Körfuboltakvöld: Sara Rún er komin heim en hver á að detta út? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 16:45 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu þar sem hún hefur farið á kostum undanfarin ár. Vísir/Bára Íslenska landsliðskonan og körfuboltakona ársins, Sara Rún Hinriksdóttir, hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og það sem meira er að hún ætlar að spila aftur með uppeldisfélagi sínu í Keflavík. Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira