Niðurskurðarhnífnum beitt á sundlaugarnar í Reykjavík Helga Þórðardóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifa 15. janúar 2024 11:30 Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Sundlaugar Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun