Ten Hag pirraður yfir aulamörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 23:31 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var ósáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í 2-2 jafntefli dagsins við Tottenham Hotspur. Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25