Enn tapast tækifærin Jón Skafti Gestsson skrifar 20. janúar 2024 09:01 Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Skafti Gestsson Orkumál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við hlaðvarpið „Ein pæling“ lét forstjóri Landsvirkjunar þau orð falla að ekki væri hægt að útiloka að til rúllandi rafmagnsleysis kæmi á Íslandi, þar sem gera þarf heilu landsvæðin rafmagnslaus í senn og rafmagnsleysið „rúllar því um landið“. Orð forstjórans eru enn ein vísbendingin um alvarlega stöðu í raforkumálum þjóðarinnar til lengri og skemmri tíma. Nú þegar hefur fjöldinn allur af töpuðum tækifærum til atvinnuþróunar orðið vegna skorts á raforku valdið efnahagslegum skaða til lengri tíma. Ef rúllandi rafmagnsleysi bætast þar við er um efnahagslegt stórslys að ræða. Þetta minnir á mikilvægi þess fyrir hverja þjóð að farið sé vel með auðlindir og verðmæti. Raforka er ekki bara nauðsynleg forsendar allrar atvinnuþróunar til frambúðar heldur takmörkuð auðlind og þess eðlis að notkun eins kemur í veg fyrir notkun annars. Það er því samfélaginu öllu fyrir bestu að haga málum þannig að takmörkuð verðmæti fari til þeirra sem mest gagn hafa af. Um það er í raun ekki deilt heldur hvaða leiðir á að fara til að leiða fram þá niðurstöðu. Til þess hafa markaðslausnir reynst farsælastar og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við eru virkir markaðir grundvöllur bæði raforkuviðskipta og orkuöryggis til bæði lengri og skemmri tíma enda mælir margt með því að hagkvæmara sé að bregðast við skorti með verðhækkun en skömmtunum. Tilkoma íslensks raforkumarkaðar Elma orkuviðskipta er því fagnaðarefni og mikilvægt framfaraskref í íslenskum raforkumálum. Með virkum raforkumarkaði skapast forsendur til að leysa mörg þeirra vandamála sem hafa orðið til þess að forstjóri stærsta orkufyrirtækis þjóðarinnar útilokar ekki rúllandi rafmagnsleysi. Rafmagnsleysi og skerðingar margfalt dýrari Virði raforku er jafnan langt umfram raforkuverð. Það er með öðrum orðum jafnan mikill ábati sem fylgir því að kaupa raforku, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki. Það má einnig orða það þannig að þegar raforka fæst ekki afhent, hvort sem er vegna skerðinga eða truflana, þá er kostnaðurinn fyrir samfélagið margfaldur á við markaðsverð raforkunnar. Til dæmis var það mat Starfshóps um rekstrartruflanir í raforkukerfinu sem heldur utan um kostnað vegna fyrirvaralausra truflana á afhendingu raforku að þjóðhagslegur kostnaður vegna truflana árið 2022 hafi numið 1,8 milljörðum króna eða um 700 kr/kWst. Til samanburðar var meðalverð á forgangsorku hjá Landsvirkjun það árið 6,2 kr/kWst. Innan við 1% af kostnaði við truflanir. Þótt skerðingar á afhendingu raforku séu ekki jafnkostnaðarsamar og truflanir eru þær einnig margfalt dýrari en markaðsverð raforku. Samkvæmt skýrslu sem EFLA vann fyrir Landsnet nam kostnaður við skerðingar á afhendingu raforku veturinn 2021-2022 nálægt 5 milljörðum króna eða sem nam 17,8 kr/kWst – þrefalt markaðsverð forgangsorku árið 2022. Þessi mikli hlutfallslegi munur á virði raforku og markaðsverðs sýnir svo ekki verður um villst að mikil tækifæri eru til virkari viðskipta á markaði sem gætu útilokað möguleikann á rúllandi rafmagnsleysi ef rétt er að staðið. Hvarvetna hafi það sýnt sig að notendur vilja frekar borga hátt verð en að verða rafmagnslausir. Raforkumarkaður eykur framboðsöryggi Í niðurstöðum starfshóps um orkuöryggi á heildsölumarkaði fyrir raforku frá árinu 2020 segir: „Ýmsar leiðir má fara til að tryggja jafnvægi í framboði og eftirspurn út frá sjónarmiðum um raforkuöryggi. Í grófum dráttum má segja að þær séu af tvennum toga. Annars vegar leiðir til að auka virkni heildsölumarkaðar með raforku og hins vegar reglusetning sem einkum lýtur að því að skýra ábyrgð og hlutverk stjórnvalda og markaðsaðila, og gefa stjórnvöldum heimildir til að bregðast við sé það nauðsynlegt til að tryggja að framboð raforku geti mætt eftirspurn.“ Slíkum heimildum verður hins vegar almennt ekki beitt nema ljóst sé að markaðurinn geti ekki tryggt fullnægjandi öryggi. Sanngjarnt verð sem ákvarðast af framboði og eftirspurn á virkum markaði er einhver besta trygging sem til er að ekki komi til skorts á vöru, bæði til lengri og skemmri tíma. Til lengri tíma litið veita markaðir upplýsingar um eftirspurn og væntanlegt markaðsverð raforku, nauðsynlegar upplýsingar svo aðilar á markaði geti tekið skynsamlegar og tímanlegar ákvarðanir um byggingu virkjana til að mæta eftirspurn framtíðar. Sú staða hefur nú ítrekað komið upp að verð á raforkumarkaði hefur haldist of lágt til að framboð haldi í við eftirspurn. Komi ekki til verðhækkana eða aukins framboð verður skortur hið eðlilega ástand til frambúðar. Til skamms tíma er erfitt að auka framboð raforku og því hækkar jafna verð til að draga úr eftirspurn. Hér á landi eru hins vegar mikill meirihluti orkuviðskipta bundinn í langtímasamninga þar sem verð þróast ekki í samræmi við framboð og eftirspurn raforku. Til skamms tíma hækkar því verð ekki og framboð eykst ekki heldur. Afleiðingin er skortur sem er leystur utan markaða eftir óþekktum forsendum. Allar líkur eru á því að skorturinn sé leystur á óhagkvæman hátt við svona aðstæður og þjóðfélagið tapar verðmætum. Virkja þarf fleiri markaðslausnir Áhyggjur eru af því að skortur myndist hjá almennum notendum á meðan stórnotendur fái áfram afhenda raforku í samræmi við samninga eða yfirbjóði almenna notendur en ólíklegt er að hagkvæmt sé að skammta og forgangsraða út úr því ástandi. Vænlegra er að virkja frekar markaðslausnir til þess að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem raforka er. Til að mynda er hægt að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar með fleiri leiðum en nýjum virkjunum eða skömmtun og skerðingu á raforkuafhendingu. Til skamms tíma er markaður með sveigjanlega eftirspurn fýsilegur kostur til að ná jafnvægi á markaðsforsendum. Með samningum um sveigjanlega eftirspurn þar sem notendum raforku er greitt fyrir að nota ekki raforku sem þeir hafa tryggt sér myndast grundvöllur fyrir kvikari og betri virkni markaðar auk þess sem það dregur úr aflþörf á markaði. Okkur stendur fjöldinn allur af mögulegum markaðslausnum til boða. Við þurfum bara að grípa tækifærin. Höfundur er orkuhagfræðingur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun