Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 19:52 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, er óánægður með framlengingu Reykjavíkurborgar á leyfi tjaldbúa við Austurvöll. Tjaldbúðirnar séu hörmung og herða þurfi landamæraeftirlit. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, skrifar um tjaldbúðirnar á Austurvelli í Facebook-færslu. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifar Bjarni í færslunni. „Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku,“ skrifar hann einnig. „Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði,“ segir jafnframt í færslunni. Mótmæli í tjaldbúðunum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga. Í nýju leyfir Reykjavíkurborg er mótmælendum settar meiri skorður, meg bara vera með eitt tjald á Austurvelli og mega ekki gista í því. Ætti ekki að líðast að þjóðfána sé flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti Óskiljanlegt sé að tjaldbúðirnar hafi fengið að viðgangast og að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins. Hann gefur ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins. „Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti,“ segir hann í færslunni. Bjarni segir að þeir sem mótmæli séu í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin og að hærra hlutfall umsókna sé jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza,“ skrifar hann í færslunni. Auka þurfi eftirlit og herða reglur Í lok færslunnar segir Bjarni að næsta sem þurfi að gerast í málaflokknum sé að herða reglur um hælisleitendamál, samræma við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum og auka þurfi eftirlit á landamærum. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi,“ skrifar hann. „Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi,“ segir hann að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, skrifar um tjaldbúðirnar á Austurvelli í Facebook-færslu. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifar Bjarni í færslunni. „Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku,“ skrifar hann einnig. „Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði,“ segir jafnframt í færslunni. Mótmæli í tjaldbúðunum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga. Í nýju leyfir Reykjavíkurborg er mótmælendum settar meiri skorður, meg bara vera með eitt tjald á Austurvelli og mega ekki gista í því. Ætti ekki að líðast að þjóðfána sé flaggað fyrir framan Alþingi svo vikum skipti Óskiljanlegt sé að tjaldbúðirnar hafi fengið að viðgangast og að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins. Hann gefur ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins. „Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti,“ segir hann í færslunni. Bjarni segir að þeir sem mótmæli séu í landi sem fær margfalt fleiri umsóknir hælisleitenda en nágrannaríkin og að hærra hlutfall umsókna sé jafnframt tekið til efnislegrar meðferðar hér með jákvæðri niðurstöðu. „Ekkert Norðurlandanna hefur tekið við fleiri Palestínumönnum en Ísland undanfarið og ekkert annað land hefur tekið til flýtimeðferðar beiðnir um fjölskyldusameiningar eftir 7. október. Þessi hópur krefst þess nú að íslensk stjórnvöld gangi einnig lengra en allar nágrannaþjóðir til þess að tryggja að það fólk komist frá Gaza,“ skrifar hann í færslunni. Auka þurfi eftirlit og herða reglur Í lok færslunnar segir Bjarni að næsta sem þurfi að gerast í málaflokknum sé að herða reglur um hælisleitendamál, samræma við það sem gerist hjá nágrannaþjóðum og auka þurfi eftirlit á landamærum. „Núverandi fyrirkomulag er algerlega komið úr böndunum, bæði varðandi kostnað og fjölda umsókna. Innviðir okkar komnir að þolmörkum og á því þingi sem tekur aftur til starfa á mánudaginn fram á sumar skiptir öllu að á þessum málum verði tekið af festu og öryggi,“ skrifar hann. „Alþingi hefur ítrekað brugðist og hafnað tillögum dómsmálaráðherra sem m.a. hafa átt að taka á þessari stöðu, þótt nokkur jákvæð skref hafi verið tekin. Samhliða þessu þarf að styrkja lögregluna m.a. með auknum heimildum í baráttunni gegn brotastarfsemi, þ.m.t. alþjóðlegri brotastarfsemi,“ segir hann að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Sjá meira
Mega bara vera með eitt tjald og mega ekki gista í því Mótmæli í tjaldbúðum á Austurvelli hafa staðið yfir í 24 daga en með nýju leyfi Reykjavíkurborgar hafa mótmælendum verið settar meiri skorður. Nú mega þeir bara vera með eitt tjald og ekki gista í því. 19. janúar 2024 21:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent