„Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 19:13 Snorri Steinn þungur á brún á meðan leik stóð. Vísir/Vilhelm „Var í max púls, fullt af mjólkursýru og hefði komið illa út úr þrekprófi,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir hádramatískan sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira