Berjast um bestu tillöguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2024 17:25 Dekkjaverkstæði N1 nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa í vesturbæ Reykjavíkur. Arkítektastofurnar Trípolí, Gríma arkitektar og Sei Studio keppast um bestu tillöguna að þróun lóðar Festar við Ægisíðu 102 í Reykjavík sem í dag hýsir þjónustustöð N1. Íbúabyggð kemur á svæðið og lofar Festi góðu samtali í nágrenninu. Tæp tíu ár eru liðin síðan N1 tilkynnti að til stæði að loka bensínstöðinni. Um er að ræða sögulega bensínstöð frá 1957 en hún var fyrsta sjálfsafgreiðslustöðin á Íslandi. Til stóð að hætta rekstrinum eigi síðar en í janúar í fyrra en ekki hefur orðið af því enn sem komið er. Lokun stöðvarinnar er að hluta háð deiliskipulagi við verslun Krónunnar á Fiskislóð þar sem Reykjavíkurborg hefur gefið grænt ljós á sjálfsafgreiðslustöð með fjórum dælum. Deiliskipulagið hefur ekki verið samþykkt. Í tilkynningu frá Festi segir að bensínafgreiðsla færist á lóð Krónunnar á Granda um leið og sú breyting verði fær. Á Ægissíðu verði áfram starfrækt dekkjaverkstæði og önnur þjónusta þar til hægt verði að hefjast handa við frekari þróun á svæðinu að tilskyldum leyfum, svo sem með samþykkt á deiluskipulagi. Við samruna Festar og N1 árið 2018 kom fram að til stæði að opna Krónu á Ægisíðu auk íbúðarhúsnæðis. Samkvæmt samkomulagi Festar við Reykjavíkurborg á Festi byggingarétt á lóðinni. Byggingarmagnið gæti orðið 25-30 þúsund fermetrar samkvæmt fjárfestakynningu Festis árið 2021. Þáverandi forstjóri Festar sagði félagið ekki sjálft ætla að byggja heldur búa til deiliskipulag og selja byggingaraðilum. Valnefnd kemur til með að velja þá tillögu arkitektanna sem best þykir falla að áformum um vinnu við deiliskipulag sem taka á mið af Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í valnefnd um þróun lóðarinnar sitja Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt, G. Oddur Víðisson, arkitekt og Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Við val á arkitektastofum til þátttöku var einkum litið til þess að framsýni og næmni kæmi fram í fyrrum verkum þeirra og að stofurnar væru með reynslu af skipulagi og þróun þar sem lögð er áhersla á góða nýtingu lands og þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir að niðurstaða um val á tillögu liggi fyrir í mars næstkomandi en Reykjavíkurborg verður til ráðgjafar við yfirferð á tillögunum. Lofa góðu samtali við íbúa svæðisins „Það er mikið framfaraskref að nú sé þessi vegferð hafin þar sem gott samtal við íbúa svæðisins og Reykjavíkurborg verður leiðarstefið í allri vinnu þegar kemur að hönnun og útfærslu á svæðinu í heild. Við hlökkum til að sjá tillögurnar og leggjum okkur fram um að vanda alla þá vinnu sem fram undan er í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg þannig að uppbyggingin falli sem best að áformum hennar, hverfinu til sóma,“ segir Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festar, tekur undir þetta. „Við erum gríðarlega ánægð með að loks sé þetta verkefni komið af stað. Stofurnar sem valdar voru fá einstakt tækifæri til að spreyta sig á hönnun þessa verðmæta svæðis sem er íbúum borgarinnar svo mikilvægt. Fyrir liggur stefna Reykjavíkurborgar um að sú starfsemi sem á lóðinni er víki og í staðinn komi íbúabyggð. Með samkeppni um þróun svæðisins teljum við mestar líkur á að niðurstaða fáist sem falli að þörfum íbúa og borgarinnar.“ Reykjavík Festi Skipulag Bensín og olía Tengdar fréttir Ný bensínstöð markar tímamót Á horni bílastæðisins við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar framkvæmdir sem marka ákveðin tímamót. 10. október 2019 14:45 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Tæp tíu ár eru liðin síðan N1 tilkynnti að til stæði að loka bensínstöðinni. Um er að ræða sögulega bensínstöð frá 1957 en hún var fyrsta sjálfsafgreiðslustöðin á Íslandi. Til stóð að hætta rekstrinum eigi síðar en í janúar í fyrra en ekki hefur orðið af því enn sem komið er. Lokun stöðvarinnar er að hluta háð deiliskipulagi við verslun Krónunnar á Fiskislóð þar sem Reykjavíkurborg hefur gefið grænt ljós á sjálfsafgreiðslustöð með fjórum dælum. Deiliskipulagið hefur ekki verið samþykkt. Í tilkynningu frá Festi segir að bensínafgreiðsla færist á lóð Krónunnar á Granda um leið og sú breyting verði fær. Á Ægissíðu verði áfram starfrækt dekkjaverkstæði og önnur þjónusta þar til hægt verði að hefjast handa við frekari þróun á svæðinu að tilskyldum leyfum, svo sem með samþykkt á deiluskipulagi. Við samruna Festar og N1 árið 2018 kom fram að til stæði að opna Krónu á Ægisíðu auk íbúðarhúsnæðis. Samkvæmt samkomulagi Festar við Reykjavíkurborg á Festi byggingarétt á lóðinni. Byggingarmagnið gæti orðið 25-30 þúsund fermetrar samkvæmt fjárfestakynningu Festis árið 2021. Þáverandi forstjóri Festar sagði félagið ekki sjálft ætla að byggja heldur búa til deiliskipulag og selja byggingaraðilum. Valnefnd kemur til með að velja þá tillögu arkitektanna sem best þykir falla að áformum um vinnu við deiliskipulag sem taka á mið af Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Í valnefnd um þróun lóðarinnar sitja Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt, G. Oddur Víðisson, arkitekt og Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Við val á arkitektastofum til þátttöku var einkum litið til þess að framsýni og næmni kæmi fram í fyrrum verkum þeirra og að stofurnar væru með reynslu af skipulagi og þróun þar sem lögð er áhersla á góða nýtingu lands og þéttingu byggðar. Gert er ráð fyrir að niðurstaða um val á tillögu liggi fyrir í mars næstkomandi en Reykjavíkurborg verður til ráðgjafar við yfirferð á tillögunum. Lofa góðu samtali við íbúa svæðisins „Það er mikið framfaraskref að nú sé þessi vegferð hafin þar sem gott samtal við íbúa svæðisins og Reykjavíkurborg verður leiðarstefið í allri vinnu þegar kemur að hönnun og útfærslu á svæðinu í heild. Við hlökkum til að sjá tillögurnar og leggjum okkur fram um að vanda alla þá vinnu sem fram undan er í góðu samstarfi við Reykjavíkurborg þannig að uppbyggingin falli sem best að áformum hennar, hverfinu til sóma,“ segir Óðinn Árnason, framkvæmdastjóri Festi fasteigna. Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festar, tekur undir þetta. „Við erum gríðarlega ánægð með að loks sé þetta verkefni komið af stað. Stofurnar sem valdar voru fá einstakt tækifæri til að spreyta sig á hönnun þessa verðmæta svæðis sem er íbúum borgarinnar svo mikilvægt. Fyrir liggur stefna Reykjavíkurborgar um að sú starfsemi sem á lóðinni er víki og í staðinn komi íbúabyggð. Með samkeppni um þróun svæðisins teljum við mestar líkur á að niðurstaða fáist sem falli að þörfum íbúa og borgarinnar.“
Reykjavík Festi Skipulag Bensín og olía Tengdar fréttir Ný bensínstöð markar tímamót Á horni bílastæðisins við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar framkvæmdir sem marka ákveðin tímamót. 10. október 2019 14:45 Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45 N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Ný bensínstöð markar tímamót Á horni bílastæðisins við verslunarkjarnann Lindir í Kópavogi eru hafnar framkvæmdir sem marka ákveðin tímamót. 10. október 2019 14:45
Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11. maí 2019 12:45
N1 tilbúið að selja bensínstöðvar til að liðka fyrir kaupunum á Festi N1 er tilbúið til þess að selja þrjár bensínstöðvar félagsins auk vörumerkisins "Dælan“ til nýrra og óháðra aðila á markaði til þess að eyða samkeppnishindrunum sem Samkeppniseftirlitið hefur talið að leitt gætu af samruna N1 og Festar. 27. júní 2018 11:15