„Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 19:13 Snorri Steinn þungur á brún á meðan leik stóð. Vísir/Vilhelm „Var í max púls, fullt af mjólkursýru og hefði komið illa út úr þrekprófi,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir hádramatískan sigur Íslands á Svartfjallalandi á EM karla í handbolta sem fram fer í Þýskalandi. Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Eftir vægast sagt dramatískan leik gegn Serbíu þar sem Ísland bjargaði stigi á ótrúlegan hátt þá var leikur dagsins engu minna dramatískur. Að þessu sinni hafði Ísland þó betur sem þýðir að það er úrslitaleikur við Ungverjaland á þriðjudag um toppsæti riðilsins. „Mér leið betur þegar ég var inn á vellinum, fannst ég geta gert meira þar,“ sagði Snorri Steinn aðspurður hvernig væri að vera þjálfari í svona leik. Hann hélt svo áfram: „Líður ekki illa, ég hef trú á þessu og hef trú á þessum strákum. Leikurinn þróaðist hins vegar út í þetta. Það er auðvelt að brotna niður í miðjum leik, fannst strákarnir aftur sýna karakter. Getum að einhverju leyti kennt sjálfum okkur um að leikurinn þróast í þessa átt.“ „Það eru augnablik þar sem við getum náð meiri tökum á þessum leik, þurfum að sýna meiri gæði. Förum illa með mikið af dauðafærum og allt það. Situr samt aðallega í mér þessir kaflar þar sem við erum að ná undirtökum en náum ekki að negla það, þurfum að skoða það betur.“ „Sóknarleikurinn klárlega, varnarleikurinn kaflaskiptur en fannst við sýna okkar rétta andlit sóknarlega. Fundum betri lausnir. Það er fullt jákvætt í þessu, Bjöggi (Björgvin Páll Gústavsson) með frábæra innkomu. Tökum þessum tveimur stigum fegins hendi.“ Að endingu var Snorri Steinn spurður hvort þungu fargi væri af sér létt. „Já og nei. Kannski finn ég það þegar ég kem á hótelið og nær mér niður. Mikilvægt að vinna eftir dapra frammistöðu í síðasta leik og fá þá tilfinningu. Komum okkur líka í þá stöðu að geta unnið riðilinn.“ Klippa: Viðtal við Snorra Stein eftir leik við Svartfjallaland
Handbolti Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira