sé enginn bragur á því að Austurvöllur sé gerður að tjaldbúðum vikum eða mánuðum saman. Aðrir hópar hafa óskað eftir því að fá að reisa samskonar tjaldbúðir og Palestínumenn. 20. janúar 2024 14:33
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41