Fyrirliðinn orðlaus eftir afhroð gegn Ungverjalandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 21:28 Aron klórar sér í höfðinu yfir slakri frammistöðu. Vísir/Vilhelm „Svona rétt eftir leik er maður pínu orðlaus,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands eftir átta marka tap strákanna okkar gegn Ungverjalandi í lokaleik C-riðils á EM karla í handbolta. Tapið þýðir að Ísland fer stigalaust í milliriðil. Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að Ísland væri komið áfram þökk sé sigri Svartfjallalands á Serbíu. Það þurfti hins vegar enn að næla í stig, eitt eða tvö, í leik kvöldsins til að taka með sér gott veganesti inn í milliriðil. Annað kom á daginn og var síðari hálfleikur sérstaklega slæmur. Fyrirliði Íslands ræddi við Vísi og Stöð 2 eftir leik en átti því miður engin svör. „Vildi að ég væri með skýringar. Mér finnst skipulagið gott, menn eru fit, það er góður stemmari, menn eru vel gíraðir en ekki of. Mér finnst við miklu betri en Ungerjarnir í handbolta svo ég bara því miður er ekki með svarið.“ „Finnst við vera að spila langt frá því sem við eigum að geta. Það er kominn tími að við sýnum hversu vel við getum spilað.“ Aron segir engan í hópnum vera þreyttan. „Það kemur enginn með þá afsökun. Við erum með geggjaðan hóp og erfitt fyrir þjálfarana að velja hópinn fyrir hvern leik. Höfum lengi talað um það að við séum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á hæsta getustigi og þá þorir enginn að fara kvarta yfir þreytu.“ Aron var spurður út í úrslitin í leik Svartfjallalands og Serbíu. „Hugsa ekki (að það hafi haft áhrif). Komnir áfram breytir ekki að þetta er fyrsti leikur í milliriðli og hvert stig í þessu móti er svo mikilvægt til að ná markmiðum okkar. Fyrir utan að það á ekki að skipta neinu máli, okkur – ekki núna þó – finnst við með miklu betra lið en Ungverjarnir.“ Aron í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Mikið var rætt um Bence Bánhidi fyrir leik en hann fékk rautt snemma leiks. Hafði það áhrif á íslenska liðið? „Það held ég ekki. Við vorum búnir að halda honum í skefjum. Héldum línunni okkar – fyrir utan í seinni hálfleik þegar við duttum niður – er ekki með skýringar á því. Tókum vel á móti honum,“ sagði fyrirliðinn og þvertók fyrri að menn hefðu orðið kærulausir eftir að Bánhidi sá rautt. „Fannst við gera réttu hlutina en á sama tíma svo ótrúlega lélega hluti, þurfum að fara vel yfir þetta,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Pálmarsson eftir Ungverjaleik
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni