FBI rannsakar kynferðisglæpi tískumógúls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 06:28 Abercrombie & Fitch er þekkt fyrir það að hálfnaktir ungir karlmenn standi við inngang búðanna. Getty/Edward Wong Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið. Mike Jeffries var framkvæmdastjóri Abercrombie & Fitch í yfir tvo áratugi, frá 1992 til 2014. Fjöldi ungra karlmanna hefur kært Jeffries og maka hans, Matthew Smith, til lögreglu. Þeir eru grunaðir um að hafa nýtt valdastöðu sína og lofað ungum karlmönnum, sem vildu ólmir sitja fyrir tískumerkið, gulli og grænum skógum. Þess í stað hafi þeir gerst sekir um mansal með því að hafa kynferðislega misnotað, og leyft öðrum að kynferðislega misnota, unga menn á viðburðum sem þeir héldu bæði á heimili sínu í New York og víðs vegar um heim. FBI telur að Jeffries og Smith hafi misnotað meira en hundrað unga menn. Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri Abercrombie & Fitch, er til vinstri á myndinni.Getty/Michael Loccisano Meint kynferðisbrot Jeffries og Smith komu upp á yfirborðið þegar átta karlmenn stigu fram í heimildaþáttaröð og hlaðvarpi hjá breska ríkisútvarpinu. Allir þeirra sögðust hafa verið viðstaddir viðburði Jeffries í borgum á borð við Lundúnir, París og Marrakesh á árunum 2009 til 2015. Þeir sökuðu Jeffries og Smith um að hafa sjálfir leitað á þá kynferðislega eða fyrirskipað þeim að stunda kynlíf hver með öðrum. Rannsókn BBC leiddi í ljós að viðburðirnir og kynferðisbrotin voru vel skipulögð og fjöldi fólks kom að því að útvega strákana. Einn þeirra, James Jacobsson sem nú er sjötugur, neitaði því staðfastlega í viðtali við BBC að hafa nokkuð rangt gert og sagði ungu mennina hafa sótt þessa viðburði af eigin sjálfsdáðum og með mikilli tilhlökkun. Abercrombie & Fitch hefur fordæmt hegðun Jeffries og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að því sé „misboðið“ að hann hafi komið svona fram. Fyrirtækið hefur ákveðið að minnka eftirlaunagreiðslur til Jeffries til muna, eða um eina milljón Bandaríkjadala á ári, sem nemur um 138 milljónum króna. Bandaríkin Tíska og hönnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32 Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Mike Jeffries var framkvæmdastjóri Abercrombie & Fitch í yfir tvo áratugi, frá 1992 til 2014. Fjöldi ungra karlmanna hefur kært Jeffries og maka hans, Matthew Smith, til lögreglu. Þeir eru grunaðir um að hafa nýtt valdastöðu sína og lofað ungum karlmönnum, sem vildu ólmir sitja fyrir tískumerkið, gulli og grænum skógum. Þess í stað hafi þeir gerst sekir um mansal með því að hafa kynferðislega misnotað, og leyft öðrum að kynferðislega misnota, unga menn á viðburðum sem þeir héldu bæði á heimili sínu í New York og víðs vegar um heim. FBI telur að Jeffries og Smith hafi misnotað meira en hundrað unga menn. Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri Abercrombie & Fitch, er til vinstri á myndinni.Getty/Michael Loccisano Meint kynferðisbrot Jeffries og Smith komu upp á yfirborðið þegar átta karlmenn stigu fram í heimildaþáttaröð og hlaðvarpi hjá breska ríkisútvarpinu. Allir þeirra sögðust hafa verið viðstaddir viðburði Jeffries í borgum á borð við Lundúnir, París og Marrakesh á árunum 2009 til 2015. Þeir sökuðu Jeffries og Smith um að hafa sjálfir leitað á þá kynferðislega eða fyrirskipað þeim að stunda kynlíf hver með öðrum. Rannsókn BBC leiddi í ljós að viðburðirnir og kynferðisbrotin voru vel skipulögð og fjöldi fólks kom að því að útvega strákana. Einn þeirra, James Jacobsson sem nú er sjötugur, neitaði því staðfastlega í viðtali við BBC að hafa nokkuð rangt gert og sagði ungu mennina hafa sótt þessa viðburði af eigin sjálfsdáðum og með mikilli tilhlökkun. Abercrombie & Fitch hefur fordæmt hegðun Jeffries og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að því sé „misboðið“ að hann hafi komið svona fram. Fyrirtækið hefur ákveðið að minnka eftirlaunagreiðslur til Jeffries til muna, eða um eina milljón Bandaríkjadala á ári, sem nemur um 138 milljónum króna.
Bandaríkin Tíska og hönnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32 Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32
Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01