We are absolutely devastated by Dejan Milojević's sudden passing.
— Golden State Warriors (@warriors) January 17, 2024
This is a shocking and tragic blow for everyone associated with the Warriors and an incredibly difficult time for his family, friends, and all of us who had the incredible pleasure to work with him.
We grieve… pic.twitter.com/0wExlLlu5z
Dejan Milojević var kraftframherji upp á 2.01 metra, hann hóf ferilinn í heimalandi sínu árið 1994 og lék með Beovuk, FMP, Buducnost og Partizan. Auk þess spilaði hann fyrir Valencia á Spáni og Galatasaray í Tyrklandi. Hann var hluti af gríðarsterku liði Serbíu sem vann gullverðlaun á Evrópumótinu 2001.
Eftir að ferlinum lauk sneri hann sér að þjálfun fyrir félagið Mega Basket. Þar þjálfaði hann meðal annars Nikola Jokic, verðmætasta leikmanns NBA úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Hann hefur verið aðstoðarþjálfari Warriors síðan 2021.
Leik Golden State Warriors og Utah Jazz, sem átti að hefjast klukkan tvö í nótt, hefur verið frestað um ókominn tíma.