Léttir fyrir Óðinn: „Sem betur fer fór hann inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 16:41 Óðinn Þór Ríkharðsson nýtti tækifærið sitt vel í dag. Vísir/Vilhelm „Mér líður ekki vel,“ voru fyrstu orð Óðins Þórs Ríkharðssonar, leikmanns íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sjö marka tap gegn Frökkum á EM í dag, 32-39. „Mér líður ekki vel. Við töpuðum og það er bara orðið langt síðan við unnum síðast leik. Við þurfum að vinna næsta leik og rífa okkur í gang,“ sagði Óðin Þór að leikslokum. Hann segir liðinu þó ekki hafa skort trú á verkefninu. „Nei nei. Þeir eru bara þungir og sterkir og við vorum ekki að ráða við þá í vörninni. Þetta var ekkert flóknara en það. Þeir voru bara góðir sóknarlega.“ „Í dag var þetta ekki nógu gott og eins og ég segi þá voru þeir öflugir í sókn og við þá örugglega lélegir í vörn.“ Eftir tvo slæma leiki í röð skilaði Óðinn virkilega góðri frammistöðu í leik dagsins þrátt fyrir að það hafi ekki skilað liðinu sigri. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum, þar af eitt glæsimark í fyrri hálfleik. „Auðvitað er þetta mikill léttir fyrir mig, en ef ég hefði gert þetta í síðasta leik þá hefðum við unnið þann leik. Þannig þetta gefur ekki neitt meira en það.“ Þá segir Óðinn ekkert sérstakt hafa farið í gegnum hausinn á sér þegar hann ákvað að skjóta fyrir aftan bak í markinu sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Hann segir að sem betur fer hafi boltinn endað í netinu, því annars hefði hann mögulega fengið hárblásarann frá Snorra Steini, þjálfara liðsins. „Ekki neitt, sem betur fer. Það hefði ekki verið gott ef ég hefði klúðrað þessu.“ „Þetta var ósjálfrátt og sem betur fer fór hann inn.“ Klippa: Viðtal við Óðinn eftir Frakkaleik á EM 2024 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 16:28 „Töpuðum fyrir betra liði í dag“ „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Þeir voru sterkari, sérstaklega sóknarlega,“ sagði línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í milliriðli EM karla í handbolta. 20. janúar 2024 16:18 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 39-32 | Ólympíumeistararnir of stór biti fyrir strákana okkar Ólympíumeistarar Frakklands voru of stór biti fyrir strákana okkar í öðrum leik liðanna í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 39-32 og íslenska liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. 20. janúar 2024 16:05 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Mér líður ekki vel. Við töpuðum og það er bara orðið langt síðan við unnum síðast leik. Við þurfum að vinna næsta leik og rífa okkur í gang,“ sagði Óðin Þór að leikslokum. Hann segir liðinu þó ekki hafa skort trú á verkefninu. „Nei nei. Þeir eru bara þungir og sterkir og við vorum ekki að ráða við þá í vörninni. Þetta var ekkert flóknara en það. Þeir voru bara góðir sóknarlega.“ „Í dag var þetta ekki nógu gott og eins og ég segi þá voru þeir öflugir í sókn og við þá örugglega lélegir í vörn.“ Eftir tvo slæma leiki í röð skilaði Óðinn virkilega góðri frammistöðu í leik dagsins þrátt fyrir að það hafi ekki skilað liðinu sigri. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum, þar af eitt glæsimark í fyrri hálfleik. „Auðvitað er þetta mikill léttir fyrir mig, en ef ég hefði gert þetta í síðasta leik þá hefðum við unnið þann leik. Þannig þetta gefur ekki neitt meira en það.“ Þá segir Óðinn ekkert sérstakt hafa farið í gegnum hausinn á sér þegar hann ákvað að skjóta fyrir aftan bak í markinu sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Hann segir að sem betur fer hafi boltinn endað í netinu, því annars hefði hann mögulega fengið hárblásarann frá Snorra Steini, þjálfara liðsins. „Ekki neitt, sem betur fer. Það hefði ekki verið gott ef ég hefði klúðrað þessu.“ „Þetta var ósjálfrátt og sem betur fer fór hann inn.“ Klippa: Viðtal við Óðinn eftir Frakkaleik á EM 2024
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 16:28 „Töpuðum fyrir betra liði í dag“ „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Þeir voru sterkari, sérstaklega sóknarlega,“ sagði línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í milliriðli EM karla í handbolta. 20. janúar 2024 16:18 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 39-32 | Ólympíumeistararnir of stór biti fyrir strákana okkar Ólympíumeistarar Frakklands voru of stór biti fyrir strákana okkar í öðrum leik liðanna í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 39-32 og íslenska liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. 20. janúar 2024 16:05 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 16:28
„Töpuðum fyrir betra liði í dag“ „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Þeir voru sterkari, sérstaklega sóknarlega,“ sagði línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í milliriðli EM karla í handbolta. 20. janúar 2024 16:18
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 39-32 | Ólympíumeistararnir of stór biti fyrir strákana okkar Ólympíumeistarar Frakklands voru of stór biti fyrir strákana okkar í öðrum leik liðanna í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 39-32 og íslenska liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. 20. janúar 2024 16:05