Leikskólamál Reykjavíkurborgar Hlynur Ólafsson skrifar 17. janúar 2024 14:30 Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við. Eitt er sameiginlegt með öllum mínum börnum, og það er að Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig í stykkinu í að geta boðið þeim pláss á leikskóla þegar æskilegt væri að þeir tækju við keflinu ef svo má að orði komast, og vanrækja þar með eina af grunnskyldum sínum sem sveitarfélag. Í tíð þeirra sem hafa farið fyrir búsforráðum í Ráðhúsinu síðastliðin kjörtímabil virðist sem svo að biðlistar hafa eingöngu lengst, en þeir hampa engu að síður sjálfum sér í fjölmiðlum fyrir þann “árangur” sem náðst hefur í leikskólamálum og skreyta sig með stolnum fjöðrum þeirra sem réttilega eiga lof skilið í þessara að því er virðist vonlausu baráttu, sem eru starfsmenn leikskólanna. Aðgerðarplanið Brúum bilið er fjarri því að brúa bilið þar sem með allri þessari þéttingu byggðar þá er ekki pláss fyrir börn þeirra sem flytja í hverfin á leikskólum því þeir virðast ekki fjölga leikskólaplássum með auknum fólksfjölda. Byggðin þéttist, en leikskólanetið þynnist. Leikskólinn Hlíð lokaði í október 2022 vegna myglu og stendur hann ennþá lokaður vegna þessa hvimleiða og tíða vandamáls. Hvernig getur það staðist að það taki meira en 18 mánuði að laga það vandamál? Svo er það nýjasta útspil Reykjavíkurborgar að bjóða þeim sem eru með börn hjá dagforeldrum og hafa náð 18 mánaða aldri aukalegar greiðslur ef þau hafa ekki fengið inn á leikskóla (sem er nokkuð algengt). Hvað með okkur sem fá ekki inn hjá leikskóla né dagforeldrum? Við þurfum endalaust að vera að takmarka atvinnu, skóla, og frítíma á meðan er borgarstjórn er of upptekin við að klappa sér á bakið til að sjá vandamálið og gera eitthvað í því. Það er innileg von mín að Einar muni standa sig betur en Dagur hefur gert síðastliðin ár, þó svo að ég geti ekki verð mjög bjartsýnn á það. Höfundur er faðir í Reykjavík.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun