Halla lítur í kringum sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 13:55 Halla hefur staðið vaktina Hjá Höllu í rúman áratug. Halla María Svansdóttir, veitingakona í Grindavík sem rekið hefur veitingastaðinn hjá Höllu í heimabæ sínum, segir tíma til kominn að vera raunsæ og hugsa um sjálfan sig. Hún leitar að atvinnuhúsnæði til leigu í eitt til tvö ár. Hjá Höllu hefur verið rekinn í Grindavík frá árinu 2016 og áherslan lögð á heimilislegan og hollan mat. Um leið hefur verið reynt að svara kalli viðskiptavinarins. Halla fór í útrás árið 2018 og opnaði Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli sem notið hefur mikilla vinsælda. Halla segir í færslu á Facebook að hún hafi fulla trú á að Grindvíkingar muni eiga þann kost að snúa aftur heim einn daginn. En á meðan óvissan sé svo mikil þurfi þau aðstöðu til að halda áfram með reksturinn. „Ég er svo sammála, það þarf að vera raunsær þó það sé ekki auðvelt. Ég er búin að gefa allt svigrúm sem ég tel vera hægt að gefa frá minni hálfu til þess að bíða eftir góðum svörum en ég held að við verðum að bíða áfram. Óvissan hefur verið mikil hjá Grindvíkingum undanfarin ár. Rætt var við Höllu í Íslandi í dag árið 2021 þegar gaus í Fagradalsfjalli. Ég trúi því að framtíðin sé björt fyrir Grindavík en hvenær sú framtíð byrjar er óljóst. Á meðan er ég ekki tilbúin að sleppa tökum og ætla að halda áfram og vera tilbúin að fara til baka þegar tími gefst og er réttur fyrir hvern og einn,“ segir Halla. „Það er líka mikilvægt að allir skilji og taki tillit til ákvarðana sem hver og einn tekur fyrir sig og sína. Það er búið að sanna það fyrir löngu að ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá gerir það enginn fyrir þig.“ Halla segist í leit að vinnslueldhúsi með góðu borðplássi og góðu kæli- og frystiplássi. Þau horfi bæði til Reykjanesbæjar, þar sem þau hafa fengið inni hjá Axel og félögum í Skólamat undanfarnar vikur, og höfuðborgarsvæðisins. „Endilega ef þið hafið eitthvað fyrir okkur eða þekkið einhvern sem á eitthvað fyrir okkur þá erum við til í að skoða það.“ Grindavík Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Hjá Höllu hefur verið rekinn í Grindavík frá árinu 2016 og áherslan lögð á heimilislegan og hollan mat. Um leið hefur verið reynt að svara kalli viðskiptavinarins. Halla fór í útrás árið 2018 og opnaði Hjá Höllu á Keflavíkurflugvelli sem notið hefur mikilla vinsælda. Halla segir í færslu á Facebook að hún hafi fulla trú á að Grindvíkingar muni eiga þann kost að snúa aftur heim einn daginn. En á meðan óvissan sé svo mikil þurfi þau aðstöðu til að halda áfram með reksturinn. „Ég er svo sammála, það þarf að vera raunsær þó það sé ekki auðvelt. Ég er búin að gefa allt svigrúm sem ég tel vera hægt að gefa frá minni hálfu til þess að bíða eftir góðum svörum en ég held að við verðum að bíða áfram. Óvissan hefur verið mikil hjá Grindvíkingum undanfarin ár. Rætt var við Höllu í Íslandi í dag árið 2021 þegar gaus í Fagradalsfjalli. Ég trúi því að framtíðin sé björt fyrir Grindavík en hvenær sú framtíð byrjar er óljóst. Á meðan er ég ekki tilbúin að sleppa tökum og ætla að halda áfram og vera tilbúin að fara til baka þegar tími gefst og er réttur fyrir hvern og einn,“ segir Halla. „Það er líka mikilvægt að allir skilji og taki tillit til ákvarðana sem hver og einn tekur fyrir sig og sína. Það er búið að sanna það fyrir löngu að ef þú hugsar ekki um sjálfan þig þá gerir það enginn fyrir þig.“ Halla segist í leit að vinnslueldhúsi með góðu borðplássi og góðu kæli- og frystiplássi. Þau horfi bæði til Reykjanesbæjar, þar sem þau hafa fengið inni hjá Axel og félögum í Skólamat undanfarnar vikur, og höfuðborgarsvæðisins. „Endilega ef þið hafið eitthvað fyrir okkur eða þekkið einhvern sem á eitthvað fyrir okkur þá erum við til í að skoða það.“
Grindavík Veitingastaðir Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira